Guðni Valur kvartar ekki yfir pappakassarúmunum í Ólympíuþorpinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2021 09:30 Guðni Valur Guðnason kælir sig niður í hitanum í Tókýó. FRÍ Frjálsíþróttamaðurinn Guðni Valur Guðnason er eini íslenski keppandinn sem á eftir að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó en hann keppir í undankeppni kringlukastsins aðfaranótt föstudags. Guðni Valur ræddi aðeins undirbúninginn og stöðuna á sér í viðtali á síðu Frjálsíþróttasamband Íslands en hann er eini keppandi Íslands í frjálsum íþróttum á þessum leikum. Guðni var ekki viðstaddur setningarhátíðina því hann var við æfingar í Tama og kom ekki í Ólympíuþorpið fyrr en á sunnudaginn var. „Æfingar hafa gengið mjög vel og var frábært að æfa í Tama. Gestrisnin svakaleg og teymið í kringum okkur rosalegt líka. Margir að vinna við einföldustu hluti og vilji gera allt fyrir mann svo manni líði sem best,“ sagði Guðni Valur. Það var engin loftkæling í hinum gamaldags lyftingaklefa sem var boðið upp á en Japanarnir reyndu allt til að aðstoða okkar mann og mættu með viftur til að gera hitann þolanlegri. „Við mættum í þorpið á sunnudaginn og var þetta um einn og hálfur klukkutími í rútu frá Tama í Ólympíuþorpið sem er einnig í Tókýó. Þorpið er flott og rúmin fín þótt þau séu búin til úr pappakössum, þau eru mjög stíf sem sleppur alveg,“ sagði Guðni Valur sem kvartar ekki yfir rúmunum eins og sumir íþróttamenn. „Matartjaldið eða húsið eins og það er núna er mjög flott og er það á tveimur hæðum með glás af úrvali af hinum og þessum mat sem er í boði allan sólarhringinn,“ sagði Guðni Valur sem þekkir til frá því að hann keppti á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fimm árum síðan. Hann er sáttur með undirbúning sinn og er nú kominn í hvíld til að safna kröftum fyrir keppnina. „Æfingar í þorpinu hafa gengið gífurlega vel og tók ég seinustu kastæfinguna mína í dag og bíður mín nú bara hvíld fram að keppnisdegi og er maður bara eins tilbúinn og maður getur verið á þessu tímabili og verður hrikalega gaman að sjá hvað gerist,“ sagði Guðni Valur sem keppir í seinni undanriðlinum í kringlukasti en hann á að byrja klukkan 02.20 í nótt. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Íslendingar erlendis Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sjá meira
Guðni Valur ræddi aðeins undirbúninginn og stöðuna á sér í viðtali á síðu Frjálsíþróttasamband Íslands en hann er eini keppandi Íslands í frjálsum íþróttum á þessum leikum. Guðni var ekki viðstaddur setningarhátíðina því hann var við æfingar í Tama og kom ekki í Ólympíuþorpið fyrr en á sunnudaginn var. „Æfingar hafa gengið mjög vel og var frábært að æfa í Tama. Gestrisnin svakaleg og teymið í kringum okkur rosalegt líka. Margir að vinna við einföldustu hluti og vilji gera allt fyrir mann svo manni líði sem best,“ sagði Guðni Valur. Það var engin loftkæling í hinum gamaldags lyftingaklefa sem var boðið upp á en Japanarnir reyndu allt til að aðstoða okkar mann og mættu með viftur til að gera hitann þolanlegri. „Við mættum í þorpið á sunnudaginn og var þetta um einn og hálfur klukkutími í rútu frá Tama í Ólympíuþorpið sem er einnig í Tókýó. Þorpið er flott og rúmin fín þótt þau séu búin til úr pappakössum, þau eru mjög stíf sem sleppur alveg,“ sagði Guðni Valur sem kvartar ekki yfir rúmunum eins og sumir íþróttamenn. „Matartjaldið eða húsið eins og það er núna er mjög flott og er það á tveimur hæðum með glás af úrvali af hinum og þessum mat sem er í boði allan sólarhringinn,“ sagði Guðni Valur sem þekkir til frá því að hann keppti á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fimm árum síðan. Hann er sáttur með undirbúning sinn og er nú kominn í hvíld til að safna kröftum fyrir keppnina. „Æfingar í þorpinu hafa gengið gífurlega vel og tók ég seinustu kastæfinguna mína í dag og bíður mín nú bara hvíld fram að keppnisdegi og er maður bara eins tilbúinn og maður getur verið á þessu tímabili og verður hrikalega gaman að sjá hvað gerist,“ sagði Guðni Valur sem keppir í seinni undanriðlinum í kringlukasti en hann á að byrja klukkan 02.20 í nótt.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Íslendingar erlendis Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sjá meira