Spilar golf með vinstri en er rétthent Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. ágúst 2021 21:11 Alexandra Eir vekur alls staðar athygli þar sem hún spilar golf enda mjög sjaldgæft að kylfingar spili með vinstri þegar þeir eru rétthentir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kylfingar standa orðlausir þegar þeir sjá Alexöndru Eir Grétarsdóttur frá Stokkseyri spila á völlum landsins því hún slær höggin sín með vinstri hendi þrátt fyrir að vera rétthent. Alexandra Eir er 23 ára Stokkseyringur en býr á Selfossi. Hún hefur náð ótrúlega góðum árangri í golfi enda var hún nýlega valin klúbbmeistari kvenna hjá Golfklúbbi Selfoss. Það þykir mjög merkilegt í golfheiminum að Alexandra spilar allt sitt golf með vinstri hendi, ekki hægri þó hún sé rétthent. „Já, ég slæ bara með einni hendi af því að ég lenti í álagsmeiðslum fyrir nokkrum árum og þurfti eiginlega að hætta að spila golf en ákvað að prufa að slá með vinstri, það hefur bara gengið mjög vel,“ segir Alexandra. Alexandra Eir með verðlaunin sín þegar hún var verðlaunuð fyrir að vera klúbbmeistari kvenna hjá Golfklúbbi Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árangur og elja Alexöndru vekur alls staðar mikla athygli á golfvöllum þar sem hún spilar enda mjög sjaldgæft að sjá rétthenda kylfinga spila með vinstri. En hverju þakkar hún að hún sé svona góð með vinstri? „Heyrðu, það er Hlynur Geir Hjartarson, þjálfari hjá Golfklúbbi Selfoss og svo hinir og þessir, sem hafa hjálpað mér og svo allt góða fólkið hér í kringum mig í klúbbnum, sem styður mig alltaf saman hvað ég geri.“ Golfkúlan á leiðinni niður.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hlynur Geir er að rifna úr stolti af Alexöndru. „Já, þetta er bara risa stórt afrek. Það er afrek að vera klúbbmeistari í öllum golfklúbbum landsins en að gera þetta með annari hendi gerir þetta enn þá stærra, miklu stærra. Alexandra er nokkuð skapgóð en skapstór en keppnismaður, sem er kostur. Og hún hlustar alltaf á þjálfarann og ég held að margir íþróttamenn mættu taka hana til fyrirmyndar,“ segir Hlynur Geir. Hlynur Geir Hjartarson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Selfoss, sem hefur m.a. séð um að þjálfa Alexöndru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Golf Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Alexandra Eir er 23 ára Stokkseyringur en býr á Selfossi. Hún hefur náð ótrúlega góðum árangri í golfi enda var hún nýlega valin klúbbmeistari kvenna hjá Golfklúbbi Selfoss. Það þykir mjög merkilegt í golfheiminum að Alexandra spilar allt sitt golf með vinstri hendi, ekki hægri þó hún sé rétthent. „Já, ég slæ bara með einni hendi af því að ég lenti í álagsmeiðslum fyrir nokkrum árum og þurfti eiginlega að hætta að spila golf en ákvað að prufa að slá með vinstri, það hefur bara gengið mjög vel,“ segir Alexandra. Alexandra Eir með verðlaunin sín þegar hún var verðlaunuð fyrir að vera klúbbmeistari kvenna hjá Golfklúbbi Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árangur og elja Alexöndru vekur alls staðar mikla athygli á golfvöllum þar sem hún spilar enda mjög sjaldgæft að sjá rétthenda kylfinga spila með vinstri. En hverju þakkar hún að hún sé svona góð með vinstri? „Heyrðu, það er Hlynur Geir Hjartarson, þjálfari hjá Golfklúbbi Selfoss og svo hinir og þessir, sem hafa hjálpað mér og svo allt góða fólkið hér í kringum mig í klúbbnum, sem styður mig alltaf saman hvað ég geri.“ Golfkúlan á leiðinni niður.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hlynur Geir er að rifna úr stolti af Alexöndru. „Já, þetta er bara risa stórt afrek. Það er afrek að vera klúbbmeistari í öllum golfklúbbum landsins en að gera þetta með annari hendi gerir þetta enn þá stærra, miklu stærra. Alexandra er nokkuð skapgóð en skapstór en keppnismaður, sem er kostur. Og hún hlustar alltaf á þjálfarann og ég held að margir íþróttamenn mættu taka hana til fyrirmyndar,“ segir Hlynur Geir. Hlynur Geir Hjartarson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Selfoss, sem hefur m.a. séð um að þjálfa Alexöndru.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Golf Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira