Hafa þurft að fresta hjartaaðgerðum vegna skorts á gjörgæslurýmum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. ágúst 2021 19:30 Tómas Guðbjartsson er yfirlæknir á Landspítalanum og prófssor við læknadeild Háskóla Íslands. Uppsveifla í smitum innanlands hefur gríðarleg áhrif á starfsemi Landspítala að sögn skurðlæknis sem segir skorta skilning á viðkvæmri stöðu spítalans. Fresta hefur þurft hálfbráða hjartaaðgerðum vegna skorts á gjörgæslurýmum. Tölurnar ekki svo einfaldar Lítill hluti þeirra sem hafa smitast í þessari stærstu bylgju faraldursins hefur þurft á spítalainnlögn að halda eða einungis 24 af þeim 1.470 smituðu. Skurðlæknir á Landspítalanum segir að tölurnar séu þó ekki svo einfaldar. „Við Íslendingar höfum mun færri gjörgæslurúm per hundrað þúsund íbúa en nágrannaþjóðirnar og þetta höfum við vitað lengi en ástandið er sérstaklega erfitt núna í sumar því það var tekin sú ákvörðun í upphafi sumars að fækka þeim úr þrettán á Landspítala í tíu þannig að við máttum illa við þessari nýjustu bylgju kórónuveirunnar.“ Tómas segir að hafa verði í huga að einn sjúklingur með Covid-19 sé ekki sambærilegur öðrum sjúklingum. Hann krefjist mun meiri hjúkrunar og læknisumönnunar. „Og það er miklu flóknara með sóttvarnir gagnvart öðrum sjúklingum sem liggja þarna inni þannig ástandið hefur verið mjög erfitt undanfarið.“ Skorti skilning á erfiðri starfsemi „Mér finnst ekki alltaf gæta skilnings á starfsemi spítalans og í rauninni hvað hún er viðkvæm. Það jákvæða í þessu er samt að gjörgæslumeðferð á Íslandi er af mjög miklum gæðum og það sannaðist núna í þessum stærsta kúfi til dæmis upp á það hversu margir lifðu meðferðina af. Meðferðin er mjög góð en hún er veitt við mjög erfiðar aðstæður og í húsnæði sem er algjörlega orðið úrelt.“ Fresta hálfbráða hjartaaðgerðum Hann segir starfsfólk langþreytt og að faraldurinn hafi keðjuverkandi áhrif á aðra starfsemi spítalans. Nefnir hann sjúklinga á hjartadeildinni sem dæmi. „Við erum háðir því að koma okkar sjúklingum fyrir á gjörgæslu eftir allar opnar hjartaaðgerðir. Það hefur verið mjög erfitt núna undanfarnar tvær vikur að koma sjúklingum að. Sjúklingar sem hafa hreinlega þurft að bíða inniliggjandi og ekki komist í aðgerð vegna þess að það hefur ekki veri neitt gjörgæslurými til að koma þeim fyrir í. Þetta eru ekki sjúklingar sem eru beint í lífshættu, þeim sinnum við auðvitað alltaf en þetta eru samt sjúklingar sem hefðu þurft aðgerð fyrr og er óæskilegt að bíða með svona lengi.“ Lítið megi út af bregða Starfsemin sé brothætt og litlu þurfi að muna svo að illa geti farið. Ekki megi gleyma að spítalinn hafi ekki verið efldur á tímum heimsfaraldurs. Því þurfi innanlandsaðgerðir. „Það þarf ekki annað en eitthvað slys eða annað sem gæti lagt starfsemina á hliðina í rauninni og ég tala nú ekki um ef það myndi fjölga mjög Covid-19 smitum vegna þess að við förum óvarlega eða tökum þetta ekki föstum tökum þá getur það haft mjög mikil áhrif fyrir aðra sjúklinga líka.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31 Kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags og opna nýja Covid-deild Einn liggur í öndunarvél á Landspítalanum vegna Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem sjúklingur hefur þurft á slíkri aðstoð að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum og hefur þurft að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. 2. ágúst 2021 20:06 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Tölurnar ekki svo einfaldar Lítill hluti þeirra sem hafa smitast í þessari stærstu bylgju faraldursins hefur þurft á spítalainnlögn að halda eða einungis 24 af þeim 1.470 smituðu. Skurðlæknir á Landspítalanum segir að tölurnar séu þó ekki svo einfaldar. „Við Íslendingar höfum mun færri gjörgæslurúm per hundrað þúsund íbúa en nágrannaþjóðirnar og þetta höfum við vitað lengi en ástandið er sérstaklega erfitt núna í sumar því það var tekin sú ákvörðun í upphafi sumars að fækka þeim úr þrettán á Landspítala í tíu þannig að við máttum illa við þessari nýjustu bylgju kórónuveirunnar.“ Tómas segir að hafa verði í huga að einn sjúklingur með Covid-19 sé ekki sambærilegur öðrum sjúklingum. Hann krefjist mun meiri hjúkrunar og læknisumönnunar. „Og það er miklu flóknara með sóttvarnir gagnvart öðrum sjúklingum sem liggja þarna inni þannig ástandið hefur verið mjög erfitt undanfarið.“ Skorti skilning á erfiðri starfsemi „Mér finnst ekki alltaf gæta skilnings á starfsemi spítalans og í rauninni hvað hún er viðkvæm. Það jákvæða í þessu er samt að gjörgæslumeðferð á Íslandi er af mjög miklum gæðum og það sannaðist núna í þessum stærsta kúfi til dæmis upp á það hversu margir lifðu meðferðina af. Meðferðin er mjög góð en hún er veitt við mjög erfiðar aðstæður og í húsnæði sem er algjörlega orðið úrelt.“ Fresta hálfbráða hjartaaðgerðum Hann segir starfsfólk langþreytt og að faraldurinn hafi keðjuverkandi áhrif á aðra starfsemi spítalans. Nefnir hann sjúklinga á hjartadeildinni sem dæmi. „Við erum háðir því að koma okkar sjúklingum fyrir á gjörgæslu eftir allar opnar hjartaaðgerðir. Það hefur verið mjög erfitt núna undanfarnar tvær vikur að koma sjúklingum að. Sjúklingar sem hafa hreinlega þurft að bíða inniliggjandi og ekki komist í aðgerð vegna þess að það hefur ekki veri neitt gjörgæslurými til að koma þeim fyrir í. Þetta eru ekki sjúklingar sem eru beint í lífshættu, þeim sinnum við auðvitað alltaf en þetta eru samt sjúklingar sem hefðu þurft aðgerð fyrr og er óæskilegt að bíða með svona lengi.“ Lítið megi út af bregða Starfsemin sé brothætt og litlu þurfi að muna svo að illa geti farið. Ekki megi gleyma að spítalinn hafi ekki verið efldur á tímum heimsfaraldurs. Því þurfi innanlandsaðgerðir. „Það þarf ekki annað en eitthvað slys eða annað sem gæti lagt starfsemina á hliðina í rauninni og ég tala nú ekki um ef það myndi fjölga mjög Covid-19 smitum vegna þess að við förum óvarlega eða tökum þetta ekki föstum tökum þá getur það haft mjög mikil áhrif fyrir aðra sjúklinga líka.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31 Kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags og opna nýja Covid-deild Einn liggur í öndunarvél á Landspítalanum vegna Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem sjúklingur hefur þurft á slíkri aðstoð að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum og hefur þurft að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. 2. ágúst 2021 20:06 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31
Kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags og opna nýja Covid-deild Einn liggur í öndunarvél á Landspítalanum vegna Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem sjúklingur hefur þurft á slíkri aðstoð að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum og hefur þurft að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. 2. ágúst 2021 20:06