Anníe Mist sagði frá símtali við Katrínu Tönju sem breytti svo miklu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2021 11:01 Katrín Tanja Davíðsdóttir faðmar hér Anníe Mist Þórisdóttir eftir að sú síðarnefnda hafði tryggt sér bronsið. Skjámynd/Youtube Anníe Mist Þórisdóttir missti ömmu sína á meðan heimsleikunum í CrossFit stóð og hún naut stuðnings löndu sinnar og vinkonu Katrínu Tönju Davíðsdóttir þá sem og í aðdraganda heimsleikanna Anníe Mist endaði sjö sætum á undan Katrínu Tönju á heimsleikunum í CrossFit í ár en aðeins mánuði fyrir heimsleikana var útlitið ekki svo bjart hjá þriðji hraustu CrossFit konu heims í ár. Katrín Tanja undirbjó sig hinum megin við Atlantshafið og hún og Anníe Mist æfðu ekkert saman. Þær þekkjast gríðarlega vel og Katrín Tanja spilaði á endanum mikilvægt hlutverk í undirbúningi Anníe. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Eftir síðustu greinina mátti sjá innilegt faðmlag hjá Anníe og Katrínu eftir að Anníe hafði tryggt sér bronsið. Anníe var spurð út í það hversu miklu máli það skipti hana að hafa svona góða vinkonu og samlanda á gólfinu með sér. Anníe sagði þá frá mikilvægu símtali við Katrínu Tönju þegar stutt var í heimsleikana og æfingarnar voru ekki að ganga nógu vel heima á Íslandi. „Það er svo mikilvægt að hafa hana hér og ekki síst á þessu ári. Mánuði fyrir leikana þá sendi ég henni skilboð og spurði hvort að það væri einhver möguleiki fyrir okkur að tala saman af því ég ætti erfitt,“ sagði Anníe Mist í viðtalinu út á gólfi eftir lokagreinina. „Eftir símtalið þá sendi hún mér nokkrar æfingar sem hún var að gera sem og tímana þannig að ég gæti séð að ég væri yfir höfuð samkeppnishæf. Þannig gat ég farið að trúa á mig aftur,“ sagði Anníe. „Þetta var sérstaklega erfið helgi af því að amma mín dó á föstudaginn. Katrín hefur gengið í gegnum það sama og keppt. Það skipti öllu máli að hafa hana hér,“ sagði Anníe. „Fyrirgefið mér að ég sé að gráta því ég er rosalega ánægð,“ sagði Anníe síðan í lok viðtalsins í útsendingu CrossFit samtakanna. Hér fyrir neðan má sjá viðtali við Anníe Mist út á gólfi eftir keppnina. CrossFit Íslendingar erlendis Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Auðun tekur við Þrótti Vogum Rufu einokun Inga á Íslandsmeistaratitlinum Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Messi var óánægður hjá PSG Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Bayern kom til baka gegn Stuttgart Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Mondo Duplantis gefur út sitt fyrsta lag Sjá meira
Anníe Mist endaði sjö sætum á undan Katrínu Tönju á heimsleikunum í CrossFit í ár en aðeins mánuði fyrir heimsleikana var útlitið ekki svo bjart hjá þriðji hraustu CrossFit konu heims í ár. Katrín Tanja undirbjó sig hinum megin við Atlantshafið og hún og Anníe Mist æfðu ekkert saman. Þær þekkjast gríðarlega vel og Katrín Tanja spilaði á endanum mikilvægt hlutverk í undirbúningi Anníe. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Eftir síðustu greinina mátti sjá innilegt faðmlag hjá Anníe og Katrínu eftir að Anníe hafði tryggt sér bronsið. Anníe var spurð út í það hversu miklu máli það skipti hana að hafa svona góða vinkonu og samlanda á gólfinu með sér. Anníe sagði þá frá mikilvægu símtali við Katrínu Tönju þegar stutt var í heimsleikana og æfingarnar voru ekki að ganga nógu vel heima á Íslandi. „Það er svo mikilvægt að hafa hana hér og ekki síst á þessu ári. Mánuði fyrir leikana þá sendi ég henni skilboð og spurði hvort að það væri einhver möguleiki fyrir okkur að tala saman af því ég ætti erfitt,“ sagði Anníe Mist í viðtalinu út á gólfi eftir lokagreinina. „Eftir símtalið þá sendi hún mér nokkrar æfingar sem hún var að gera sem og tímana þannig að ég gæti séð að ég væri yfir höfuð samkeppnishæf. Þannig gat ég farið að trúa á mig aftur,“ sagði Anníe. „Þetta var sérstaklega erfið helgi af því að amma mín dó á föstudaginn. Katrín hefur gengið í gegnum það sama og keppt. Það skipti öllu máli að hafa hana hér,“ sagði Anníe. „Fyrirgefið mér að ég sé að gráta því ég er rosalega ánægð,“ sagði Anníe síðan í lok viðtalsins í útsendingu CrossFit samtakanna. Hér fyrir neðan má sjá viðtali við Anníe Mist út á gólfi eftir keppnina.
CrossFit Íslendingar erlendis Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Auðun tekur við Þrótti Vogum Rufu einokun Inga á Íslandsmeistaratitlinum Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Messi var óánægður hjá PSG Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Bayern kom til baka gegn Stuttgart Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Mondo Duplantis gefur út sitt fyrsta lag Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli