Einn lagður inn á spítala með Covid-19 Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 31. júlí 2021 14:49 Tíu liggja nú inni á spítalanum með Covid og eru tveir þeirra á gjörgæslu. vísir/vilhelm Einn var lagður inn á Landspítalann með Covid-19 í gær og eru nú samtals tíu Covid-sjúklingar inniliggjandi á spítalanum, þar af tveir á gjörgæslu. Þetta kemur fram í daglegri tilkynningu frá farsóttanefnd spítalans. Spítalinn er hættur að gefa upp hvort þeir sem leggjast inn á spítalann séu bólusettir eða ekki en vitað er að þeir sem liggja á gjörgæslu eru báðir óbólusettir. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttanefndar, sagði í samtali við Vísi í gær að fólk sem legðist inn á spítala með Covid væri yfirleitt með frávik í heilsufari vegna Covid og samverkandi sjúkdóma. „Þetta eru oftast til dæmis nýrnabilun eða óráð eða eitthvað þess háttar,“ sagði hann. Már Kristjánsson segir alvarleg veikindi mun fátíðari meðal bólusettra.Stöð 2/Sigurjón Hann sagði að um tveir af hverjum þremur sem smitast í þessari bylgju séu 40 ára og yngri. Flestir þeirra hafi aðeins fengið eina sprautu af bóluefni Jansen, sem virðist veita minni vörn en tveir skammtar af öðrum efnum. Því ríður á að bólusetja þann hóp með skammti tvö eins og er fyrirhugað að gera strax í ágúst. Meira um vökvatengd vandamál með delta Már segir greinilegan mun á veikindum þeirra sem eru bólusettir og hinna sem eru það ekki: „Þeir sem eru fullbólusettir hafa mildari einkenni og alvarleg veikindi eru fátíðari. Hins vegar er það þannig að það sem hefur lagt fólk inn á spítalann eru yfirleitt frávik í heilsufari vegna Covid og samverkandi sjúkdóma. Þá eru þetta eins og ég segi einhver einkenni, nýrnabilun kannski eða óráð.“ Hann segir að með delta-afbrigðinu hafi komið fram mun fleiri tilvik þar sem fólk glímir við vökvatengd vandamál í veikindunum: „ Fólk hefur verið með ógleði og niðurgang og svo eru það þeir sem eru með hita að þá verður talsvert vökvatap í líkamanum,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira
Þetta kemur fram í daglegri tilkynningu frá farsóttanefnd spítalans. Spítalinn er hættur að gefa upp hvort þeir sem leggjast inn á spítalann séu bólusettir eða ekki en vitað er að þeir sem liggja á gjörgæslu eru báðir óbólusettir. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttanefndar, sagði í samtali við Vísi í gær að fólk sem legðist inn á spítala með Covid væri yfirleitt með frávik í heilsufari vegna Covid og samverkandi sjúkdóma. „Þetta eru oftast til dæmis nýrnabilun eða óráð eða eitthvað þess háttar,“ sagði hann. Már Kristjánsson segir alvarleg veikindi mun fátíðari meðal bólusettra.Stöð 2/Sigurjón Hann sagði að um tveir af hverjum þremur sem smitast í þessari bylgju séu 40 ára og yngri. Flestir þeirra hafi aðeins fengið eina sprautu af bóluefni Jansen, sem virðist veita minni vörn en tveir skammtar af öðrum efnum. Því ríður á að bólusetja þann hóp með skammti tvö eins og er fyrirhugað að gera strax í ágúst. Meira um vökvatengd vandamál með delta Már segir greinilegan mun á veikindum þeirra sem eru bólusettir og hinna sem eru það ekki: „Þeir sem eru fullbólusettir hafa mildari einkenni og alvarleg veikindi eru fátíðari. Hins vegar er það þannig að það sem hefur lagt fólk inn á spítalann eru yfirleitt frávik í heilsufari vegna Covid og samverkandi sjúkdóma. Þá eru þetta eins og ég segi einhver einkenni, nýrnabilun kannski eða óráð.“ Hann segir að með delta-afbrigðinu hafi komið fram mun fleiri tilvik þar sem fólk glímir við vökvatengd vandamál í veikindunum: „ Fólk hefur verið með ógleði og niðurgang og svo eru það þeir sem eru með hita að þá verður talsvert vökvatap í líkamanum,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira