Nýtt nafn en aftur Ólympíugull hjá Miller-Uibo og Allyson Felix setti met Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2021 13:07 Shaunae Miller-Uibo fagnar sigri í 400 metra hlaupi í kvenna í dag. AP/Francisco Seco Shaunae Miller-Uibo frá Bahamaeyjum og Faith Kipyegon frá Kenía unnu báðar gullverðlaun á öðrum Ólympíuleikunum í röð á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Allyson Felix vann líka sín tíundu verðlaun á Ólympíuleikum sem er met. Shaunae Miller-Uibo vann glæsilegan sigur í 400 metra hlaupi kvenna. Miller-Uibo kom í mark á 48,36 sekúndum sem er næstbesti tími sögunnar á Ólympíuleikunum en metið á áfram hin franska Marie-José Pérec frá leikunum í Atlanta árið 1996 (48.25 sekúndur). Þegar Miller-Uibo vann gullið í Ríó árið 2016 þá kom hún í mark á 49,44 sekúndum. Shaunae Miller-Uibo wins #gold for #BAH in the women s 400m!A great win for Miller-Uibo who defends her title!#StrongerTogether | #Tokyo2020 | @WorldAthletics pic.twitter.com/2N6glnM3xk— Olympics (@Olympics) August 6, 2021 Miller-Uibo hét bara Shaunae Miller á síðustu leiknum en hefur gift sig eistneska tugþrautarkappanum Maicel Uibo í millitíðinni og mætti því með nýtt eftirnafn á þessa leika. Marileidy Paulino frá Dómíníska Lýðveldinu fékk silfrið en hún bætti landsmetið í annað skiptið á þessum leik með því að hlaupa á 49,20 sekúndum Made in #BAHDouble 4 0 0 #gold for The Bahamas! pic.twitter.com/QNyfvvpYck— Olympics (@Olympics) August 6, 2021 Allyson Felix varð önnur 2016 en tók bronsið í ár á 49,46 sekúndum. Það voru hennar tíundu verðlaun á Ólympíuleikum og er hún nú sú frjálsíþróttakona sem hefur unnið flest Ólympíuverðlaun en fyrir hlaupið var hún jöfn Merlene Ottey með níu. Stephenie Ann McPherson sem vann bronsið fyrir fimm árum varð að sætta sig við fjórða sætið eftir harða barátu við Felix. Ladies and gentlemen, the first woman to ever win 10 #Athletics medals at the Olympics...Take a bow, @allysonfelix! #USA #StrongerTogether | @Tokyo2020 | @WorldAthletics pic.twitter.com/id7qzKEw1l— Olympics (@Olympics) August 6, 2021 Faith Kipyegon vann 1500 metra hlaup kvenna á nýju Ólympíumeti en hún var að verja Ólympíutitil sinn. Kipyegon kom í mark á 3:53.11 mín. eftir flottan endaspretti. Bretinn Laura Muir náði silfrinu á nýju persónulegu meti og Hollendingurinn Sifan Hassan, sem leiddi nær allt hlaupið varð að sætta sig við bronsið. Hassan er þegar búin að vinna 5000 metra hlaupið á þessum leikum og hún keppir síðan í tíu þúsund metra hlaupinu á morgun. Kipyegon varð einnig heimsmeistari árið 2017 en varð að sætta sig við silfur á síðasta heimsmeistaramóti þegar hún tapaði á móti fyrrnefndri Hassan. Þetta er aftur á móti búið að vera mjög flott tímabil hjá henni sem hún fullkomnar með þessum sigri. Faith Kipyegon becomes the 1st Kenyan female athlete to win back to back Olympic Gold medal after winning 1500m race in Tokyo,Japan ^MW pic.twitter.com/kbDOEQ3aUb— KBC Channel1 News (@KBCChannel1) August 6, 2021 Heimsmethafinn Joshua Cheptegei frá Úganda vann 5000 metra hlaup karla og bætti þar með gulli við silfrið sem hann vann í tíu þúsund metra hlaupinu. Þetta voru önnur gullverðlaun Úganda á leikunum því Peruth Chemutai vann 3000 metra hindrunarhlaup kvenna. Cheptegei kom í mark á 12:58.15 mín. eða 46 hundraðshlutum á undan Mohammed Ahmed frá Kanada sem fékk silfur. Bandaríkjamaðurinn Paul Chelimo kom í mark á 12:59.05 mín. og fékk brons. Chelimo kom í mark rétt á undan Keníamanninum Nicholas Kipkorir Kimeli en það munaði ekki miklu á fremstu mönnum. Ahmed flutti til Kanada þegar hann var ellefu ára en hann er fæddur í Sómalíu. Chelimo er frá Kenía en fékk bandarískan ríkisborgararétt eftir að hafa gengið í bandaríska herinn. The World Record holder becomes Olympic champion! #UGAJoshua Cheptegei wins the men's 5000m #Gold at @Tokyo2020!#StrongerTogether | #Tokyo2020 | @WorldAthletics pic.twitter.com/ikDTcBjqjb— Olympics (@Olympics) August 6, 2021 Liu Shiying frá Kína varð Ólympíumeistari í spjótkasti kvenna eftir kast upp á 66,34 metra. Maria Andrejczyk frá Póllandi fékk silfur en hún kastaði lengst 64,61 metra. Ástralinn Kelsey-Lee Barber var síðan aðeins fimm sentímetrum frá silfrinu en hún kastaði 64,56 metra í lokakasti sínu og tók bronsið. Shiying varð aðeins í 23. sæti á síðustu Ólympíuleikum en fékk silfur á síðasta heimsmeistaramóti. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóll spilar allavega átta Evrópuleiki í vetur Fram spilar og selur treyjur til styrkar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Sjá meira
Shaunae Miller-Uibo vann glæsilegan sigur í 400 metra hlaupi kvenna. Miller-Uibo kom í mark á 48,36 sekúndum sem er næstbesti tími sögunnar á Ólympíuleikunum en metið á áfram hin franska Marie-José Pérec frá leikunum í Atlanta árið 1996 (48.25 sekúndur). Þegar Miller-Uibo vann gullið í Ríó árið 2016 þá kom hún í mark á 49,44 sekúndum. Shaunae Miller-Uibo wins #gold for #BAH in the women s 400m!A great win for Miller-Uibo who defends her title!#StrongerTogether | #Tokyo2020 | @WorldAthletics pic.twitter.com/2N6glnM3xk— Olympics (@Olympics) August 6, 2021 Miller-Uibo hét bara Shaunae Miller á síðustu leiknum en hefur gift sig eistneska tugþrautarkappanum Maicel Uibo í millitíðinni og mætti því með nýtt eftirnafn á þessa leika. Marileidy Paulino frá Dómíníska Lýðveldinu fékk silfrið en hún bætti landsmetið í annað skiptið á þessum leik með því að hlaupa á 49,20 sekúndum Made in #BAHDouble 4 0 0 #gold for The Bahamas! pic.twitter.com/QNyfvvpYck— Olympics (@Olympics) August 6, 2021 Allyson Felix varð önnur 2016 en tók bronsið í ár á 49,46 sekúndum. Það voru hennar tíundu verðlaun á Ólympíuleikum og er hún nú sú frjálsíþróttakona sem hefur unnið flest Ólympíuverðlaun en fyrir hlaupið var hún jöfn Merlene Ottey með níu. Stephenie Ann McPherson sem vann bronsið fyrir fimm árum varð að sætta sig við fjórða sætið eftir harða barátu við Felix. Ladies and gentlemen, the first woman to ever win 10 #Athletics medals at the Olympics...Take a bow, @allysonfelix! #USA #StrongerTogether | @Tokyo2020 | @WorldAthletics pic.twitter.com/id7qzKEw1l— Olympics (@Olympics) August 6, 2021 Faith Kipyegon vann 1500 metra hlaup kvenna á nýju Ólympíumeti en hún var að verja Ólympíutitil sinn. Kipyegon kom í mark á 3:53.11 mín. eftir flottan endaspretti. Bretinn Laura Muir náði silfrinu á nýju persónulegu meti og Hollendingurinn Sifan Hassan, sem leiddi nær allt hlaupið varð að sætta sig við bronsið. Hassan er þegar búin að vinna 5000 metra hlaupið á þessum leikum og hún keppir síðan í tíu þúsund metra hlaupinu á morgun. Kipyegon varð einnig heimsmeistari árið 2017 en varð að sætta sig við silfur á síðasta heimsmeistaramóti þegar hún tapaði á móti fyrrnefndri Hassan. Þetta er aftur á móti búið að vera mjög flott tímabil hjá henni sem hún fullkomnar með þessum sigri. Faith Kipyegon becomes the 1st Kenyan female athlete to win back to back Olympic Gold medal after winning 1500m race in Tokyo,Japan ^MW pic.twitter.com/kbDOEQ3aUb— KBC Channel1 News (@KBCChannel1) August 6, 2021 Heimsmethafinn Joshua Cheptegei frá Úganda vann 5000 metra hlaup karla og bætti þar með gulli við silfrið sem hann vann í tíu þúsund metra hlaupinu. Þetta voru önnur gullverðlaun Úganda á leikunum því Peruth Chemutai vann 3000 metra hindrunarhlaup kvenna. Cheptegei kom í mark á 12:58.15 mín. eða 46 hundraðshlutum á undan Mohammed Ahmed frá Kanada sem fékk silfur. Bandaríkjamaðurinn Paul Chelimo kom í mark á 12:59.05 mín. og fékk brons. Chelimo kom í mark rétt á undan Keníamanninum Nicholas Kipkorir Kimeli en það munaði ekki miklu á fremstu mönnum. Ahmed flutti til Kanada þegar hann var ellefu ára en hann er fæddur í Sómalíu. Chelimo er frá Kenía en fékk bandarískan ríkisborgararétt eftir að hafa gengið í bandaríska herinn. The World Record holder becomes Olympic champion! #UGAJoshua Cheptegei wins the men's 5000m #Gold at @Tokyo2020!#StrongerTogether | #Tokyo2020 | @WorldAthletics pic.twitter.com/ikDTcBjqjb— Olympics (@Olympics) August 6, 2021 Liu Shiying frá Kína varð Ólympíumeistari í spjótkasti kvenna eftir kast upp á 66,34 metra. Maria Andrejczyk frá Póllandi fékk silfur en hún kastaði lengst 64,61 metra. Ástralinn Kelsey-Lee Barber var síðan aðeins fimm sentímetrum frá silfrinu en hún kastaði 64,56 metra í lokakasti sínu og tók bronsið. Shiying varð aðeins í 23. sæti á síðustu Ólympíuleikum en fékk silfur á síðasta heimsmeistaramóti.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóll spilar allavega átta Evrópuleiki í vetur Fram spilar og selur treyjur til styrkar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Sjá meira