Warner fór yfir níu þúsund stigin í metþraut og Thiam vann aftur gullið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 13:11 Damian Warner helti vatni yfir sig eftir síðustu þrautina þegar Ólympíugullið og Ólympíumetið var í höfn. AP/Francisco Seco Kanadamaðurinn Damian Warner varð Ólympíumeistari í tugþraut og Nafissatou Thiam frá Belgíu vann sjöþrautina þegar þrautirnar í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó kláruðust í dag. Thiam var að endurtaka leikinn frá því á síðustu leikum en Warner var aftur á móti að vinna sitt fyrsta gull á stórmóti. Warner setti Ólympíumet og komst yfir níu þúsund stigin í lokagreininni þar sem hann náði í 738 stig. Warner endaði því með 9018 stig sem er líka landsmet. London s Damien Warner is an Olympic champion! Warner is the first Canadian to win the decathlon. pic.twitter.com/Dy77y9njrK— TSN (@TSN_Sports) August 5, 2021 Warner fékk bronsið í Ríó fyrir fimm árum. Frakkinn Kevin Mayer fékk silfur og Ástralinn Ashley Moloney tók bronsið. Sigur Warner var öruggur en hann fékk 292 stigum meira en Mayer og 369 meira en Moloney. Kevin Mayer var að vinna silfur á öðrum leikunum í röð en hann varð annar á eftir Bandaríkjamanninum Ashton Eaton í Ríó. Nafissatou Thiam frá Belgíu varði Ólympíumeistaratitil sinn í sjöþraut eftir harða keppni en Benelux löndin áttu allar bestu konurnar. Thiam endaði með 6791 stig eða 10ö2 fleiri stig en Anouk Vetter frá Hollandi sem fékk silfur. Hollendingurinn Emma Oosterwegel varð síðan þriðja með 6590 stig en hún fékk 19 fleiri stig en Noor Vidts frá Belgíu sem varð að sætta sig við fjórða sætið. Thiam var sú fyrsta síðan Jackie Joyner-Kersee (1988 og 1992) til að vinna sjöþrautina á tvennum leikum í röð. Nafissatou Thiam of #BEL is a double Olympic champion!She takes gold in the women s heptathlon! Rio 2016 #Tokyo2020@WorldAthletics | #StrongerTogether | #Tokyo2020 | #Athletics pic.twitter.com/4NpCKYUXNW— Olympics (@Olympics) August 5, 2021 Bahamamaðurinn Steven Gardiner vann 400 metra hlaupið á 43,85 sekúndum, Anthony Zambrano frá Kólumbíu tók silfrið á 44,08 sekúndum og Kirani James frá Grenada fékk bronsið eftir að hafa komið í mark á 44,19 sekúndum. Kirani James á nú allt verðlaunasafnið í 400 metrunum því hann varð Ólympíumeistari í London 2012 en vann silfur í Ríó og svo bronsið í dag. The world champion becomes Olympic champion!Steven Gardiner wins #gold for #BAH in the men's 400m final!#StrongerTogether | #Tokyo2020 | @WorldAthletics | #Athletics pic.twitter.com/2PqCht8h0S— Olympics (@Olympics) August 5, 2021 Hin bandaríska Katie Nageotte varð Ólympíumeistari í stangarstökki kvenna eftir mikla baráttu við Rússann Anzheliku Sidorova sem fékk silfur. Nageotte fór yfir 4,90 metra en Sidorova komst ekki hærra en 4,85 metra. Bretinn Holly Bradshaw fór líka yfir 4,85 metra en felldi oftar og varð því að sætta sig við brons. Ólympíumeistarinn frá því í Ríó 2016, Katerina Stefanidi frá Grikklandi, varð fjórða. It's #gold for Katie Nageotte of #USA in the women's pole vault! #StrongerTogether | #Tokyo2020 | @WorldAthletics | #Athletics pic.twitter.com/Dh0uILIiRx— Olympics (@Olympics) August 5, 2021 Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Thiam var að endurtaka leikinn frá því á síðustu leikum en Warner var aftur á móti að vinna sitt fyrsta gull á stórmóti. Warner setti Ólympíumet og komst yfir níu þúsund stigin í lokagreininni þar sem hann náði í 738 stig. Warner endaði því með 9018 stig sem er líka landsmet. London s Damien Warner is an Olympic champion! Warner is the first Canadian to win the decathlon. pic.twitter.com/Dy77y9njrK— TSN (@TSN_Sports) August 5, 2021 Warner fékk bronsið í Ríó fyrir fimm árum. Frakkinn Kevin Mayer fékk silfur og Ástralinn Ashley Moloney tók bronsið. Sigur Warner var öruggur en hann fékk 292 stigum meira en Mayer og 369 meira en Moloney. Kevin Mayer var að vinna silfur á öðrum leikunum í röð en hann varð annar á eftir Bandaríkjamanninum Ashton Eaton í Ríó. Nafissatou Thiam frá Belgíu varði Ólympíumeistaratitil sinn í sjöþraut eftir harða keppni en Benelux löndin áttu allar bestu konurnar. Thiam endaði með 6791 stig eða 10ö2 fleiri stig en Anouk Vetter frá Hollandi sem fékk silfur. Hollendingurinn Emma Oosterwegel varð síðan þriðja með 6590 stig en hún fékk 19 fleiri stig en Noor Vidts frá Belgíu sem varð að sætta sig við fjórða sætið. Thiam var sú fyrsta síðan Jackie Joyner-Kersee (1988 og 1992) til að vinna sjöþrautina á tvennum leikum í röð. Nafissatou Thiam of #BEL is a double Olympic champion!She takes gold in the women s heptathlon! Rio 2016 #Tokyo2020@WorldAthletics | #StrongerTogether | #Tokyo2020 | #Athletics pic.twitter.com/4NpCKYUXNW— Olympics (@Olympics) August 5, 2021 Bahamamaðurinn Steven Gardiner vann 400 metra hlaupið á 43,85 sekúndum, Anthony Zambrano frá Kólumbíu tók silfrið á 44,08 sekúndum og Kirani James frá Grenada fékk bronsið eftir að hafa komið í mark á 44,19 sekúndum. Kirani James á nú allt verðlaunasafnið í 400 metrunum því hann varð Ólympíumeistari í London 2012 en vann silfur í Ríó og svo bronsið í dag. The world champion becomes Olympic champion!Steven Gardiner wins #gold for #BAH in the men's 400m final!#StrongerTogether | #Tokyo2020 | @WorldAthletics | #Athletics pic.twitter.com/2PqCht8h0S— Olympics (@Olympics) August 5, 2021 Hin bandaríska Katie Nageotte varð Ólympíumeistari í stangarstökki kvenna eftir mikla baráttu við Rússann Anzheliku Sidorova sem fékk silfur. Nageotte fór yfir 4,90 metra en Sidorova komst ekki hærra en 4,85 metra. Bretinn Holly Bradshaw fór líka yfir 4,85 metra en felldi oftar og varð því að sætta sig við brons. Ólympíumeistarinn frá því í Ríó 2016, Katerina Stefanidi frá Grikklandi, varð fjórða. It's #gold for Katie Nageotte of #USA in the women's pole vault! #StrongerTogether | #Tokyo2020 | @WorldAthletics | #Athletics pic.twitter.com/Dh0uILIiRx— Olympics (@Olympics) August 5, 2021
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira