Björgvin Karl náði sjötta sætinu í mjög krefjandi fyrstu grein á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2021 15:35 Allir keppendur fóru af stað á sama tíma, karlarnir voru með bláar sundhettur en konurnar bleikar. Instagram/@crossfitgames Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir náðu bestum árangri íslenska CrossFit fólksins í opnunargrein heimsleikanna í CrossFit sem fóru af stað í dag en framundan eru þrjár greinar í viðbót áður en fyrsti dagurinn er úti. Heimsmeistari síðustu fjögurra ára, Tia-Clair Toomey frá Ástalíu, byrjar keppnina þar sem hún hefur endað undanfarin ár. Hún vann fyrstu grein og er því þegar komin í forystu. Finninn Jonne Koski vann aftur á móti mjög öruggan sigur hjá körlunum. Eins og áður er upphafsgrein heimsleikanna allt öðruvísi en aðrar greinar á leikunum og það breyttist ekki í ár. Keppendur þurftu að synda í 1600 metra (með sundblöðkum) og fara síðan á kajak í meira en þrjá kílómetra og allt á opnu vatni við Madison. Allir áttatíu keppendur í karla- og kvennaflokki byrjuðu á sama tíma og það var því mikil örtröð í byrjun keppninnar. Björgvin Karl Guðmundsson stóð sig vel mjög og náði sjötta sætinu hjá körlunum sem er mjög gott hjá okkar manni í grein sem er afar erfitt að undirbúa sig fyrir í kuldanum á Íslandi. Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð sig líka vel og náði þrettánda sætinu hjá konunum. Hún græddi örugglega á því að hafa geta æft útisundið þar sem hún er búsett í Bandaríkjunum. Anníe Mist Þórisdóttir náði átjánda sætinu og varð næstbest af íslensku stelpunum en Þuríður Erla Helgadóttir varð í 25. sætinu. Finninn Jonne Koski stakk af frá byrjun í sundinu enda frábær sundmaður. Hann gaf heldur ekkert eftir þegar hann var kominn í kajakinn og vann með miklum yfirburðum. Koski kláraði allt saman á einni klukkustund, sex mínútum og 44 sekúndum sem er frábær tími. Annar var Serbinn Lazar Dukic sem var líka mjög sannfærandi á kajakanum. Kanadamaðurinn Alex Vigneault varð síðan þriðji. Amanda Barnhart var fljótust að synda en gekk ekki vel á kajakanum og var fljót að missa forystuna til Kristi Eramo O'Connell og Emmu Tall. Tia-Clair Toomey var ekki langt á eftir í sundinu og stóð sig síðan frábærlega þegar hún var kominn í kajakinn. Toomey varð fyrst kvenna og kláraði á einni klukktímum tíu mínútum og 50 sekúndum og vann sína 25. grein á heim. Hún varð rétt á undan Eramo O'Connell eftir mikinn endasprett. Staðan hjá körlunum eftir fyrstu grein á heimsleikunum 2021: 1. Jonne Koski 100 stig 2. Lazar Dukic 97 stig 3. Rogelio Gamboa 94 stig 4. Brandon Luckett 91 stig 5. Justin Medeiros 88 stig 6. Björgvin Karl Guðmundsson 85 stig - Staðan hjá konunum eftir fyrstu grein á heimsleikunum 2021: 1. Tia-Clair Toomey 100 stig 2. Kristi Eramo O'Connell 97 stig 3. Emma Tall 94 stig 4. Emily Rolfe 91 stig 5. Haley Adams 88 stig 6. Emma Cary 85 stig 13. Katrín Tanja Davíðsdóttir 64 stig 18. Anníe Mist Þórisdóttir 49 stig 25. Þuríður Erla Helgadóttir 32 stig CrossFit Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Fleiri fréttir NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Sjá meira
Heimsmeistari síðustu fjögurra ára, Tia-Clair Toomey frá Ástalíu, byrjar keppnina þar sem hún hefur endað undanfarin ár. Hún vann fyrstu grein og er því þegar komin í forystu. Finninn Jonne Koski vann aftur á móti mjög öruggan sigur hjá körlunum. Eins og áður er upphafsgrein heimsleikanna allt öðruvísi en aðrar greinar á leikunum og það breyttist ekki í ár. Keppendur þurftu að synda í 1600 metra (með sundblöðkum) og fara síðan á kajak í meira en þrjá kílómetra og allt á opnu vatni við Madison. Allir áttatíu keppendur í karla- og kvennaflokki byrjuðu á sama tíma og það var því mikil örtröð í byrjun keppninnar. Björgvin Karl Guðmundsson stóð sig vel mjög og náði sjötta sætinu hjá körlunum sem er mjög gott hjá okkar manni í grein sem er afar erfitt að undirbúa sig fyrir í kuldanum á Íslandi. Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð sig líka vel og náði þrettánda sætinu hjá konunum. Hún græddi örugglega á því að hafa geta æft útisundið þar sem hún er búsett í Bandaríkjunum. Anníe Mist Þórisdóttir náði átjánda sætinu og varð næstbest af íslensku stelpunum en Þuríður Erla Helgadóttir varð í 25. sætinu. Finninn Jonne Koski stakk af frá byrjun í sundinu enda frábær sundmaður. Hann gaf heldur ekkert eftir þegar hann var kominn í kajakinn og vann með miklum yfirburðum. Koski kláraði allt saman á einni klukkustund, sex mínútum og 44 sekúndum sem er frábær tími. Annar var Serbinn Lazar Dukic sem var líka mjög sannfærandi á kajakanum. Kanadamaðurinn Alex Vigneault varð síðan þriðji. Amanda Barnhart var fljótust að synda en gekk ekki vel á kajakanum og var fljót að missa forystuna til Kristi Eramo O'Connell og Emmu Tall. Tia-Clair Toomey var ekki langt á eftir í sundinu og stóð sig síðan frábærlega þegar hún var kominn í kajakinn. Toomey varð fyrst kvenna og kláraði á einni klukktímum tíu mínútum og 50 sekúndum og vann sína 25. grein á heim. Hún varð rétt á undan Eramo O'Connell eftir mikinn endasprett. Staðan hjá körlunum eftir fyrstu grein á heimsleikunum 2021: 1. Jonne Koski 100 stig 2. Lazar Dukic 97 stig 3. Rogelio Gamboa 94 stig 4. Brandon Luckett 91 stig 5. Justin Medeiros 88 stig 6. Björgvin Karl Guðmundsson 85 stig - Staðan hjá konunum eftir fyrstu grein á heimsleikunum 2021: 1. Tia-Clair Toomey 100 stig 2. Kristi Eramo O'Connell 97 stig 3. Emma Tall 94 stig 4. Emily Rolfe 91 stig 5. Haley Adams 88 stig 6. Emma Cary 85 stig 13. Katrín Tanja Davíðsdóttir 64 stig 18. Anníe Mist Þórisdóttir 49 stig 25. Þuríður Erla Helgadóttir 32 stig
Staðan hjá körlunum eftir fyrstu grein á heimsleikunum 2021: 1. Jonne Koski 100 stig 2. Lazar Dukic 97 stig 3. Rogelio Gamboa 94 stig 4. Brandon Luckett 91 stig 5. Justin Medeiros 88 stig 6. Björgvin Karl Guðmundsson 85 stig - Staðan hjá konunum eftir fyrstu grein á heimsleikunum 2021: 1. Tia-Clair Toomey 100 stig 2. Kristi Eramo O'Connell 97 stig 3. Emma Tall 94 stig 4. Emily Rolfe 91 stig 5. Haley Adams 88 stig 6. Emma Cary 85 stig 13. Katrín Tanja Davíðsdóttir 64 stig 18. Anníe Mist Þórisdóttir 49 stig 25. Þuríður Erla Helgadóttir 32 stig
CrossFit Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Fleiri fréttir NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Sjá meira