Síðasta myndin úr vél Johns Snorra Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. ágúst 2021 10:20 Þetta er ramminn úr myndbandinu sem GoPro myndavélin vill ekki spila. Þetta er eina myndefnið sem hefur tekist að ná úr vélinni eins og er. Instagram/Elia Saikaly Síðasta myndin úr GoPro-myndavél Johns Snorra Sigurjónssonar, sem hann var með á sér á K2 þegar hann fórst þar í byrjun febrúar, hefur verið birt á netinu. Sajid Sadpara, sonur Ali Sadpara, sem fórst með John í leiðangrinum, náði GoPro-myndavélinni úr jakka Johns þegar hann fann lík göngumannanna á mánudaginn var. Kvikmyndatökumaðurinn Elia Saikaly, sem vann að gerð heimildarmyndar um leiðangur Johns Snorra og samferðamanna hans, var með í för Sajids, þegar þeir fundu lík ferðalanganna á mánudaginn. Hann segir enn ekki sannað að þeir hafi náð toppi K2. Í nýrri færslu sem hann birti á Instagram deilir hann myndinni sem náðist úr vél John Snorra og lýsir leitaraðgerðum á fjallinu. Myndin er rammi úr myndbandi sem vélin tók en því miður virðist allt annað myndefni vélarinnar ónýtt. „Þetta er eina myndefnið sem við höfum einmitt núna. Einn stakur rammi úr myndbandi sem virðist skemmt en þarf frekari greiningu,“ skrifar Elia í færslunni. Hann segir litinn á reipinu sem sést á myndinni vera mikilvægt smáatriði sem geti sagt mikið um ferð þeirra. Því var nefnilega komið fyrir af nepölsku göngumönnunum sem náðu toppi K2 að vetrarlagi fyrstir manna, nokkru áður en John Snorri og samferðamenn hans komust langt upp í fjallið. „En hvar er þetta? Hversu nálægt toppinum? Getur GoPro 360 vélin gefið okkur upplýsingar um staðsetningarhnit göngumannanna? Hvað fleira getur myndin sagt okkur?“ spyr Elia sig. Ekki sannað að þeir hafi náð toppinum Hann segir það skrýtið að ekki sé hægt að spila myndband vélarinnar. Enn sé ekki sannað að þeir hafi náð toppi K2 áður en þeir létust: „Okkar vinna hér heldur áfram. Við drögum ekki neinar ályktanir strax á meðan við reynum að púsla myndinni af ferð þeirra saman og leita vísbendinga um að þeir hafi komist á topp K2 að vetrarlagi.“ View this post on Instagram A post shared by Elia Saikaly (@eliasaikaly) John Snorri í mestri hæð Þremenningarnir fundust á fjallinu á mánudag, sem fyrr segir. Elia lýsir því hvernig einstakur viljastyrkur Sajids sem var staðráðinn í að finna lík föður síns, hafi keyrt leitarferð þeirra áfram við virkilega hættulegar aðstæður. „Brekkan sem þeir fundust í var í um 75 til 80 gráðu halla. Eitt rangt skref og við hefðum dáið. Sajid eyddi meira en fimmtán mínútum í að leita á klæðnaði Johns eftir mikilvægum búnaði þeirra. Á einum tímapunkti tók hann hníf sinn út og byrjaði að skera á klæðnað hans,“ skrifa Elia. „Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu erfitt það er að leita á og færa lík manneskju sem hefur látist í meira en 8000 metra hæð. Ég tók það upp þegar fjaðrir flugu niður af fjallshlíðinni þegar hann náði GoPro vélinni loks úr klæðnaði hans.“ Elia segir að mennirnir hafi greinilega verið á niðurleið þegar þeir fundust. John Snorri var þá aftastur, í mestri hæð, en hann fannst festur í öryggislínur sem Sjerpar hafa komið fyrir á leiðinni á toppinn. Nokkuð skammt frá honum var Ali Sadpara og Juan Pablo fannst síðar mun neðar en þeir, nær búðum fjögur. Talið er að þeir hafi króknað úr kulda eftir að stormur skall á í fjallinu. John Snorri á K2 Pakistan Tengdar fréttir Tíminn með John Snorra stuttur en risti djúpt Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að gerð heimildarmyndar um leiðangur Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, fjallar um kynni sín af John Snorra í ítarlegri færslu á Instagram í dag. Hann segir John Snorra hugrakkan og góðhjartaðan mann, sem framar öllu öðru elski fjölskyldu sína. 11. febrúar 2021 16:01 Telja John Snorra hafa náð toppi K2 Leitarmenn sem fundu lík John Snorra Sigurjónssonar og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánudag telja að þeir félagar hafi náð toppi fjallsins áður en þeir létust. Frá þessu er greint á minningarreikningi Sadpara á Twitter. 28. júlí 2021 09:50 Fjölskylda Johns Snorra þakkar hlýhug Fjölskylda Johns Snorra segir að ákveðinni óvissu hafi nú verið eytt um afdrif þeirra Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á fjallinu K2 þann fimmta febrúar síðastliðinn. Leitin að þeim hefur nú borið árangur þar sem líkamsleifar þeirra fundust í gær. 27. júlí 2021 08:40 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Kvikmyndatökumaðurinn Elia Saikaly, sem vann að gerð heimildarmyndar um leiðangur Johns Snorra og samferðamanna hans, var með í för Sajids, þegar þeir fundu lík ferðalanganna á mánudaginn. Hann segir enn ekki sannað að þeir hafi náð toppi K2. Í nýrri færslu sem hann birti á Instagram deilir hann myndinni sem náðist úr vél John Snorra og lýsir leitaraðgerðum á fjallinu. Myndin er rammi úr myndbandi sem vélin tók en því miður virðist allt annað myndefni vélarinnar ónýtt. „Þetta er eina myndefnið sem við höfum einmitt núna. Einn stakur rammi úr myndbandi sem virðist skemmt en þarf frekari greiningu,“ skrifar Elia í færslunni. Hann segir litinn á reipinu sem sést á myndinni vera mikilvægt smáatriði sem geti sagt mikið um ferð þeirra. Því var nefnilega komið fyrir af nepölsku göngumönnunum sem náðu toppi K2 að vetrarlagi fyrstir manna, nokkru áður en John Snorri og samferðamenn hans komust langt upp í fjallið. „En hvar er þetta? Hversu nálægt toppinum? Getur GoPro 360 vélin gefið okkur upplýsingar um staðsetningarhnit göngumannanna? Hvað fleira getur myndin sagt okkur?“ spyr Elia sig. Ekki sannað að þeir hafi náð toppinum Hann segir það skrýtið að ekki sé hægt að spila myndband vélarinnar. Enn sé ekki sannað að þeir hafi náð toppi K2 áður en þeir létust: „Okkar vinna hér heldur áfram. Við drögum ekki neinar ályktanir strax á meðan við reynum að púsla myndinni af ferð þeirra saman og leita vísbendinga um að þeir hafi komist á topp K2 að vetrarlagi.“ View this post on Instagram A post shared by Elia Saikaly (@eliasaikaly) John Snorri í mestri hæð Þremenningarnir fundust á fjallinu á mánudag, sem fyrr segir. Elia lýsir því hvernig einstakur viljastyrkur Sajids sem var staðráðinn í að finna lík föður síns, hafi keyrt leitarferð þeirra áfram við virkilega hættulegar aðstæður. „Brekkan sem þeir fundust í var í um 75 til 80 gráðu halla. Eitt rangt skref og við hefðum dáið. Sajid eyddi meira en fimmtán mínútum í að leita á klæðnaði Johns eftir mikilvægum búnaði þeirra. Á einum tímapunkti tók hann hníf sinn út og byrjaði að skera á klæðnað hans,“ skrifa Elia. „Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu erfitt það er að leita á og færa lík manneskju sem hefur látist í meira en 8000 metra hæð. Ég tók það upp þegar fjaðrir flugu niður af fjallshlíðinni þegar hann náði GoPro vélinni loks úr klæðnaði hans.“ Elia segir að mennirnir hafi greinilega verið á niðurleið þegar þeir fundust. John Snorri var þá aftastur, í mestri hæð, en hann fannst festur í öryggislínur sem Sjerpar hafa komið fyrir á leiðinni á toppinn. Nokkuð skammt frá honum var Ali Sadpara og Juan Pablo fannst síðar mun neðar en þeir, nær búðum fjögur. Talið er að þeir hafi króknað úr kulda eftir að stormur skall á í fjallinu.
John Snorri á K2 Pakistan Tengdar fréttir Tíminn með John Snorra stuttur en risti djúpt Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að gerð heimildarmyndar um leiðangur Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, fjallar um kynni sín af John Snorra í ítarlegri færslu á Instagram í dag. Hann segir John Snorra hugrakkan og góðhjartaðan mann, sem framar öllu öðru elski fjölskyldu sína. 11. febrúar 2021 16:01 Telja John Snorra hafa náð toppi K2 Leitarmenn sem fundu lík John Snorra Sigurjónssonar og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánudag telja að þeir félagar hafi náð toppi fjallsins áður en þeir létust. Frá þessu er greint á minningarreikningi Sadpara á Twitter. 28. júlí 2021 09:50 Fjölskylda Johns Snorra þakkar hlýhug Fjölskylda Johns Snorra segir að ákveðinni óvissu hafi nú verið eytt um afdrif þeirra Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á fjallinu K2 þann fimmta febrúar síðastliðinn. Leitin að þeim hefur nú borið árangur þar sem líkamsleifar þeirra fundust í gær. 27. júlí 2021 08:40 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Tíminn með John Snorra stuttur en risti djúpt Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að gerð heimildarmyndar um leiðangur Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, fjallar um kynni sín af John Snorra í ítarlegri færslu á Instagram í dag. Hann segir John Snorra hugrakkan og góðhjartaðan mann, sem framar öllu öðru elski fjölskyldu sína. 11. febrúar 2021 16:01
Telja John Snorra hafa náð toppi K2 Leitarmenn sem fundu lík John Snorra Sigurjónssonar og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánudag telja að þeir félagar hafi náð toppi fjallsins áður en þeir létust. Frá þessu er greint á minningarreikningi Sadpara á Twitter. 28. júlí 2021 09:50
Fjölskylda Johns Snorra þakkar hlýhug Fjölskylda Johns Snorra segir að ákveðinni óvissu hafi nú verið eytt um afdrif þeirra Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á fjallinu K2 þann fimmta febrúar síðastliðinn. Leitin að þeim hefur nú borið árangur þar sem líkamsleifar þeirra fundust í gær. 27. júlí 2021 08:40