Fyrsta borgin nærri því fallin í hendur Talibana Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2021 14:23 Hermenn á fferð um götur Lashkar Gah í Helmand-héraði. AP/Abdul Khaliq Talibanar eru nálægt því að ná fullum tökum á Lashkar Gah, héraðshöfuðborg Helmand-héraðs. Þeir hafa einnig sótt fram gegn stjórnarher landsins í borgunum Kandahar og Herat. Vígamenn hafa náð tökum á níu af tíu hverfum Lashkar Gah, þrátt fyrir loftárásir flughers Afganistans og Bandaríkjanna. Íbúum borgarinnar hefur verið ráðlagt að flýja heimili sín í aðdraganda frekari loftárása. Blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við íbúa sem segjast innilokaðir á heimilum sínum vegna átaka í Lashkar Gah. Þeir segja vígamenn spígspora um götur borgarinnar. Sérsveitir hafa verið sendar til aðstoðar stjórnarhersins og segist herinn ráða mikilvægum byggingum í eigu lögreglunnar og hersins. Talibanar hafa náð tökum á sjónvarps og útvarpsstöð borgarinnar. Gífurlegur munur er á getu mismunandi sveita stjórnarhers og annarra öryggissveita Afganistans. Almennir hermenn, lögregluþjónar og meðlimir annarra sveita segjast hvorki hafa fengið þjálfun eða búnað til að heyja stríð við Talibana. Sérsveitunum, sem kallast KKA, hefur hins vegar gengið mjög vel gegn Talibönum en meðlimir þeirra eru tiltölulega fáir og geta ekki verið alls staðar í landinu. Sjá einnig: Talibanar skutu 22 hermenn sem gáfust upp AP fréttaveitan hefur eftir Sami Sadat, yfirmanni hersins í Helmand, að íbúar Lashkar Gah ættu að flýja borgina. Herinn muni ekki skilja neina Talibana eftir á lífi. „Ég veit þetta er erfitt. Við gerum þetta fyrir framtíð ykkar. Fyrirgefið okkur ef þið þurfið að flýja í nokkra daga, vinsamlegast flýjið eins fljótt og auðið er.“ Falli borginni í hendur Talibana yrði um mikinn vendipunkt að ræða í átökunum í Afganistan, þar sem Talibönum hefur vaxið hratt ásmegin á undanförnum mánuðum. Hingað til hafa Talibanar lagt undir dreifðari byggðir í landinu og komið þar fyrir stjórnvöldum. Lashkar Gah yrði fyrsta héraðshöfuðborgin af 34 sem félli í hendur Talibana um langt skeið. #UPDATE At least 40 civilians have been killed and more than 100 wounded in the last 24 hours of fighting between Afghan government forces and the Taliban in the besieged southern city of Lashkar Gah, the United Nations said Tuesday pic.twitter.com/5Z5NjPZkvY— AFP News Agency (@AFP) August 3, 2021 Óljóst er hvort Talibanar myndu reyna að halda borginni en það gæti reynst þeim erfitt vegna þess að til að halda svo stórri byggð þarf líklegast að koma fyrir varðstöðvum og öðrum varnarvirkjum. Varnarvirkjum sem yrðu skotmörk loftárása en Bandaríkin hafa fjölgað loftárásum í Afganistan á undanförnum dögum. Ashraf Ghani, forseti Afganistans, kenndi brottför Bandaríkjahers frá Afganistan um aukið ofbeldi í landinu. Hann sagði Talibana ekki vilja frið. Talibanar gáfu nýverið út að þeir myndu ekki semja um frið fyrr en Ghani væri farinn frá völdum. Afganistan Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Aldrei hafa fleiri almennir borgarar látist í Afganistan Almennir borgarar í Afganistan sem deyja í átökum hafa sjaldan eða aldrei verið fleiri en nú um stundir, síðan Sameinuðu þjóðirnar hófu að safna slíkum tölum í landinu. 26. júlí 2021 06:55 Blaðamaður Reuters felldur í átökum við Talibana Danish Siddiqui, blaðamaður og ljósmyndari Reuters fréttaveitunnar, féll í bardögum stjórnarhers Afganistans og Talibana við landamæri Afganistans og Pakistans í morgun. Siddiqui var á ferð með afgönskum hermönnum þar sem þeir reyndu að ná aftur tökum á bænum Spin Boldak. 16. júlí 2021 10:29 Talibanar ráða flugmenn markvisst af dögum Vígamenn Talibana hafa ráðið minnst sjö flugmenn í flugher Afganistans af dögum á undanförnum mánuðum. Talibanar reyna markvisst að myrða flugmenn sem hafa verið þjálfaðir af Bandaríkjunum og Atlantshafsbandalaginu til að draga úr yfirburðum stjórnarhers landsins í lofti og loftárásum. 9. júlí 2021 15:48 Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Vígamenn hafa náð tökum á níu af tíu hverfum Lashkar Gah, þrátt fyrir loftárásir flughers Afganistans og Bandaríkjanna. Íbúum borgarinnar hefur verið ráðlagt að flýja heimili sín í aðdraganda frekari loftárása. Blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við íbúa sem segjast innilokaðir á heimilum sínum vegna átaka í Lashkar Gah. Þeir segja vígamenn spígspora um götur borgarinnar. Sérsveitir hafa verið sendar til aðstoðar stjórnarhersins og segist herinn ráða mikilvægum byggingum í eigu lögreglunnar og hersins. Talibanar hafa náð tökum á sjónvarps og útvarpsstöð borgarinnar. Gífurlegur munur er á getu mismunandi sveita stjórnarhers og annarra öryggissveita Afganistans. Almennir hermenn, lögregluþjónar og meðlimir annarra sveita segjast hvorki hafa fengið þjálfun eða búnað til að heyja stríð við Talibana. Sérsveitunum, sem kallast KKA, hefur hins vegar gengið mjög vel gegn Talibönum en meðlimir þeirra eru tiltölulega fáir og geta ekki verið alls staðar í landinu. Sjá einnig: Talibanar skutu 22 hermenn sem gáfust upp AP fréttaveitan hefur eftir Sami Sadat, yfirmanni hersins í Helmand, að íbúar Lashkar Gah ættu að flýja borgina. Herinn muni ekki skilja neina Talibana eftir á lífi. „Ég veit þetta er erfitt. Við gerum þetta fyrir framtíð ykkar. Fyrirgefið okkur ef þið þurfið að flýja í nokkra daga, vinsamlegast flýjið eins fljótt og auðið er.“ Falli borginni í hendur Talibana yrði um mikinn vendipunkt að ræða í átökunum í Afganistan, þar sem Talibönum hefur vaxið hratt ásmegin á undanförnum mánuðum. Hingað til hafa Talibanar lagt undir dreifðari byggðir í landinu og komið þar fyrir stjórnvöldum. Lashkar Gah yrði fyrsta héraðshöfuðborgin af 34 sem félli í hendur Talibana um langt skeið. #UPDATE At least 40 civilians have been killed and more than 100 wounded in the last 24 hours of fighting between Afghan government forces and the Taliban in the besieged southern city of Lashkar Gah, the United Nations said Tuesday pic.twitter.com/5Z5NjPZkvY— AFP News Agency (@AFP) August 3, 2021 Óljóst er hvort Talibanar myndu reyna að halda borginni en það gæti reynst þeim erfitt vegna þess að til að halda svo stórri byggð þarf líklegast að koma fyrir varðstöðvum og öðrum varnarvirkjum. Varnarvirkjum sem yrðu skotmörk loftárása en Bandaríkin hafa fjölgað loftárásum í Afganistan á undanförnum dögum. Ashraf Ghani, forseti Afganistans, kenndi brottför Bandaríkjahers frá Afganistan um aukið ofbeldi í landinu. Hann sagði Talibana ekki vilja frið. Talibanar gáfu nýverið út að þeir myndu ekki semja um frið fyrr en Ghani væri farinn frá völdum.
Afganistan Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Aldrei hafa fleiri almennir borgarar látist í Afganistan Almennir borgarar í Afganistan sem deyja í átökum hafa sjaldan eða aldrei verið fleiri en nú um stundir, síðan Sameinuðu þjóðirnar hófu að safna slíkum tölum í landinu. 26. júlí 2021 06:55 Blaðamaður Reuters felldur í átökum við Talibana Danish Siddiqui, blaðamaður og ljósmyndari Reuters fréttaveitunnar, féll í bardögum stjórnarhers Afganistans og Talibana við landamæri Afganistans og Pakistans í morgun. Siddiqui var á ferð með afgönskum hermönnum þar sem þeir reyndu að ná aftur tökum á bænum Spin Boldak. 16. júlí 2021 10:29 Talibanar ráða flugmenn markvisst af dögum Vígamenn Talibana hafa ráðið minnst sjö flugmenn í flugher Afganistans af dögum á undanförnum mánuðum. Talibanar reyna markvisst að myrða flugmenn sem hafa verið þjálfaðir af Bandaríkjunum og Atlantshafsbandalaginu til að draga úr yfirburðum stjórnarhers landsins í lofti og loftárásum. 9. júlí 2021 15:48 Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Aldrei hafa fleiri almennir borgarar látist í Afganistan Almennir borgarar í Afganistan sem deyja í átökum hafa sjaldan eða aldrei verið fleiri en nú um stundir, síðan Sameinuðu þjóðirnar hófu að safna slíkum tölum í landinu. 26. júlí 2021 06:55
Blaðamaður Reuters felldur í átökum við Talibana Danish Siddiqui, blaðamaður og ljósmyndari Reuters fréttaveitunnar, féll í bardögum stjórnarhers Afganistans og Talibana við landamæri Afganistans og Pakistans í morgun. Siddiqui var á ferð með afgönskum hermönnum þar sem þeir reyndu að ná aftur tökum á bænum Spin Boldak. 16. júlí 2021 10:29
Talibanar ráða flugmenn markvisst af dögum Vígamenn Talibana hafa ráðið minnst sjö flugmenn í flugher Afganistans af dögum á undanförnum mánuðum. Talibanar reyna markvisst að myrða flugmenn sem hafa verið þjálfaðir af Bandaríkjunum og Atlantshafsbandalaginu til að draga úr yfirburðum stjórnarhers landsins í lofti og loftárásum. 9. júlí 2021 15:48
Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01