Óskar Hrafn: Jason hefur eiginleika sem fáir íslenskir fótboltamenn hafa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2021 22:01 Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í stórsigri Breiðabliks á Víkingi. vísir/hafliði breiðfjörð Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var virkilega sáttur eftir 4-0 sigurinn á Víkingi, bæði með úrslitin og spilamennskuna. Blikar byrjuðu leikinn þó ekkert sérstaklega vel en unnu sig síðan inn í hann og tóku öll völd á vellinum. „Mér fannst við vera frekar þungir í byrjun og taktlausir af einhverjum ástæðum. En svo náðum við takti og eftir það fannst mér bara eitt lið vera á vellinum. Ég er bara mjög ánægður með mína menn,“ sagði Óskar. Fyrir utan fyrstu mínútur leiksins fannst honum Blikar spila vel og var ekki sammála því að þeir hefðu sett í fyrsta gír eftir að hafa komist í 4-0. „Ég er bara mjög ánægður með þessa frammistöðu. Mér fannst við ekki lulla. Ég veit ekki hvað mælarnir segja en mér fannst við ná að halda býsna fínni orku í gegnum leikinn enda engin ástæða til að slaka á. Það má ekki gegn liði eins og Víkingi. Við reyndum að halda frumkvæðinu allan leikinn,“ sagði Óskar. „Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna og alla þá sem komu að þessum leik. Varamennirnir komu gríðarlega öflugir inn og þetta er frábært veganesti fyrir framhaldið.“ Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt og var besti leikmaður vallarins. Þessi 22 ára Mosfellingur er nú orðinn markahæstur Blika í Pepsi Max-deildinni í sumar með sex mörk. „Ég sá hann fyrst þegar við spiluðum á móti Aftureldingu þegar ég var með Gróttu í 2. deildinni 2018. Þá var hann mjög erfiður viðureignar og hann hefur eiginleika sem fáir íslenskir fótboltamenn hafa. Svo er hann líka eðaldrengur. Ég hafði trú á að hann gæti tekið þetta skref og hann hefur svo sannarlega sýnt að hann er klár,“ sagði Óskar. Breiðablik hefur verið á góðri siglingu að undanförnu og Óskar er ánægður með sína menn. „Segir að það er góður taktur í liðinu. Við höfum reynt að einblína á það jákvæða og frammistöðuna og í undanförnum leikjum hefur hún verið góð. Og þegar frammistaðan er góð koma úrslitin yfirleitt. Mér fannst þessi leikur bara vera áframhald af þeim takti sem liðið hefur verið í og ég er gríðarlega stoltur af því,“ sagði Óskar að endingu. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:30 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira
„Mér fannst við vera frekar þungir í byrjun og taktlausir af einhverjum ástæðum. En svo náðum við takti og eftir það fannst mér bara eitt lið vera á vellinum. Ég er bara mjög ánægður með mína menn,“ sagði Óskar. Fyrir utan fyrstu mínútur leiksins fannst honum Blikar spila vel og var ekki sammála því að þeir hefðu sett í fyrsta gír eftir að hafa komist í 4-0. „Ég er bara mjög ánægður með þessa frammistöðu. Mér fannst við ekki lulla. Ég veit ekki hvað mælarnir segja en mér fannst við ná að halda býsna fínni orku í gegnum leikinn enda engin ástæða til að slaka á. Það má ekki gegn liði eins og Víkingi. Við reyndum að halda frumkvæðinu allan leikinn,“ sagði Óskar. „Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna og alla þá sem komu að þessum leik. Varamennirnir komu gríðarlega öflugir inn og þetta er frábært veganesti fyrir framhaldið.“ Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt og var besti leikmaður vallarins. Þessi 22 ára Mosfellingur er nú orðinn markahæstur Blika í Pepsi Max-deildinni í sumar með sex mörk. „Ég sá hann fyrst þegar við spiluðum á móti Aftureldingu þegar ég var með Gróttu í 2. deildinni 2018. Þá var hann mjög erfiður viðureignar og hann hefur eiginleika sem fáir íslenskir fótboltamenn hafa. Svo er hann líka eðaldrengur. Ég hafði trú á að hann gæti tekið þetta skref og hann hefur svo sannarlega sýnt að hann er klár,“ sagði Óskar. Breiðablik hefur verið á góðri siglingu að undanförnu og Óskar er ánægður með sína menn. „Segir að það er góður taktur í liðinu. Við höfum reynt að einblína á það jákvæða og frammistöðuna og í undanförnum leikjum hefur hún verið góð. Og þegar frammistaðan er góð koma úrslitin yfirleitt. Mér fannst þessi leikur bara vera áframhald af þeim takti sem liðið hefur verið í og ég er gríðarlega stoltur af því,“ sagði Óskar að endingu. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:30 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:30