Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Þetta á bæði við um Íslendinga og útlendinga sem eru á leið hingað til lands og þurfa þeir að skila inn neikvæðu Covid-prófi bæði áður en lagt er af stað og við komu til landsins.
Geri fólk þetta ekki getur það átt von á sektinni sem greiðist í ríkissjóð við komuna til landsins.
Á upplýsingafundi Almannavarna í dag kom fram að þeir sem ekki framvísuðu prófunum þyrftu aðeins að fara í sýnatöku við komuna til landsins.