Talibanar taka fyrstu borgina án þess að hleypa af skoti Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2021 11:57 Stjórnarher Afganistans og öðrum sveitum sem hliðhollar eru ríkisstjórn landsins, hefur gengið illa í að halda aftur af sókn Talibana. EPA/JALIL REZAYEE Vígamenn Talibana hafa náð tökum á fyrstu héraðshöfuðborg landsins. Borgin Zaranj í Nimruz-héraði féll í hendur þeirra án þess að skoti væri hleypt af. Zaranj er nærri landamærum Afganistans og Írans. Fyrr í dag bárust fregnir af því að Talibanar hefðu myrt Dawa Khan Menapal, yfirmann upplýsingamála hjá ríkisstjórn Afganistans. Hann var skotinn til bana af hópi árásarmanna á vegi vestur af Kabúl, höfuðborg landsins. Vitni sögðu TOLO News frá Afganistan að Menapal hafi verið að koma úr mosku eftir bænir og hefði líklegast verið á leið heim til sín. Talsmaður Talibana staðfesti við AP fréttaveituna að þeir hefðu myrt Menapal. Það hefðu þeir gert í sérstakri árás og að markmiðið hafi verið að „refsa honum vegna gjörða hans“. Fyrr í vikunni gerðu Talibanar árás á heimili varnarmálaráðherra landsins. Þá hétu þeir fleiri árásum á leiðtoga ríkisstjórnanarinnar. Talibanar gerðu nýverið árásir á þrjár aðrar héraðshöfuðborgir í landinu. Það eru Kandahar, Herat og Lashkar Gah. Bardagar standa enn yfir en Talibanar eru sagðir hafa náð tökum á mestallri Lashkar Gah og þótti líklegt að það yrði fyrsta höfuðborgin til að falla í hendur þeirra. Sjá einnig: Fyrsta borgin nærri því fallin í hendur Talibana Fyrstu fregnir af falli Zaranj gefa til kynna að borgin hafi í raun gefist upp fyrir Talibönum eftir samningaviðræður við Talibana. Þær fregnir hafa þó ekki verið staðfestar enn. Reuters hefur eftir talsmanni lögreglunnar í Zaranj að borgin hafi fallið vegna þess að liðsauki hafi ekki borist frá ríkisstjórninni í Kabúl. Skömmu áður höfðu vígamenn tekið stjórn á fangelsi Nimruz, sem er nærri borginni, og sleppt þaðan vígamönnum sem búið var að handsama. Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Forseti Afganistan kennir brottför Bandaríkjahers um versnandi ofbeldi Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hefur kennt skyndilegri og snöggri brottför Bandaríkjahers um versnandi ofbeldi í landinu. Her Afganistan á nú í erfiðum átökum við herskáa Talíbana. 2. ágúst 2021 21:13 Hafa áhyggjur af auknum árásum á almenna borgara Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa miklar áhyggjur af fregnum af auknum árásum á almenna borgara í Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar segja þær árásir hafa náð nýjum hæðum að undanförnu samhliða stórri sókn Talibana, sem hafa lagt undir sig stóran hluta landsins síðustu mánuði. 28. júlí 2021 22:31 Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða Talibanar munu ekki semja um frið fyrr en Ashraf Ghani, núverandi forseti, fer frá völdum og ný ríkisstjórn verði mynduð. Þeir segjast ekki vilja stjórna einir þar sem engum hafi tekist það til lengri tíma. 24. júlí 2021 09:02 Talibanar skutu 22 hermenn sem gáfust upp Vígamenn Talibana tóku minnst 22 afganskra sérsveitarmenn af lífi eftir að þeir gáfust upp. Þetta var í bænum Dawlat Abad í síðasta mánuði en myndbönd af aftökunni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. 13. júlí 2021 16:49 Talibanar ráða flugmenn markvisst af dögum Vígamenn Talibana hafa ráðið minnst sjö flugmenn í flugher Afganistans af dögum á undanförnum mánuðum. Talibanar reyna markvisst að myrða flugmenn sem hafa verið þjálfaðir af Bandaríkjunum og Atlantshafsbandalaginu til að draga úr yfirburðum stjórnarhers landsins í lofti og loftárásum. 9. júlí 2021 15:48 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Sjá meira
Fyrr í dag bárust fregnir af því að Talibanar hefðu myrt Dawa Khan Menapal, yfirmann upplýsingamála hjá ríkisstjórn Afganistans. Hann var skotinn til bana af hópi árásarmanna á vegi vestur af Kabúl, höfuðborg landsins. Vitni sögðu TOLO News frá Afganistan að Menapal hafi verið að koma úr mosku eftir bænir og hefði líklegast verið á leið heim til sín. Talsmaður Talibana staðfesti við AP fréttaveituna að þeir hefðu myrt Menapal. Það hefðu þeir gert í sérstakri árás og að markmiðið hafi verið að „refsa honum vegna gjörða hans“. Fyrr í vikunni gerðu Talibanar árás á heimili varnarmálaráðherra landsins. Þá hétu þeir fleiri árásum á leiðtoga ríkisstjórnanarinnar. Talibanar gerðu nýverið árásir á þrjár aðrar héraðshöfuðborgir í landinu. Það eru Kandahar, Herat og Lashkar Gah. Bardagar standa enn yfir en Talibanar eru sagðir hafa náð tökum á mestallri Lashkar Gah og þótti líklegt að það yrði fyrsta höfuðborgin til að falla í hendur þeirra. Sjá einnig: Fyrsta borgin nærri því fallin í hendur Talibana Fyrstu fregnir af falli Zaranj gefa til kynna að borgin hafi í raun gefist upp fyrir Talibönum eftir samningaviðræður við Talibana. Þær fregnir hafa þó ekki verið staðfestar enn. Reuters hefur eftir talsmanni lögreglunnar í Zaranj að borgin hafi fallið vegna þess að liðsauki hafi ekki borist frá ríkisstjórninni í Kabúl. Skömmu áður höfðu vígamenn tekið stjórn á fangelsi Nimruz, sem er nærri borginni, og sleppt þaðan vígamönnum sem búið var að handsama.
Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Forseti Afganistan kennir brottför Bandaríkjahers um versnandi ofbeldi Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hefur kennt skyndilegri og snöggri brottför Bandaríkjahers um versnandi ofbeldi í landinu. Her Afganistan á nú í erfiðum átökum við herskáa Talíbana. 2. ágúst 2021 21:13 Hafa áhyggjur af auknum árásum á almenna borgara Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa miklar áhyggjur af fregnum af auknum árásum á almenna borgara í Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar segja þær árásir hafa náð nýjum hæðum að undanförnu samhliða stórri sókn Talibana, sem hafa lagt undir sig stóran hluta landsins síðustu mánuði. 28. júlí 2021 22:31 Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða Talibanar munu ekki semja um frið fyrr en Ashraf Ghani, núverandi forseti, fer frá völdum og ný ríkisstjórn verði mynduð. Þeir segjast ekki vilja stjórna einir þar sem engum hafi tekist það til lengri tíma. 24. júlí 2021 09:02 Talibanar skutu 22 hermenn sem gáfust upp Vígamenn Talibana tóku minnst 22 afganskra sérsveitarmenn af lífi eftir að þeir gáfust upp. Þetta var í bænum Dawlat Abad í síðasta mánuði en myndbönd af aftökunni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. 13. júlí 2021 16:49 Talibanar ráða flugmenn markvisst af dögum Vígamenn Talibana hafa ráðið minnst sjö flugmenn í flugher Afganistans af dögum á undanförnum mánuðum. Talibanar reyna markvisst að myrða flugmenn sem hafa verið þjálfaðir af Bandaríkjunum og Atlantshafsbandalaginu til að draga úr yfirburðum stjórnarhers landsins í lofti og loftárásum. 9. júlí 2021 15:48 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Sjá meira
Forseti Afganistan kennir brottför Bandaríkjahers um versnandi ofbeldi Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hefur kennt skyndilegri og snöggri brottför Bandaríkjahers um versnandi ofbeldi í landinu. Her Afganistan á nú í erfiðum átökum við herskáa Talíbana. 2. ágúst 2021 21:13
Hafa áhyggjur af auknum árásum á almenna borgara Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa miklar áhyggjur af fregnum af auknum árásum á almenna borgara í Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar segja þær árásir hafa náð nýjum hæðum að undanförnu samhliða stórri sókn Talibana, sem hafa lagt undir sig stóran hluta landsins síðustu mánuði. 28. júlí 2021 22:31
Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða Talibanar munu ekki semja um frið fyrr en Ashraf Ghani, núverandi forseti, fer frá völdum og ný ríkisstjórn verði mynduð. Þeir segjast ekki vilja stjórna einir þar sem engum hafi tekist það til lengri tíma. 24. júlí 2021 09:02
Talibanar skutu 22 hermenn sem gáfust upp Vígamenn Talibana tóku minnst 22 afganskra sérsveitarmenn af lífi eftir að þeir gáfust upp. Þetta var í bænum Dawlat Abad í síðasta mánuði en myndbönd af aftökunni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. 13. júlí 2021 16:49
Talibanar ráða flugmenn markvisst af dögum Vígamenn Talibana hafa ráðið minnst sjö flugmenn í flugher Afganistans af dögum á undanförnum mánuðum. Talibanar reyna markvisst að myrða flugmenn sem hafa verið þjálfaðir af Bandaríkjunum og Atlantshafsbandalaginu til að draga úr yfirburðum stjórnarhers landsins í lofti og loftárásum. 9. júlí 2021 15:48