Ísland á fjóra keppendur á fullorðinsflokki á heimsleikunum í ár. Björgvin Karl Guðmundsson keppir í karlaflokki og í kvennaflokki keppa þær Katrín Tanja Davíðsdóttir, Anníe Mist Þórisdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir.
Áttunda greinin kláraðist nú rétt í þessu en þar var keppt í handstöðugöngu.
Þuríður Erla hafnaði í 9.sæti og er nú komin upp í 14.sæti í heildarkeppninni. Anníe Mist varð tíunda og er hún einnig í tíunda sæti í heildarkeppninni en Katrín Tanja varð fjórtánda og situr í 12.sæti heildarkeppninnar.
Björgvin Karl stóð sig vel og var á sjötta besta tímanum karlamegin og lyfti sér þar með upp í sjöunda sætið í heildarkeppninni þar sem hann er nú 134 stigum á eftir efsta manni.
Fimmta og síðasta grein dagsins er enn eftir og ætla má að hún hefjist skömmu fyrir miðnætti.
Hér fyrir neðan má síðan sjá beinar útsendingar frá keppninni.