Snorri Barón: Sara er sú elskaðasta í CrossFit íþróttinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2021 08:00 Sara Sigmundsdóttir með einum aðdáand sínum. Hún hitti þá marga um helgina. Instagram/@sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir mætti á heimsleikanna í Madison þótt hún gæti ekki keppt þar sem hún er að jafna sig eftir krossbandsslit. Umboðsmaður hennar segir móttökurnar þar sýna hversu vinsæl Sara er og hann veit líka af hverju. Sara, sem var í endurhæfingu í Dúbaí, flaug í fimmtán tíma yfir til Bandaríkjanna til að hitta aðdáendur sína á meðan heimsleikunum stóð. Það er ekki hægt að kvarta mikið yfir móttökunum sem íslenska CrossFit stjarnan fékk. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru, sagði frá þessum frábæru móttökum Söru í Madison en margir vildu hitta íslensku CrossFit stjörnuna þótt hún hefði ekkert keppt á þessu ári vegna meiðsla. „Sara sneri aftur til Madison. Hún var ekki að keppa í þetta skiptið enda enn að jafna sig eftir hnémeiðslin. Hún var mætt á vegum Wit Fitness,“ skrifaði Snorri Barón í pistli um ferð Söru. „Sara hafði ekki verið meðal bandarísku aðdáenda sinn síðan á Wodapalooza mótinu í febrúar 2020 og það kom kannski ekki algjörlega á óvart hversu margir vildu hitta hana. Það að það hafi verið meira en þúsund manns sem mættu var hins vegar meira en nokkur bjóst við,“ skrifaði Snorri. „Ég fékk hreinlega tár í augum þegar ég sá að þau tóku á móti henni með Víkingaklappinu. Falleg leið til að heiðra hana,“ skrifaði Snorri og hann er ekki í neinum vafa af hverju Sara er svona vinsæl þrátt fyrir að hafa ekki tekist að vinna heimsmeistaratitilinn í CrossFit. „Það er enginn vafi á því að Sara er í miklu uppáhaldi hjá aðdáendum íþróttarinnar og hún er sú elskaðasta í CrossFit íþróttinni. Ástæðan fyrir því er ekki aðeins stórbrotin frammistaða hennar á ferlinum til þessa heldur sú staðreynd að hún opnar hjarta sitt fyrir öllum,“ skrifaði Snorri „Henni þykir vænt um alla og setur stolt sitt í að vera sterk fyrirmynd. Það sem þú sér þegar myndavélarnar eru í gangi er nákvæmlega það sem þú sér þegar það er ekki kveikt á myndavélunum. Það er ekki eins algengt og sumir halda,“ skrifaði Snorri Barón eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) CrossFit Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Sara, sem var í endurhæfingu í Dúbaí, flaug í fimmtán tíma yfir til Bandaríkjanna til að hitta aðdáendur sína á meðan heimsleikunum stóð. Það er ekki hægt að kvarta mikið yfir móttökunum sem íslenska CrossFit stjarnan fékk. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru, sagði frá þessum frábæru móttökum Söru í Madison en margir vildu hitta íslensku CrossFit stjörnuna þótt hún hefði ekkert keppt á þessu ári vegna meiðsla. „Sara sneri aftur til Madison. Hún var ekki að keppa í þetta skiptið enda enn að jafna sig eftir hnémeiðslin. Hún var mætt á vegum Wit Fitness,“ skrifaði Snorri Barón í pistli um ferð Söru. „Sara hafði ekki verið meðal bandarísku aðdáenda sinn síðan á Wodapalooza mótinu í febrúar 2020 og það kom kannski ekki algjörlega á óvart hversu margir vildu hitta hana. Það að það hafi verið meira en þúsund manns sem mættu var hins vegar meira en nokkur bjóst við,“ skrifaði Snorri. „Ég fékk hreinlega tár í augum þegar ég sá að þau tóku á móti henni með Víkingaklappinu. Falleg leið til að heiðra hana,“ skrifaði Snorri og hann er ekki í neinum vafa af hverju Sara er svona vinsæl þrátt fyrir að hafa ekki tekist að vinna heimsmeistaratitilinn í CrossFit. „Það er enginn vafi á því að Sara er í miklu uppáhaldi hjá aðdáendum íþróttarinnar og hún er sú elskaðasta í CrossFit íþróttinni. Ástæðan fyrir því er ekki aðeins stórbrotin frammistaða hennar á ferlinum til þessa heldur sú staðreynd að hún opnar hjarta sitt fyrir öllum,“ skrifaði Snorri „Henni þykir vænt um alla og setur stolt sitt í að vera sterk fyrirmynd. Það sem þú sér þegar myndavélarnar eru í gangi er nákvæmlega það sem þú sér þegar það er ekki kveikt á myndavélunum. Það er ekki eins algengt og sumir halda,“ skrifaði Snorri Barón eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira