Toomey með fullt hús eftir þrjár greinar - Björgvin Karl áfram í toppbaráttu Valur Páll Eiríksson skrifar 28. júlí 2021 19:40 Toomey er með algjöra yfirburði í Madison. Robert Cianflone/Getty Images Tia-Clair Toomey, heimsmeistari síðustu fjögurra ára í CrossFit, er með fullt hús stiga eftir sigur í hverri einustu af fyrstu þremur greinum dagsins á heimsleikunum í CrossFit sem fram fara í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum. Þriðja greinin var öllu einfaldari en þær tvær fyrstu. Eftir gífurlega erfiðar fyrstu tvær greinar á heimsleikunum í CrossFit sem fram fara í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum tók öllu einfaldari þriðja grein við. Keppendur höfðu synt og verið á kajak í fyrstu grein og gert gríðarerfiðar æfingar á þrautabraut í þeirri annarri. Sú þriðja var hins vegar spretthlaup upp á 500 metra, án allra flækindastiga. Körlunum var skipt í fjóra hópa og var Björgvin Karl Guðmundsson í þeim síðasta. Björgvin hafði staðið sig frábærlega í fyrstu tveimur greinunum og var jafn þeim Lazar Djukic og Brent Fikowski í öðru sæti fyrir hlaupið. Björgvin Karl átti þar glæsilegan endasprett og kom langfyrstur í mark í sínum hópi. Hann galt hins vegar fyrir það að fjórði hópurinn var sá hægasti og dugði tími hans upp á 1:17,68 mín. honum aðeins í níunda sæti í greininni. Til samanburðar átti Finninn Jonne Koski besta tímann, 1:15,15 mín., rúmum tveimur sekúndum styttri en tími Björgvins Karls. Koski vann einnig fyrstu grein dagsins og er á toppnum í karlaflokki með 270 stig. Björgvin Karl er annar með 237 stig en Kanadamaðurinn Brent Fikowski er þriðji með 225 stig. Brasilíumaðurinn Guilherme Malheiros stökk þá upp í fjórða sætið með næstbesta tímanum í hlaupinu en hann er með 220 stig. Katrín Tanja sneggst íslensku keppendanna Fjórfaldi heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey frá Ástralíu heldur áfram að hafa mikla yfirburði í kvennaflokki. Eftir sigur í fyrstu tveimur greinunum fylgdi sá þriðji í hlaupinu. Hún kom í mark á 1:24,17 mín., rétt á undan Brooke Wells sem var næst fljótust í mark á 1:24,43. Haley Adams, sem er önnur á eftir Toomey, var þriðja í mark. Katrín Tanja Davíðsdóttir var fyrst í mark af íslensku keppendunum og sjötta í heildina, á 1:27,49. Þuríður Erla Helgadóttir var næst sneggst íslensku kvennana á 1:29,55 mín. og var fjórtánda í heildina en Annie Mist Þórisdóttir var 23. í mark á 1:31,36 mín. Toomey er líkt og áður segir á toppnum með 300 stig en Haley Adams gefur lítið eftir og er í öðru sæti með 270 stig. Góður tími hinnar norsku Kristinar Holte í hlaupinu skýtur henni upp í þriðja sætið með 252 stig. Katrín Tanja er efst íslensku keppendanna kvennamegin með 201 stig í sjöunda sæti. Annie Mist er í 15. sæti með 167 stig og Þuríður er í 20. sæti með 142 stig Keppendur fá nú örlitla pásu eftir aðra og þriðja grein dagsins. Fjórða og síðasta greinin hefst klukkan 21:55 að íslenskum tíma og má nálgast beina útsendingu frá henni í tenglinum að ofan. CrossFit Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira
Eftir gífurlega erfiðar fyrstu tvær greinar á heimsleikunum í CrossFit sem fram fara í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum tók öllu einfaldari þriðja grein við. Keppendur höfðu synt og verið á kajak í fyrstu grein og gert gríðarerfiðar æfingar á þrautabraut í þeirri annarri. Sú þriðja var hins vegar spretthlaup upp á 500 metra, án allra flækindastiga. Körlunum var skipt í fjóra hópa og var Björgvin Karl Guðmundsson í þeim síðasta. Björgvin hafði staðið sig frábærlega í fyrstu tveimur greinunum og var jafn þeim Lazar Djukic og Brent Fikowski í öðru sæti fyrir hlaupið. Björgvin Karl átti þar glæsilegan endasprett og kom langfyrstur í mark í sínum hópi. Hann galt hins vegar fyrir það að fjórði hópurinn var sá hægasti og dugði tími hans upp á 1:17,68 mín. honum aðeins í níunda sæti í greininni. Til samanburðar átti Finninn Jonne Koski besta tímann, 1:15,15 mín., rúmum tveimur sekúndum styttri en tími Björgvins Karls. Koski vann einnig fyrstu grein dagsins og er á toppnum í karlaflokki með 270 stig. Björgvin Karl er annar með 237 stig en Kanadamaðurinn Brent Fikowski er þriðji með 225 stig. Brasilíumaðurinn Guilherme Malheiros stökk þá upp í fjórða sætið með næstbesta tímanum í hlaupinu en hann er með 220 stig. Katrín Tanja sneggst íslensku keppendanna Fjórfaldi heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey frá Ástralíu heldur áfram að hafa mikla yfirburði í kvennaflokki. Eftir sigur í fyrstu tveimur greinunum fylgdi sá þriðji í hlaupinu. Hún kom í mark á 1:24,17 mín., rétt á undan Brooke Wells sem var næst fljótust í mark á 1:24,43. Haley Adams, sem er önnur á eftir Toomey, var þriðja í mark. Katrín Tanja Davíðsdóttir var fyrst í mark af íslensku keppendunum og sjötta í heildina, á 1:27,49. Þuríður Erla Helgadóttir var næst sneggst íslensku kvennana á 1:29,55 mín. og var fjórtánda í heildina en Annie Mist Þórisdóttir var 23. í mark á 1:31,36 mín. Toomey er líkt og áður segir á toppnum með 300 stig en Haley Adams gefur lítið eftir og er í öðru sæti með 270 stig. Góður tími hinnar norsku Kristinar Holte í hlaupinu skýtur henni upp í þriðja sætið með 252 stig. Katrín Tanja er efst íslensku keppendanna kvennamegin með 201 stig í sjöunda sæti. Annie Mist er í 15. sæti með 167 stig og Þuríður er í 20. sæti með 142 stig Keppendur fá nú örlitla pásu eftir aðra og þriðja grein dagsins. Fjórða og síðasta greinin hefst klukkan 21:55 að íslenskum tíma og má nálgast beina útsendingu frá henni í tenglinum að ofan.
CrossFit Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira