„Vinsælasti útvarpsþáttur landsins byrjar með Blökastið, nýtt brakandi ferskt og skemmtilegt hlaðvarp með Audda, Steinda og Agli en Blökastið verður eingöngu fáanlegt í áskrift á fm95blo.is - nýr geggjaður þáttur alla þriðjudaga og strákarnir lofa því að þetta verði skemmtilegasta hlaðvarp landsins, jafnvel Evrópu!“ segir í fréttatilkynningu.
Föstudagsþátturinn verður áfram á sínum stað á FM957 alla föstudaga milli klukkan 16 og 18 en með áskrift að hlaðvarpinu fá aðdáendur útvarpsþáttarins fjóra auka þætti í mánuði í formi hlaðvarps, ásamt aukaefni. Fyrsti þátturinn er kominn inn og er von á þeim næsta eftir helgi.
„Strákarnir verða einnig af og til í mynd og stundum í beinni útsendingu frá hinum og þessum stöðum. Hver veit nema þeir geti loksins upplifað draum sinn og verið í beinni útsendingu frá Harrah´s hótelinu í Atlantic City. Maður má nú láta sig dreyma.“
Áskrift kostar 1.390 krónur á mánuði og inniheldur hlaðvarpsþátt á hverjum þriðjudegi auk myndbanda af og til.
FM957 er útvarpsstöð í eigu Sýnar líkt og fréttavefurinn Vísir.