Töf á birtingu þrátt fyrir að engin sýni hafi verið eftir í morgun Eiður Þór Árnason skrifar 28. júlí 2021 14:53 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla-og veirufræðideild Landspítala. Vísir/baldur Annan daginn í röð var ekki greint frá endanlegum fjölda nýgreindra innanlandssmita klukkan 11 í dag líkt og til stóð. Metfjöldi Covid-sýna kom inn til sýkla- og veirufræðideildar Landspítala í gær en greiningu þeirra lauk í gærkvöldi. Almannavörnum tókst þó ekki að ljúka úrvinnslu allra gagnanna í tæka tíð. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa almannavarna, bárust síðustu niðurstöður frá sýkla- og veirufræðideildinni skömmu fyrir miðnætti. Þónokkur úrvinnsla hafi því beðið starfsmanna þegar þeir mættu til vinnu í morgun. „Þessi tölfræðivinna tekur öll tíma. Þó við vitum sirka hversu margir sýktir eiga eftir að bætast við þá þarf að klára allskonar tæknilega og tölfræðilega vinnu áður en þetta er birt.“ Hjördís gat ekki veitt upplýsingar um það hvenær mætti eiga von á lokatölum. Vitað er að minnst 115 hafa greinst með Covid-19 innanlands í gær. Þarf því lítið að bætast við til að núverandi met faraldursins, 123 smit á einum degi, falli annan daginn í röð. Nálgast þolmörk Alls voru 5.400 Covid-sýni greind á sýkla- og veirufræðideildinni í gær sem nálgast nú þolmörk. „Við höfum áætlað að við getum náð að greina fjögur til fimm þúsund sýni á dag með þessum mannskap sem við erum með í sumar. Við náðum þarna 5.400 en það þýðir þá að fólk er að vinna lengri vinnudag en það er vant. Það er talsvert meira álag og gengur ekki þannig til lengdar. Við vonum að það þurfi ekki að kalla inn fólk úr sumarleyfi eða lengja vaktir,“ segir Karl Gústaf Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar. Bilun sem kom upp í einu greiningatæki deildarinnar á sunnudag átti sinn þátt í því að lokatölur birtust seint í gær. Bilunin varð til þess að greining 400 til 600 sýna færðist yfir á mánudaginn. Sama dag leitaði metfjöldi í sýnatöku. „Það var eitthvað sambandsleysi milli tækisins og tölvukerfisins okkar sem tókst að gera við síðar á sunnudagskvöld,“ segir Karl. Hann segir að rými sé til að auka afkastagetu deildarinnar með núverandi tækjakosti en það kalli á að búnaðurinn sé keyrður lengur á hverjum sólarhring. Sýnum hefur fjölgað hratt síðustu vikuna og hvert metið slegið á fætur öðru. Karl bætir við að ef sú fjölgun haldi áfram þurfi að bregðast við með einhverjum hætti. Í fyrra greip deildin til þess ráðs að auka afkastagetu sína með því að sameina sýni og greina fimm í einu. Karl segir erfitt að gera það núna þar sem hlutfall jákvæðra sýna sé talsvert hærra. Lítill vinnusparnaður fylgi því að sameina sýni þegar svo sé þar sem starfsmenn þurfi endurgreina hvert og eitt sýni þegar sameinað sýni reynist jákvætt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Almannavörnum tókst þó ekki að ljúka úrvinnslu allra gagnanna í tæka tíð. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa almannavarna, bárust síðustu niðurstöður frá sýkla- og veirufræðideildinni skömmu fyrir miðnætti. Þónokkur úrvinnsla hafi því beðið starfsmanna þegar þeir mættu til vinnu í morgun. „Þessi tölfræðivinna tekur öll tíma. Þó við vitum sirka hversu margir sýktir eiga eftir að bætast við þá þarf að klára allskonar tæknilega og tölfræðilega vinnu áður en þetta er birt.“ Hjördís gat ekki veitt upplýsingar um það hvenær mætti eiga von á lokatölum. Vitað er að minnst 115 hafa greinst með Covid-19 innanlands í gær. Þarf því lítið að bætast við til að núverandi met faraldursins, 123 smit á einum degi, falli annan daginn í röð. Nálgast þolmörk Alls voru 5.400 Covid-sýni greind á sýkla- og veirufræðideildinni í gær sem nálgast nú þolmörk. „Við höfum áætlað að við getum náð að greina fjögur til fimm þúsund sýni á dag með þessum mannskap sem við erum með í sumar. Við náðum þarna 5.400 en það þýðir þá að fólk er að vinna lengri vinnudag en það er vant. Það er talsvert meira álag og gengur ekki þannig til lengdar. Við vonum að það þurfi ekki að kalla inn fólk úr sumarleyfi eða lengja vaktir,“ segir Karl Gústaf Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar. Bilun sem kom upp í einu greiningatæki deildarinnar á sunnudag átti sinn þátt í því að lokatölur birtust seint í gær. Bilunin varð til þess að greining 400 til 600 sýna færðist yfir á mánudaginn. Sama dag leitaði metfjöldi í sýnatöku. „Það var eitthvað sambandsleysi milli tækisins og tölvukerfisins okkar sem tókst að gera við síðar á sunnudagskvöld,“ segir Karl. Hann segir að rými sé til að auka afkastagetu deildarinnar með núverandi tækjakosti en það kalli á að búnaðurinn sé keyrður lengur á hverjum sólarhring. Sýnum hefur fjölgað hratt síðustu vikuna og hvert metið slegið á fætur öðru. Karl bætir við að ef sú fjölgun haldi áfram þurfi að bregðast við með einhverjum hætti. Í fyrra greip deildin til þess ráðs að auka afkastagetu sína með því að sameina sýni og greina fimm í einu. Karl segir erfitt að gera það núna þar sem hlutfall jákvæðra sýna sé talsvert hærra. Lítill vinnusparnaður fylgi því að sameina sýni þegar svo sé þar sem starfsmenn þurfi endurgreina hvert og eitt sýni þegar sameinað sýni reynist jákvætt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent