„Nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annarsstaðar en hjá okkur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júlí 2021 11:50 Gylfi Þór Þorsteinsson er umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins. Vísir/Einar Undanfarið hefur fólki í sóttkví og einangrun hjá farsóttarhúsum fjölgað mikið. Forstöðumaður húsanna segir óbólusetta ferðamenn farna að valda vandræðum, og gott væri ef þeir gætu haldið til annars staðar, þar sem lausum einangrunarplássum fari fljótt fækkandi. Yfir 200 manns eru nú í einangrun í farsóttarhúsi og hátt í 50 í sóttkví. Þá eru 150 ferðamenn í skimunarsóttkví, en það eru óbólusettir ferðamenn sem farið hafa í skimun á landamærum og þurfa að sæta nokkurra daga sóttkví áður en þeir geta farið ferða sinna um landið. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, segir þann hóp gera starfið erfiðara en ella.„Það er svona sá hópur sem er svolítið að gera okkur erfitt fyrir, vegna þess að við erum að verða plásslaus fyrir þá sem þurfa mest á því að halda. Þannig að nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annarsstaðar en hjá okkur, til þess að losa um plássið.“ Gylfi Þór segir hvaða hótel geta tekið við umræddum gestum, að uppfylltum nokkrum skilyrðum frá ferðamálastofu. Margir ferðamenn kjósi hins vegar dvöl á farsóttarhúsi til að losna við að borga fyrir hóteldvöl. „Nú er alveg spurning hvort að ríkisstjórnin taki sig ekki til og leggi það úrræði bara niður, þannig að við getum einbeitt okkur að þeim sem þurfa að vera í sóttkví eða einangrun.“ Gengur hægt en gengur þó Gylfi Þór segir að erfiðlega hafi gengið að manna í störf á farsóttarhúsunum. Starfið gangi, en mikið álag sé á starfsfólki. „Við erum að reyna að bæta við fólki eins hratt og við mögulega getum. Það er kannski ekki auðvelt heldur, að finna fólk á miðju sumri. Fólk er í sumarleyfum sínum og aðrir líta svo á að það sé stutt í að þeir byrji í skóla, þannig að það taki þessu ekki. Það gengur hægar en við vorum að vona, en gengur þó,“ segir Gylfi Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Enginn kemst um borð hjá Play án neikvæðs Covid-19 prófs Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun Play ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt Covid-19 próf við innritun. 28. júlí 2021 11:12 Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Yfir 200 manns eru nú í einangrun í farsóttarhúsi og hátt í 50 í sóttkví. Þá eru 150 ferðamenn í skimunarsóttkví, en það eru óbólusettir ferðamenn sem farið hafa í skimun á landamærum og þurfa að sæta nokkurra daga sóttkví áður en þeir geta farið ferða sinna um landið. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, segir þann hóp gera starfið erfiðara en ella.„Það er svona sá hópur sem er svolítið að gera okkur erfitt fyrir, vegna þess að við erum að verða plásslaus fyrir þá sem þurfa mest á því að halda. Þannig að nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annarsstaðar en hjá okkur, til þess að losa um plássið.“ Gylfi Þór segir hvaða hótel geta tekið við umræddum gestum, að uppfylltum nokkrum skilyrðum frá ferðamálastofu. Margir ferðamenn kjósi hins vegar dvöl á farsóttarhúsi til að losna við að borga fyrir hóteldvöl. „Nú er alveg spurning hvort að ríkisstjórnin taki sig ekki til og leggi það úrræði bara niður, þannig að við getum einbeitt okkur að þeim sem þurfa að vera í sóttkví eða einangrun.“ Gengur hægt en gengur þó Gylfi Þór segir að erfiðlega hafi gengið að manna í störf á farsóttarhúsunum. Starfið gangi, en mikið álag sé á starfsfólki. „Við erum að reyna að bæta við fólki eins hratt og við mögulega getum. Það er kannski ekki auðvelt heldur, að finna fólk á miðju sumri. Fólk er í sumarleyfum sínum og aðrir líta svo á að það sé stutt í að þeir byrji í skóla, þannig að það taki þessu ekki. Það gengur hægar en við vorum að vona, en gengur þó,“ segir Gylfi Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Enginn kemst um borð hjá Play án neikvæðs Covid-19 prófs Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun Play ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt Covid-19 próf við innritun. 28. júlí 2021 11:12 Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Enginn kemst um borð hjá Play án neikvæðs Covid-19 prófs Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun Play ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt Covid-19 próf við innritun. 28. júlí 2021 11:12
Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44