„Ef ég dey, berð þú þá ábyrgðina“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2021 12:01 Daniil Medvedev var í miklum vandræðum í hitanum og rakanum en tókst samt að tryggja sér sæti í átta manna úrslitunum. AP/Patrick Semansky Rússinn Daniil Medvedev er kominn í átta manna úrslit í tenniskeppni Ólympíuleikanna en hann átti í miklum erfiðleikum í hitanum í nótt. Medvedev komst áfram með því að vinna Fabio Fognini frá Ítalíu 6-2, 3-6 og 6-2. Hann mætir Spánverjanum Pablo Carreno Busta í átta manna úrslitunum. Medvedev átti í miklum vandræðum í leiknum þegar hitinn og rakastigið gerði honum mjög erfitt fyrir. Svo illa leit hann út á tímabili að dómari leiksins, Carlos Ramos, spurði hann hreinlega hvort hann gæti haldið áfram. Svarið kom mörgum í opna skjöldu. „Ég get klárað leikinn en ég get dáið,“ sagði Daniil Medvedev. „Ef ég dey, berð þú þá ábyrgðina,“ hélt Medvedev áfram. Hann fékk tvisvar sinnum að taka leikhlé og einu sinni að fá þjálfarann sinn til sín. Medvedev ræddi atvikið eftir leik og sagði að honum hefði verið mikið niðri fyrir á þessum tímapunkti í leiknum. a very metal moment in the Olympic tennis just now as Medvedev casually asks what happens if he dies on the court pic.twitter.com/kotZxePtEw— Timothy Burke (@bubbaprog) July 28, 2021 „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera til að líða betur. Ég var tilbúinn að falla niður á völlinn,“ sagði Medvedev. Spænski tennisspilarinn Paula Badosa var ekki eins heppin því hún fór af velli í hjólastól eftir að hafa fengið hitaslag í leik sínum á móti Marketu Vondrousova í átta manna úrslitum. Vondrousova sló út Naomi Osaka í gær og hafði unnið fyrsta settið 6-1. Hún er nú komin alla leið í undanúrslitin. Hitinn fór alla leið upp í 31 stig en vegna rakans þá var eins og það væri 37 stiga hiti. Tennisfólkið hefur margoft beðið um að leikirnir yrðu færðir fram á kvöld þegar hitinn er minni en ekki hefur verið orðið við þeim sóknum. Tennis Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Medvedev komst áfram með því að vinna Fabio Fognini frá Ítalíu 6-2, 3-6 og 6-2. Hann mætir Spánverjanum Pablo Carreno Busta í átta manna úrslitunum. Medvedev átti í miklum vandræðum í leiknum þegar hitinn og rakastigið gerði honum mjög erfitt fyrir. Svo illa leit hann út á tímabili að dómari leiksins, Carlos Ramos, spurði hann hreinlega hvort hann gæti haldið áfram. Svarið kom mörgum í opna skjöldu. „Ég get klárað leikinn en ég get dáið,“ sagði Daniil Medvedev. „Ef ég dey, berð þú þá ábyrgðina,“ hélt Medvedev áfram. Hann fékk tvisvar sinnum að taka leikhlé og einu sinni að fá þjálfarann sinn til sín. Medvedev ræddi atvikið eftir leik og sagði að honum hefði verið mikið niðri fyrir á þessum tímapunkti í leiknum. a very metal moment in the Olympic tennis just now as Medvedev casually asks what happens if he dies on the court pic.twitter.com/kotZxePtEw— Timothy Burke (@bubbaprog) July 28, 2021 „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera til að líða betur. Ég var tilbúinn að falla niður á völlinn,“ sagði Medvedev. Spænski tennisspilarinn Paula Badosa var ekki eins heppin því hún fór af velli í hjólastól eftir að hafa fengið hitaslag í leik sínum á móti Marketu Vondrousova í átta manna úrslitum. Vondrousova sló út Naomi Osaka í gær og hafði unnið fyrsta settið 6-1. Hún er nú komin alla leið í undanúrslitin. Hitinn fór alla leið upp í 31 stig en vegna rakans þá var eins og það væri 37 stiga hiti. Tennisfólkið hefur margoft beðið um að leikirnir yrðu færðir fram á kvöld þegar hitinn er minni en ekki hefur verið orðið við þeim sóknum.
Tennis Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira