Aly Raisman stolt af Simone Biles: Það þurfti hugrekki til að hætta keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2021 09:31 Simone Biles fylgist með liðsfélögum sínum keppa í gær en hún breytti sér í klappstýru í liðakeppninni eftir að hafa hætt í miðri keppni. AP/Ashley Landis Það hafa miklu fleiri hrósað fimleikakonunni Simone Biles en hafa gagnrýnt hana eftir óvænta atburði gærdagsins. Stóra málið á Ólympíuleikunum í Tókýó í gær var það þegar ein stærsta íþróttastjarna heims, fimleikakonan Simone Biles, hætti í miðri keppni eftir aðeins eitt mislukkað stökk í liðakeppninni. Biles sagðist hafa hætt keppni til að passa upp á andlega heilsu sína. Biles hefur fengið mikinn stuðning á samfélagsmiðlum og hún fékk líka stuðning frá fyrrum liðsfélaga sínum í bandaríska fimleikalandsliðsins, Aly Raisman. Three-time Olympic gold medalist Aly Raisman says she is proud of her former teammate Simone Biles after she withdrew from Tuesday's gymnastics team final. https://t.co/08UylZg1Ro— USA TODAY Sports (@usatodaysports) July 28, 2021 Biles og Aly Raisman unnu Ólympíugull saman í liðakeppninni á leikunum í Ríó 2016 en bandaríska liðið náði aðeins í silfur í gær án þátttöku hinnar mögnuðu Biles. „Það var svo mikil pressa á henni. Ég hef aldrei séð aðra eins pressu á fimleikamanni eða jafnvel á íþróttamanni á Ólympíuleikum. Ég get ekki ímyndað mér hversu erfitt þetta var fyrir hana,“ sagði Aly Raisman í viðtali við ESPN. „Ég er mjög stolt af Simone og hennar ótrúlega hugrekki að stíga fram og segja: Ég ætla ekki að gera þetta í dag,“ sagði Raisman. I just want to remind people that Simone Biles is human, says @Aly_Raisman. Even the best athletes in the world, they have good days and bad days, and I commend her for her bravery and speaking up and doing what s right for the team. pic.twitter.com/lBpAPMOTq0— Christiane Amanpour (@camanpour) July 27, 2021 Raisman var fyrirliði fimleikasveita Bandaríkjanna sem unnu gullverðlaun í liðakeppni í London 2012 og í Ríó 2016. „Hún er ennþá mögnuð fimleikakona. Ég held að hún sé að sýna okkur öllum að það sé virkilega mikilvægt fyrir alla að setja andlega heilsu okkar í forgang,“ sagði Raisman. Simone Biles vildi fyrst ekki gefa það upp í gær hvort hún ætli eða ætli ekki að keppa í fjölþrautinni eða í keppninni á einstökum áhöldum. Það kom síðan í ljós í morgun að hún hefur líka dregið sig úr keppni í fjölþrautinni og hefur væntanlega lokið keppni á þessum Ólympíuleikum. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Tveggja marka tap í toppslagnum Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Í beinni: Keflavík - Valur | Meistarar mætast Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Í beinni: Þór Þ. - ÍR | Gætu orðið jöfn að leik loknum Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Sjá meira
Stóra málið á Ólympíuleikunum í Tókýó í gær var það þegar ein stærsta íþróttastjarna heims, fimleikakonan Simone Biles, hætti í miðri keppni eftir aðeins eitt mislukkað stökk í liðakeppninni. Biles sagðist hafa hætt keppni til að passa upp á andlega heilsu sína. Biles hefur fengið mikinn stuðning á samfélagsmiðlum og hún fékk líka stuðning frá fyrrum liðsfélaga sínum í bandaríska fimleikalandsliðsins, Aly Raisman. Three-time Olympic gold medalist Aly Raisman says she is proud of her former teammate Simone Biles after she withdrew from Tuesday's gymnastics team final. https://t.co/08UylZg1Ro— USA TODAY Sports (@usatodaysports) July 28, 2021 Biles og Aly Raisman unnu Ólympíugull saman í liðakeppninni á leikunum í Ríó 2016 en bandaríska liðið náði aðeins í silfur í gær án þátttöku hinnar mögnuðu Biles. „Það var svo mikil pressa á henni. Ég hef aldrei séð aðra eins pressu á fimleikamanni eða jafnvel á íþróttamanni á Ólympíuleikum. Ég get ekki ímyndað mér hversu erfitt þetta var fyrir hana,“ sagði Aly Raisman í viðtali við ESPN. „Ég er mjög stolt af Simone og hennar ótrúlega hugrekki að stíga fram og segja: Ég ætla ekki að gera þetta í dag,“ sagði Raisman. I just want to remind people that Simone Biles is human, says @Aly_Raisman. Even the best athletes in the world, they have good days and bad days, and I commend her for her bravery and speaking up and doing what s right for the team. pic.twitter.com/lBpAPMOTq0— Christiane Amanpour (@camanpour) July 27, 2021 Raisman var fyrirliði fimleikasveita Bandaríkjanna sem unnu gullverðlaun í liðakeppni í London 2012 og í Ríó 2016. „Hún er ennþá mögnuð fimleikakona. Ég held að hún sé að sýna okkur öllum að það sé virkilega mikilvægt fyrir alla að setja andlega heilsu okkar í forgang,“ sagði Raisman. Simone Biles vildi fyrst ekki gefa það upp í gær hvort hún ætli eða ætli ekki að keppa í fjölþrautinni eða í keppninni á einstökum áhöldum. Það kom síðan í ljós í morgun að hún hefur líka dregið sig úr keppni í fjölþrautinni og hefur væntanlega lokið keppni á þessum Ólympíuleikum.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Tveggja marka tap í toppslagnum Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Í beinni: Keflavík - Valur | Meistarar mætast Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Í beinni: Þór Þ. - ÍR | Gætu orðið jöfn að leik loknum Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Sjá meira