Náttúrulitun í nútímasamhengi á Hönnunarsafni Íslands Árni Sæberg skrifar 4. ágúst 2021 16:01 Sigmundur hefur þróað litarefni úr íslenskum jurtum. Hönnunarsafn Íslands Sigmundur Páll Freysteinsson er fatahönnuður sem útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2019. Hann hefur dvalið í rannsóknarrými Hönnunarsafns Íslands í sumar með það að markmiði að þróa ný kerfi í sjálfbærri hönnun og umhverfisvænni framleiðslu, sem nýtir auðlindir Íslands. Sigmundur hefur nú tekið rannsókn sína á textíllitun saman í bókverk sem inniheldur greinargóðan gagnagrunn náttúrulita úr íslensku umhverfi. Samtals um 504 litatóna. Í tilefni af því verður haldið útgáfuhóf í Hönnunarsafni Íslands klukkan 16:00 á morgun, fimmtudag. Til að byrja með verða einungis gefin út örfá einstök af bókverkinu sem verður fáanlegt á viðburðinum. Sigmundur segir í samtali við Vísi að bókverkið sé eintaklega fallega bundið inn og mjög eigulegt. Enda kostar bókin 25 þúsund krónur. Litirnir koma úr flórunni, fjörunni og matvælum Verkefnið sýnir hversu fjölbreytta liti má ná fram með náttúrulegu litarefni úr íslensku umhverfi. Síðastliðið ár hefur Sigmundur gert tilraunir á rúmlega 40 mismunandi litunarefnum frá plöntum, þangi og matarúrgangi. Afurðin er greinargóður gagnagrunnur náttúrulita úr íslensku umhverfi. Markmiðið með rannsókninni er að kanna möguleika íslenskrar textíllitunnar sem umhverfisvænan valkost fyrir framleiðslu á nútíma hönnun. Verkefnið tekur mið af íslenskri jurtalitunarsögu og horfir til framtíðar hvernig við þróum þekkingu á því sem landið gefur. Sigmundur segir að mikil þekking á textíl sé til staðar en að hún sé dreifð og einblíni á íslensku ullina. Því fannst honum mikilvægt að taka saman gagnagrunn um alla þá fjölmörgu liti sem hægt er að finna í íslenskri náttúru. Verkefnið hefur þegar vakið athygli erlendis Sigmundur hefur unnið með íslenska fatamerkinu Arnar Már Jónsson við hönnun fatalínu. Sigmundur vann textíl sem notaður var í fatalínunni. Textílin litaði Sigmundur meðal annars með maríustakk og þistli sem hann týndi á Íslandi. Tískublaðið Vogue fjallaði um línuna fyrr í sumar. Textíllinn í þessum flíkum er litaður með íslenskum jurtum,Eddie Wheelan/Vogue Hlaut styrk úr Hönnunarsjóði Sigmundur hafði gengið með hugmyndina að verkefninu í nokkuð langan tíma áður en hann réðst í það fyrir einu ári síðan. Hönnunarsjóður Íslands veitti Sigmundi aukaúthlutun síðasta sumar vegna Covid-19 og gat hann því einbeitt sér að verkefninu. Nú þegar Sigmundur hefur klárað þetta viðamikla verkefni stefnir hann á framhaldsnám. Í haust mun hann halda til Japans þar sem hann verður við meistaranám í textíl og fatahönnun. Tíska og hönnun Umhverfismál Söfn Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Sigmundur hefur nú tekið rannsókn sína á textíllitun saman í bókverk sem inniheldur greinargóðan gagnagrunn náttúrulita úr íslensku umhverfi. Samtals um 504 litatóna. Í tilefni af því verður haldið útgáfuhóf í Hönnunarsafni Íslands klukkan 16:00 á morgun, fimmtudag. Til að byrja með verða einungis gefin út örfá einstök af bókverkinu sem verður fáanlegt á viðburðinum. Sigmundur segir í samtali við Vísi að bókverkið sé eintaklega fallega bundið inn og mjög eigulegt. Enda kostar bókin 25 þúsund krónur. Litirnir koma úr flórunni, fjörunni og matvælum Verkefnið sýnir hversu fjölbreytta liti má ná fram með náttúrulegu litarefni úr íslensku umhverfi. Síðastliðið ár hefur Sigmundur gert tilraunir á rúmlega 40 mismunandi litunarefnum frá plöntum, þangi og matarúrgangi. Afurðin er greinargóður gagnagrunnur náttúrulita úr íslensku umhverfi. Markmiðið með rannsókninni er að kanna möguleika íslenskrar textíllitunnar sem umhverfisvænan valkost fyrir framleiðslu á nútíma hönnun. Verkefnið tekur mið af íslenskri jurtalitunarsögu og horfir til framtíðar hvernig við þróum þekkingu á því sem landið gefur. Sigmundur segir að mikil þekking á textíl sé til staðar en að hún sé dreifð og einblíni á íslensku ullina. Því fannst honum mikilvægt að taka saman gagnagrunn um alla þá fjölmörgu liti sem hægt er að finna í íslenskri náttúru. Verkefnið hefur þegar vakið athygli erlendis Sigmundur hefur unnið með íslenska fatamerkinu Arnar Már Jónsson við hönnun fatalínu. Sigmundur vann textíl sem notaður var í fatalínunni. Textílin litaði Sigmundur meðal annars með maríustakk og þistli sem hann týndi á Íslandi. Tískublaðið Vogue fjallaði um línuna fyrr í sumar. Textíllinn í þessum flíkum er litaður með íslenskum jurtum,Eddie Wheelan/Vogue Hlaut styrk úr Hönnunarsjóði Sigmundur hafði gengið með hugmyndina að verkefninu í nokkuð langan tíma áður en hann réðst í það fyrir einu ári síðan. Hönnunarsjóður Íslands veitti Sigmundi aukaúthlutun síðasta sumar vegna Covid-19 og gat hann því einbeitt sér að verkefninu. Nú þegar Sigmundur hefur klárað þetta viðamikla verkefni stefnir hann á framhaldsnám. Í haust mun hann halda til Japans þar sem hann verður við meistaranám í textíl og fatahönnun.
Tíska og hönnun Umhverfismál Söfn Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira