Lærisveinn Vésteins sefur ekki á papparúmunum í Ólympíuþorpinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2021 17:01 Heimsmeistarinn Daniel Ståhl þykir líklegur til að vinna gull í kringlukasti á Ólympíuleikunum í Tókýó. getty/Maja Hitij Sænski kringlukastarinn Daniel Ståhl, sem Vésteinn Hafsteinsson þjálfar, sefur í sérhönnuðu rúmi í Ólympíuþorpinu í Tókýó. Rúmin í Ólympíuþorpinu eru búin til úr pappa sem verður endurunninn eftir leikana. Þrátt fyrir að vera úr pappa eru rúmin sterk og framkvæmdastjóri Ólympíuþorpsins, Takashi Kitajima, fullyrti að þau þyldu rúm tvö hundruð kíló og væru sterkari en rúm úr tré. Þótt Ståhl sé ekki tvö hundruð kíló er hann engin smásmíði, 2,02 metrar á hæð og 160 kíló, og hann sefur ekki í papparúmunum heldur í sérhönnuðu rúmi. „Samstarfsaðili okkar Sleepacy sérhannaði rúm fyrir Daniel,“ sagði Lars Markusson hjá sænsku Ólympíunefndinni. „Þeir hönnuðu líka sérstök slökunarherbergi í herbúðum okkar.“ Ståhl varð heimsmeistari í kringlukasti 2019 og þykir líklegur til afreka á Ólympíuleikunum. Sem fyrr sagði er Vésteinn Hafsteinsson þjálfari Ståhls. Hann þekkir það vel að þjálfa Ólympíumeistara en lærisveinn hans, Eistlendingurinn Gerd Kanter, vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Ståhl keppti á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 þar sem hann endaði í 14. sæti. Hann endaði í 2. sæti á HM 2017 og EM 2018 en varð svo heimsmeistari í Doha í Katar fyrir tveimur árum. Hann kastaði þá 67,59 metra. Auk þess að þjálfa Ståhl er Vésteinn einnig þjálfari hinnar sænsku Fanny Roos sem keppir í kúluvarpi. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Svíþjóð Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Rúmin í Ólympíuþorpinu eru búin til úr pappa sem verður endurunninn eftir leikana. Þrátt fyrir að vera úr pappa eru rúmin sterk og framkvæmdastjóri Ólympíuþorpsins, Takashi Kitajima, fullyrti að þau þyldu rúm tvö hundruð kíló og væru sterkari en rúm úr tré. Þótt Ståhl sé ekki tvö hundruð kíló er hann engin smásmíði, 2,02 metrar á hæð og 160 kíló, og hann sefur ekki í papparúmunum heldur í sérhönnuðu rúmi. „Samstarfsaðili okkar Sleepacy sérhannaði rúm fyrir Daniel,“ sagði Lars Markusson hjá sænsku Ólympíunefndinni. „Þeir hönnuðu líka sérstök slökunarherbergi í herbúðum okkar.“ Ståhl varð heimsmeistari í kringlukasti 2019 og þykir líklegur til afreka á Ólympíuleikunum. Sem fyrr sagði er Vésteinn Hafsteinsson þjálfari Ståhls. Hann þekkir það vel að þjálfa Ólympíumeistara en lærisveinn hans, Eistlendingurinn Gerd Kanter, vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Ståhl keppti á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 þar sem hann endaði í 14. sæti. Hann endaði í 2. sæti á HM 2017 og EM 2018 en varð svo heimsmeistari í Doha í Katar fyrir tveimur árum. Hann kastaði þá 67,59 metra. Auk þess að þjálfa Ståhl er Vésteinn einnig þjálfari hinnar sænsku Fanny Roos sem keppir í kúluvarpi.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Svíþjóð Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira