Aly Raisman stolt af Simone Biles: Það þurfti hugrekki til að hætta keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2021 09:31 Simone Biles fylgist með liðsfélögum sínum keppa í gær en hún breytti sér í klappstýru í liðakeppninni eftir að hafa hætt í miðri keppni. AP/Ashley Landis Það hafa miklu fleiri hrósað fimleikakonunni Simone Biles en hafa gagnrýnt hana eftir óvænta atburði gærdagsins. Stóra málið á Ólympíuleikunum í Tókýó í gær var það þegar ein stærsta íþróttastjarna heims, fimleikakonan Simone Biles, hætti í miðri keppni eftir aðeins eitt mislukkað stökk í liðakeppninni. Biles sagðist hafa hætt keppni til að passa upp á andlega heilsu sína. Biles hefur fengið mikinn stuðning á samfélagsmiðlum og hún fékk líka stuðning frá fyrrum liðsfélaga sínum í bandaríska fimleikalandsliðsins, Aly Raisman. Three-time Olympic gold medalist Aly Raisman says she is proud of her former teammate Simone Biles after she withdrew from Tuesday's gymnastics team final. https://t.co/08UylZg1Ro— USA TODAY Sports (@usatodaysports) July 28, 2021 Biles og Aly Raisman unnu Ólympíugull saman í liðakeppninni á leikunum í Ríó 2016 en bandaríska liðið náði aðeins í silfur í gær án þátttöku hinnar mögnuðu Biles. „Það var svo mikil pressa á henni. Ég hef aldrei séð aðra eins pressu á fimleikamanni eða jafnvel á íþróttamanni á Ólympíuleikum. Ég get ekki ímyndað mér hversu erfitt þetta var fyrir hana,“ sagði Aly Raisman í viðtali við ESPN. „Ég er mjög stolt af Simone og hennar ótrúlega hugrekki að stíga fram og segja: Ég ætla ekki að gera þetta í dag,“ sagði Raisman. I just want to remind people that Simone Biles is human, says @Aly_Raisman. Even the best athletes in the world, they have good days and bad days, and I commend her for her bravery and speaking up and doing what s right for the team. pic.twitter.com/lBpAPMOTq0— Christiane Amanpour (@camanpour) July 27, 2021 Raisman var fyrirliði fimleikasveita Bandaríkjanna sem unnu gullverðlaun í liðakeppni í London 2012 og í Ríó 2016. „Hún er ennþá mögnuð fimleikakona. Ég held að hún sé að sýna okkur öllum að það sé virkilega mikilvægt fyrir alla að setja andlega heilsu okkar í forgang,“ sagði Raisman. Simone Biles vildi fyrst ekki gefa það upp í gær hvort hún ætli eða ætli ekki að keppa í fjölþrautinni eða í keppninni á einstökum áhöldum. Það kom síðan í ljós í morgun að hún hefur líka dregið sig úr keppni í fjölþrautinni og hefur væntanlega lokið keppni á þessum Ólympíuleikum. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Bradley Beal til Clippers Körfubolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira
Stóra málið á Ólympíuleikunum í Tókýó í gær var það þegar ein stærsta íþróttastjarna heims, fimleikakonan Simone Biles, hætti í miðri keppni eftir aðeins eitt mislukkað stökk í liðakeppninni. Biles sagðist hafa hætt keppni til að passa upp á andlega heilsu sína. Biles hefur fengið mikinn stuðning á samfélagsmiðlum og hún fékk líka stuðning frá fyrrum liðsfélaga sínum í bandaríska fimleikalandsliðsins, Aly Raisman. Three-time Olympic gold medalist Aly Raisman says she is proud of her former teammate Simone Biles after she withdrew from Tuesday's gymnastics team final. https://t.co/08UylZg1Ro— USA TODAY Sports (@usatodaysports) July 28, 2021 Biles og Aly Raisman unnu Ólympíugull saman í liðakeppninni á leikunum í Ríó 2016 en bandaríska liðið náði aðeins í silfur í gær án þátttöku hinnar mögnuðu Biles. „Það var svo mikil pressa á henni. Ég hef aldrei séð aðra eins pressu á fimleikamanni eða jafnvel á íþróttamanni á Ólympíuleikum. Ég get ekki ímyndað mér hversu erfitt þetta var fyrir hana,“ sagði Aly Raisman í viðtali við ESPN. „Ég er mjög stolt af Simone og hennar ótrúlega hugrekki að stíga fram og segja: Ég ætla ekki að gera þetta í dag,“ sagði Raisman. I just want to remind people that Simone Biles is human, says @Aly_Raisman. Even the best athletes in the world, they have good days and bad days, and I commend her for her bravery and speaking up and doing what s right for the team. pic.twitter.com/lBpAPMOTq0— Christiane Amanpour (@camanpour) July 27, 2021 Raisman var fyrirliði fimleikasveita Bandaríkjanna sem unnu gullverðlaun í liðakeppni í London 2012 og í Ríó 2016. „Hún er ennþá mögnuð fimleikakona. Ég held að hún sé að sýna okkur öllum að það sé virkilega mikilvægt fyrir alla að setja andlega heilsu okkar í forgang,“ sagði Raisman. Simone Biles vildi fyrst ekki gefa það upp í gær hvort hún ætli eða ætli ekki að keppa í fjölþrautinni eða í keppninni á einstökum áhöldum. Það kom síðan í ljós í morgun að hún hefur líka dregið sig úr keppni í fjölþrautinni og hefur væntanlega lokið keppni á þessum Ólympíuleikum.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Bradley Beal til Clippers Körfubolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira