Simone Biles kom sterk til baka og komst á verðlaunapall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2021 09:43 Simone Biles var mjög fegin eftir að hún kláraði æfingarnar sínar. AP/Natacha Pisarenko Bandaríska fimleikakonan Simone Biles brosti sínu breiðasta eftir æfingu sína og síðan enn meira eftir að hún hafði tryggt sér bronsverðlaun í úrslitum á jafnvægisslá í fimleikakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó. Kínverjinn Guan Chenchen er Ólympíumeistari á slá eftir frábærar æfingar sína og landa hennar Tang Xijing varð í öðru sæti. Biles náði síðan bronsinu alveg eins og á síðustu Ólympíuleikum. Þetta voru sjöundu verðlaun Biles á Ólympíuleikum. Simone Biles returns to take bronze in the women s beam final as Guan Chenchen and Tang Xijing lead China one-two https://t.co/VkMYSTd95g #Olympics pic.twitter.com/cO3zjLFhpL— Guardian sport (@guardian_sport) August 3, 2021 Simone Biles hafði dregið sig úr keppni í liðakeppninni, í fjölþrautinni sem og í úrslitum í stökki, á tvíslá og í æfingum á gólfi. Hún treysti sér aftur á móti til að keppa í síðustu greininni sem voru þessi úrslit á jafnvægisslánni. Biles hafði verið að glíma við andlega þáttinn hjá sér en hún sagðist vera með svokallaða „twisties“ sem er andlega meinloka þegar kemur að því að gera snúninga og heljarstökk í loftinu. Simone Biles var með sjöunda besta árangurinn á jafnvægisslánni í undankeppninni en hún vann líka bronsverðlaun í þessari grein á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fimm árum. Biles gerði ekki eins erfiðar æfingar og hún er vön en skilaði æfingunum sínum samt mjög vel. Hún brosti líka sínu breiðasta eftir að lendingin tókst og hún hafði náð að klára æfinguna. Það fór ekki á milli mála hversu fegin hún var að hafa komist í gegnum æfinguna og henni var líka vel fagnað af þjálfurum og öðrum keppendum. Þegar Biles lauk keppni þá var hún í öðru sæti á eftir hinni kínversku Tang Xijing sem tók forystuna strax í byrjun. Fjölþrautarmeistarinn Sunisa Lee frá Bandaríkjunum tókst ekki alveg eins vel upp og náði ekki að komast upp fyrir Biles. Fjórar höfðu þar með lokið keppni og Biles var enn önnur. Það var bara ein fimleikakona sem komst upp fyrir Biles og það var hins sextán ára gamla Guan Chenchen. Chenchen var með bestu einkunnina í undankeppninni og gerði frábærar æfingar sem skiluðu henni mjög öruggum sigri. Þetta voru önnur gullverðlaun Kínverja í fimleikakeppninni í dag því Zou Jingyuan hafði áður unnið tvíslá karla þar sem Þjóðverjinn Lukas Dauser fékk silfur og Ferhat Arıcan frá Tyrklandi brons. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira
Kínverjinn Guan Chenchen er Ólympíumeistari á slá eftir frábærar æfingar sína og landa hennar Tang Xijing varð í öðru sæti. Biles náði síðan bronsinu alveg eins og á síðustu Ólympíuleikum. Þetta voru sjöundu verðlaun Biles á Ólympíuleikum. Simone Biles returns to take bronze in the women s beam final as Guan Chenchen and Tang Xijing lead China one-two https://t.co/VkMYSTd95g #Olympics pic.twitter.com/cO3zjLFhpL— Guardian sport (@guardian_sport) August 3, 2021 Simone Biles hafði dregið sig úr keppni í liðakeppninni, í fjölþrautinni sem og í úrslitum í stökki, á tvíslá og í æfingum á gólfi. Hún treysti sér aftur á móti til að keppa í síðustu greininni sem voru þessi úrslit á jafnvægisslánni. Biles hafði verið að glíma við andlega þáttinn hjá sér en hún sagðist vera með svokallaða „twisties“ sem er andlega meinloka þegar kemur að því að gera snúninga og heljarstökk í loftinu. Simone Biles var með sjöunda besta árangurinn á jafnvægisslánni í undankeppninni en hún vann líka bronsverðlaun í þessari grein á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fimm árum. Biles gerði ekki eins erfiðar æfingar og hún er vön en skilaði æfingunum sínum samt mjög vel. Hún brosti líka sínu breiðasta eftir að lendingin tókst og hún hafði náð að klára æfinguna. Það fór ekki á milli mála hversu fegin hún var að hafa komist í gegnum æfinguna og henni var líka vel fagnað af þjálfurum og öðrum keppendum. Þegar Biles lauk keppni þá var hún í öðru sæti á eftir hinni kínversku Tang Xijing sem tók forystuna strax í byrjun. Fjölþrautarmeistarinn Sunisa Lee frá Bandaríkjunum tókst ekki alveg eins vel upp og náði ekki að komast upp fyrir Biles. Fjórar höfðu þar með lokið keppni og Biles var enn önnur. Það var bara ein fimleikakona sem komst upp fyrir Biles og það var hins sextán ára gamla Guan Chenchen. Chenchen var með bestu einkunnina í undankeppninni og gerði frábærar æfingar sem skiluðu henni mjög öruggum sigri. Þetta voru önnur gullverðlaun Kínverja í fimleikakeppninni í dag því Zou Jingyuan hafði áður unnið tvíslá karla þar sem Þjóðverjinn Lukas Dauser fékk silfur og Ferhat Arıcan frá Tyrklandi brons.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira