Ofnæmistíminn í hámarki en varanleg lækning möguleg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júlí 2021 19:47 Frjókornin herja á marga landsmenn þessa dagana en ekki er öll von úti. Vísir/Vilhelm Landsmenn hafa kannski margir tekið eftir asparfræjum á sveimi um landið en þau líkjast helst snjókornum, stór og hvít. Fræin eru þó enginn ofnæmisvaldur, eins og margir hafa kannski haldið, heldur eru það frjóin sem ráðast á ónæmiskerfi fólks. Þetta segir Mikael Valur Clausen, ofnæmislæknir barna, en hann ræddi ofnæmi í Reykjavík síðdegis í dag. „Asparfrjóin geta valdið ofnæmiseinkennum. Þau eru minni og léttari og svífa um. Það er svoleiðis snemma á vorin að þá er öspin með frjó og það eru alltaf einhverjir sem hafa ofnæmi fyrir öspinni,“ segir Mikael. En hvers vegna finna margir landsmenn fyrir frjókornaofnæmi þessa dagana? „Núna er grasið, sem er algengasti ofnæmisvaldurinn, í hámarki. Þannig að þeir sem eru með mikið ofnæmi þeim líður ekki vel núna,“ segir Mikael. „Þetta er sá tími þar sem grasið springur mest út og dreifir frjóum mest, það er í kring um Verslunarmannahelgina, síðla júlí. Grasið er algengasti ofnæmisvaldurinn en það er hægt að vera með ofnæmi fyrir margskonar frjóum, eins og asparfrjóum og birki. Birkið er í maí og fram í miðjan júní en þetta kom heldur seinna í vor því það var heldur svalt,“ segir Mikael. Um tuttugu prósent fullorðinna eru með ofnæmi fyrir frjókornum en það er talsvert minna hjá börnum, ellefu til tólf prósent barna eru með slíkt ofnæmi. Mikael segir að lyfjaframboð við frjókornaofnæmi hafi lítið breyst á síðustu tveimur áratugum en nú sé hægt að afnæma fyrir grasi með mun einfaldari hætti en áður. „Áður voru það sprautur, þá fékk maður eina sprautu á viku í kannski þrjá til fjóra mánuði og svo eina sprautu á mánaðarfresti í þrjú til fimm ár. En núna er þetta tafla, þú tekur eina töflu daglega í þrjú ár en þú þarft ekki að fara upp á spítala til að fá sprauturnar þínar,“ segir Mikael svo að ekki er öll von úti. Langflestir þeirra sem fara í slíka meðferð fá verulegan bata og þurfa jafnvel ekki að taka ofnæmislyf þegar frjóin svífa um landið. Margir kannast kannski við að vera svo slæmir að þeir hætti sér ekki úr húsi á góðviðrisdögum en Mikael segir að von sé enn fyrir þá allra verstu. „Það er til fólk sem er það slæmt að það heldur sig inni og fer alls ekki í ferðalög í tjald og annað. En þetta er fólk sem getur fengið mikinn bata af afnæmingu.“ Heilbrigðismál Ferðalög Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Sjá meira
Þetta segir Mikael Valur Clausen, ofnæmislæknir barna, en hann ræddi ofnæmi í Reykjavík síðdegis í dag. „Asparfrjóin geta valdið ofnæmiseinkennum. Þau eru minni og léttari og svífa um. Það er svoleiðis snemma á vorin að þá er öspin með frjó og það eru alltaf einhverjir sem hafa ofnæmi fyrir öspinni,“ segir Mikael. En hvers vegna finna margir landsmenn fyrir frjókornaofnæmi þessa dagana? „Núna er grasið, sem er algengasti ofnæmisvaldurinn, í hámarki. Þannig að þeir sem eru með mikið ofnæmi þeim líður ekki vel núna,“ segir Mikael. „Þetta er sá tími þar sem grasið springur mest út og dreifir frjóum mest, það er í kring um Verslunarmannahelgina, síðla júlí. Grasið er algengasti ofnæmisvaldurinn en það er hægt að vera með ofnæmi fyrir margskonar frjóum, eins og asparfrjóum og birki. Birkið er í maí og fram í miðjan júní en þetta kom heldur seinna í vor því það var heldur svalt,“ segir Mikael. Um tuttugu prósent fullorðinna eru með ofnæmi fyrir frjókornum en það er talsvert minna hjá börnum, ellefu til tólf prósent barna eru með slíkt ofnæmi. Mikael segir að lyfjaframboð við frjókornaofnæmi hafi lítið breyst á síðustu tveimur áratugum en nú sé hægt að afnæma fyrir grasi með mun einfaldari hætti en áður. „Áður voru það sprautur, þá fékk maður eina sprautu á viku í kannski þrjá til fjóra mánuði og svo eina sprautu á mánaðarfresti í þrjú til fimm ár. En núna er þetta tafla, þú tekur eina töflu daglega í þrjú ár en þú þarft ekki að fara upp á spítala til að fá sprauturnar þínar,“ segir Mikael svo að ekki er öll von úti. Langflestir þeirra sem fara í slíka meðferð fá verulegan bata og þurfa jafnvel ekki að taka ofnæmislyf þegar frjóin svífa um landið. Margir kannast kannski við að vera svo slæmir að þeir hætti sér ekki úr húsi á góðviðrisdögum en Mikael segir að von sé enn fyrir þá allra verstu. „Það er til fólk sem er það slæmt að það heldur sig inni og fer alls ekki í ferðalög í tjald og annað. En þetta er fólk sem getur fengið mikinn bata af afnæmingu.“
Heilbrigðismál Ferðalög Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Sjá meira