Aflétta einangrunarskyldu fyrir Covid-smitaða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2021 22:31 Íbúar í Alberta í Kanada munu ekki þurfa að fara í einangrun, frá og með 16. ágúst, greinist þeir með Covid-19. EPA-EFE/Raul Martinez Íbúar Alberta fylkis í Kanada sem greinast smitaðir af Covid-19 munu ekki þurfa að fara í einangrun eftir að þeir greinast. Þetta tilkynnti yfirmaður heilbrigðismála í fylkinu í gær en breytingarnar taka gildi eftir tæpar þrjár vikur. Deena Hinshaw, yfirmaður heilbrigðismála í Alberta, sagði á upplýsingafundi í gær að þrátt fyrir fjölgun smita hafi fjölgun bólusettra komið í veg fyrir alvarleg veikindi og ólíklegt sé að heilbrigðiskerfið muni finna fyrir þessari fjölgun smitaðra. Kanadíska ríkisútvarpið greinir frá. Heilbrigðisyfirvöld í fylkinu hafi því ákveðið að fara að koma fram við kórónuveiruna líkt og inflúensu og aðra slíka sjúkdóma. „Þegar við heyrðum fyrst um Covid-19 vissum við lítið um veiruna og höfðum enga lækningu og engin bóluefni… í dag erum við á allt öðrum stað,“ sagði Hinshaw á fundinum. Á fundinum tilkynnti hún nokkrar breytingar á sóttvarnaaðgerðum og verða breytingarnar teknar í gildi á tveimur stigum. Fyrstu breytingarnar taka gildi í dag og munu þeir sem greinast með Covid þurfa að fara í einangrun en þeir sem hafa verið útsettir fyrir smiti munu ekki þurfa að fara í sóttkví, þó til þess sé mælst. Mæla enn með sóttkví Hinshaw sagði þó í gær að vel gæti til þess komið að einhverjir útsettir fyrir smiti verði skikkaðir í sóttkví ef umhverfi þeirra er talið hááhættuumhverfi eða til að koma í veg fyrir hópsmit. Þá munu þeir sem greinast smitaðir verða látnir vita en þeir sem komist hafi í návígi við smitaða verða ekki látnir vita. Það verði á ábyrgð hinna smituðu að láta sína nánustu vita. Þó verði áfram fylgst með, til dæmis ef smitaðir hafi farið inn á heilbrigðisstofnanir. Þá munu þeir sem komist hafa í návígi við smitaða ekki verða skikkaðir í sýnatöku en einkennasýnataka verður enn í boði. Grímuskylda verður áfram í gildi inni á heilbrigðisstofnunum, í almenningssamgöngum og leigubílum. Sýnataka ekki lengur í boði fyrir einkennalausa Breytingarnar sem taka gildi um miðjan ágúst, þann 16. nánar tiltekið, verða mun drastískari. Smitaðir munu ekki þurfa að fara í einangrun, þó að þeir verði hvattir til þess. Grímuskyldu verður aflétt þó hún kunni vera áfram í gildi á heilbrigðisstofnunum. Sóttvarnahótel munu loka og sóttvarnaaðstoð verður felld niður. Þeim sem eru með einkenni verður enn boðið að fara í sýnatöku ef einkennin eru mikil. Aðeins verður hægt að fara í sýnatöku á heilsugæslum og spítölum eftir mánaðamót ágúst og september. Heilbrigðisstarfsmenn muni þá einblína á þá sem sýna alvarleg einkenni Covid-19 og þurfi á sjúkrahússinnlögn að halda. 194 greindust smitaðir af veirunni í Alberta í gær, lang flestir þeirra eru fullbólusettir. 84 eru inniliggjandi á sjúkrahúsi, þar af 18 á gjörgæslu. Um 7.100 sýni voru tekin í fylkinu á þriðjudag og greindust um 2,9 prósent þeirra sem höfðu farið í sýnatöku. 75,6 prósent Albertabúa yfir tólf ára aldri hafa fengið minnst einn skammt af bóluefni gegn Covid-19, þar af 64,3 prósent sem eru fullbólusett. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kanada Bólusetningar Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Deena Hinshaw, yfirmaður heilbrigðismála í Alberta, sagði á upplýsingafundi í gær að þrátt fyrir fjölgun smita hafi fjölgun bólusettra komið í veg fyrir alvarleg veikindi og ólíklegt sé að heilbrigðiskerfið muni finna fyrir þessari fjölgun smitaðra. Kanadíska ríkisútvarpið greinir frá. Heilbrigðisyfirvöld í fylkinu hafi því ákveðið að fara að koma fram við kórónuveiruna líkt og inflúensu og aðra slíka sjúkdóma. „Þegar við heyrðum fyrst um Covid-19 vissum við lítið um veiruna og höfðum enga lækningu og engin bóluefni… í dag erum við á allt öðrum stað,“ sagði Hinshaw á fundinum. Á fundinum tilkynnti hún nokkrar breytingar á sóttvarnaaðgerðum og verða breytingarnar teknar í gildi á tveimur stigum. Fyrstu breytingarnar taka gildi í dag og munu þeir sem greinast með Covid þurfa að fara í einangrun en þeir sem hafa verið útsettir fyrir smiti munu ekki þurfa að fara í sóttkví, þó til þess sé mælst. Mæla enn með sóttkví Hinshaw sagði þó í gær að vel gæti til þess komið að einhverjir útsettir fyrir smiti verði skikkaðir í sóttkví ef umhverfi þeirra er talið hááhættuumhverfi eða til að koma í veg fyrir hópsmit. Þá munu þeir sem greinast smitaðir verða látnir vita en þeir sem komist hafi í návígi við smitaða verða ekki látnir vita. Það verði á ábyrgð hinna smituðu að láta sína nánustu vita. Þó verði áfram fylgst með, til dæmis ef smitaðir hafi farið inn á heilbrigðisstofnanir. Þá munu þeir sem komist hafa í návígi við smitaða ekki verða skikkaðir í sýnatöku en einkennasýnataka verður enn í boði. Grímuskylda verður áfram í gildi inni á heilbrigðisstofnunum, í almenningssamgöngum og leigubílum. Sýnataka ekki lengur í boði fyrir einkennalausa Breytingarnar sem taka gildi um miðjan ágúst, þann 16. nánar tiltekið, verða mun drastískari. Smitaðir munu ekki þurfa að fara í einangrun, þó að þeir verði hvattir til þess. Grímuskyldu verður aflétt þó hún kunni vera áfram í gildi á heilbrigðisstofnunum. Sóttvarnahótel munu loka og sóttvarnaaðstoð verður felld niður. Þeim sem eru með einkenni verður enn boðið að fara í sýnatöku ef einkennin eru mikil. Aðeins verður hægt að fara í sýnatöku á heilsugæslum og spítölum eftir mánaðamót ágúst og september. Heilbrigðisstarfsmenn muni þá einblína á þá sem sýna alvarleg einkenni Covid-19 og þurfi á sjúkrahússinnlögn að halda. 194 greindust smitaðir af veirunni í Alberta í gær, lang flestir þeirra eru fullbólusettir. 84 eru inniliggjandi á sjúkrahúsi, þar af 18 á gjörgæslu. Um 7.100 sýni voru tekin í fylkinu á þriðjudag og greindust um 2,9 prósent þeirra sem höfðu farið í sýnatöku. 75,6 prósent Albertabúa yfir tólf ára aldri hafa fengið minnst einn skammt af bóluefni gegn Covid-19, þar af 64,3 prósent sem eru fullbólusett.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kanada Bólusetningar Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira