Hætt við að keppa: Biles mun ekki verja Ólympíutitil sinn í fjölþrautinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2021 06:57 Simone Biles fylgist spennt með í liðakeppninni í gær. Með henni er Grace McCallum, liðsfélagi hennar í bandaríska liðinu. AP/Ashley Landis Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles mun ekki keppa í úrslitum fjölþrautarinnar á morgun á Ólympíuleikunum í Tókýó. Biles hefur ákveðið að draga sig úr keppni þar alveg eins og hún gerði í miðri liðakeppninni í gær. Hún gerir það til að huga að andlegri heilsu sinni. Simone Biles opts not to defend gymnastics title at #Olympics https://t.co/ij9TsHtRgW pic.twitter.com/FqCr3mbdJ9— Guardian sport (@guardian_sport) July 28, 2021 Fimleikasamband Bandaríkjanna gaf út yfirlýsingu þar sem kemur fram að Biles hafi ákveðið að keppa ekki. Hún er ekki búin að útiloka það að keppa í úrslitum á einstökum áhöldum í næstu viku. Hin 24 ára gamla Biles er besta fimleikakona heims og vann fjögur Ólympíugull á leikunum í Ríó fyrir fimm árum. Væntingarnar til hennar í ár voru gríðarlega miklar og það er ljóst að þessi mikla pressa hefur orðið henni ofviða. Álagið hefur ekki minnkað við það að Biles er á fullu á samfélagsmiðlum og það minnkaði ekkert þótt hún væri mætt til Tókýó. After further medical evaluation, Simone Biles has withdrawn from the final individual all-around competition. We wholeheartedly support Simone s decision and applaud her bravery in prioritizing her well-being. Her courage shows, yet again, why she is a role model for so many. pic.twitter.com/6ILdtSQF7o— USA Gymnastics (@USAGym) July 28, 2021 Biles var með besta árangurinn í undankeppninni og allir töldu að gullverðlaunin væru hennar. Nú opnast dyrnar fyrir aðrar fimleikakonur að komast út úr skugga hinnar bandarísku. Hver þjóð má aðeins eiga tvo fulltrúa í úrslitum og því mun Jade Carey, sem var með níunda besta árangurinn í undankeppninni, taka sæti Biles í úrslitum fjölþrautarinnar. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Biles hefur ákveðið að draga sig úr keppni þar alveg eins og hún gerði í miðri liðakeppninni í gær. Hún gerir það til að huga að andlegri heilsu sinni. Simone Biles opts not to defend gymnastics title at #Olympics https://t.co/ij9TsHtRgW pic.twitter.com/FqCr3mbdJ9— Guardian sport (@guardian_sport) July 28, 2021 Fimleikasamband Bandaríkjanna gaf út yfirlýsingu þar sem kemur fram að Biles hafi ákveðið að keppa ekki. Hún er ekki búin að útiloka það að keppa í úrslitum á einstökum áhöldum í næstu viku. Hin 24 ára gamla Biles er besta fimleikakona heims og vann fjögur Ólympíugull á leikunum í Ríó fyrir fimm árum. Væntingarnar til hennar í ár voru gríðarlega miklar og það er ljóst að þessi mikla pressa hefur orðið henni ofviða. Álagið hefur ekki minnkað við það að Biles er á fullu á samfélagsmiðlum og það minnkaði ekkert þótt hún væri mætt til Tókýó. After further medical evaluation, Simone Biles has withdrawn from the final individual all-around competition. We wholeheartedly support Simone s decision and applaud her bravery in prioritizing her well-being. Her courage shows, yet again, why she is a role model for so many. pic.twitter.com/6ILdtSQF7o— USA Gymnastics (@USAGym) July 28, 2021 Biles var með besta árangurinn í undankeppninni og allir töldu að gullverðlaunin væru hennar. Nú opnast dyrnar fyrir aðrar fimleikakonur að komast út úr skugga hinnar bandarísku. Hver þjóð má aðeins eiga tvo fulltrúa í úrslitum og því mun Jade Carey, sem var með níunda besta árangurinn í undankeppninni, taka sæti Biles í úrslitum fjölþrautarinnar.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira