Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en að sögn RÚV var sóttvarnayfirvöldum gert viðvart um manninn og ákveðið að setja hann í sóttkví. Hann er sagður hafa verið í annarlegu ástandi þegar lögregla kom að honum og er talið að hann hafi orðið útsettur fyrir smiti.
Samkvæmt heimildum RÚV var maðurinn ekki búinn að greinast með Covid-19 síðdegis í dag en hann verður áfram í sóttkví. Vísir hefur árangurslaust reynt að fá frekari upplýsingar um málið hjá lögreglu í kvöld.