Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grundarheimilunum sem reka Ás. Alls voru 33 heimilismenn skimaðir fyrir veirunni í gær auk tveggja starfsmanna. Allir reyndust neikvæðir.
Áfram verður þó lokað fyrir heimsóknir á hjúkrunarheimilið.
Líðan heimilismanna Grundar er góð
Heimilismennirnir tveir á Grund við Hringbraut sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í síðustu viku eru nú einkennalausir og líður vel.
Þeir eru enn í einangrun en líðan þeirra góð miðað við aðstæður að sögn Gísla Páls Pálssonar, forstjóra Grundarheimilanna.