Þvertekur fyrir að Sjísjov hafi svipt sig lífi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2021 13:44 Lík hvítrússneska aðgerðasinnans Vitaly Sjísjovs fannst í almenningsgarði í Kænugarði á þriðjudag. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu. EPA-EFE/STEPAN FRANKO Maki hvítrússnesks aðgerðasinna, sem fannst látinn í almenningsgarði í Úkraínu, segist ekki trúa því að hann hafi svipt sig lífi. Vinir hans telja að hann hafi verið myrtur og vettvangur sviðsettur. Lík Vitaly Sjísjovs fannst hangandi í tré í almenningsgarði í Kænugarði síðasta þriðjudag. Hann hafði ekki skilað sér heim eftir að hafa farið út að hlaupa á mánudagsmorgun. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Lögreglan í Kænugarði hefur málið nú til rannsóknar og er það til athugunar hvort Sjísjov hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið myrtur og vettvangurinn sviðsettur til að Sjísjov virtist hafa framið sjálfsvíg. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að andlát Sjísjovs hafi bætt við áhyggjur þeirra á ástandinu í Hvíta-Rússlandi. „Við skipulögðum framtíð saman,“ sagði Bazhena Zholúdzh, kærasta Sjísjovs, í samtali við breska ríkisútvarpi í dag. „Hann hefði ekki bara yfirgefið mig á þennan hátt.“ Zholúdzh segir að Sjísjov hafi áður lýst yfir áhyggjum um öryggi þeirra í Úkraínu en hún hafi ekki tekið þær áhyggjur alvarlega. „Hann sat stundum við gluggann og sagðist fylgjast með bílum keyra um bílaplanið okkar. Ég tók það ekki alvarlega. Ég sagði honum að hann væri of tortrygginn. Hver hefði áhuga á okkur? En kannski fann hann á sér að eitthvað var að fara að gerast,“ sagði Zholúdzh. Sjísjov var forstöðumaður samtaka Hvít-Rússa í Úkraínu sem tekið hafa á móti flóttafólki frá Hvíta-Rússlandi og hjálpað því að hefja nýtt líf. Andlát Sjísjovs hefur vakið mikla athygli og beint kastljósinu að Hvíta-Rússlandi á ný. Alexander Lúkasjenka hefur verið foreti landsins frá árinu 1994 og í kjölfar umdeildra kosninga í fyrra hefur mótmælaalda riði yfir landið. Síðan þá hefur fjöldi stjórnarandstæðinga flúið landið og fjöldi þeirra verið handtekinn. Fyrr á árinu voru stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi harðlega gagnrýnd eftir að hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevíts og kærastan hans voru handtekin á flugvellinum í Mínsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Þau höfðu verið um borð í flugvél á leið frá Aþenu til Litháen þegar flugvélinni var skyndilega gert að lenda í Hvíta-Rússlandi. Margir telja að hvítrússnesk stjórnvöld hafi látið hana lenda til að geta handtekið Prótasevíts. Zholúdzh segir í samtali við fréttastofu Newshour að hún hafi ekki séð Sjísjov daginn sem hann hvarf. „Ég vaknaði og hann var farinn,“ segir Zholúdzh. „Ég hef enn þá ekki fengið að sjá líkið til að kveðja hann vegna þess að við vorum ekki gift.“ Hvíta-Rússland Úkraína Tengdar fréttir Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6. ágúst 2021 07:25 Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
Lík Vitaly Sjísjovs fannst hangandi í tré í almenningsgarði í Kænugarði síðasta þriðjudag. Hann hafði ekki skilað sér heim eftir að hafa farið út að hlaupa á mánudagsmorgun. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Lögreglan í Kænugarði hefur málið nú til rannsóknar og er það til athugunar hvort Sjísjov hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið myrtur og vettvangurinn sviðsettur til að Sjísjov virtist hafa framið sjálfsvíg. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að andlát Sjísjovs hafi bætt við áhyggjur þeirra á ástandinu í Hvíta-Rússlandi. „Við skipulögðum framtíð saman,“ sagði Bazhena Zholúdzh, kærasta Sjísjovs, í samtali við breska ríkisútvarpi í dag. „Hann hefði ekki bara yfirgefið mig á þennan hátt.“ Zholúdzh segir að Sjísjov hafi áður lýst yfir áhyggjum um öryggi þeirra í Úkraínu en hún hafi ekki tekið þær áhyggjur alvarlega. „Hann sat stundum við gluggann og sagðist fylgjast með bílum keyra um bílaplanið okkar. Ég tók það ekki alvarlega. Ég sagði honum að hann væri of tortrygginn. Hver hefði áhuga á okkur? En kannski fann hann á sér að eitthvað var að fara að gerast,“ sagði Zholúdzh. Sjísjov var forstöðumaður samtaka Hvít-Rússa í Úkraínu sem tekið hafa á móti flóttafólki frá Hvíta-Rússlandi og hjálpað því að hefja nýtt líf. Andlát Sjísjovs hefur vakið mikla athygli og beint kastljósinu að Hvíta-Rússlandi á ný. Alexander Lúkasjenka hefur verið foreti landsins frá árinu 1994 og í kjölfar umdeildra kosninga í fyrra hefur mótmælaalda riði yfir landið. Síðan þá hefur fjöldi stjórnarandstæðinga flúið landið og fjöldi þeirra verið handtekinn. Fyrr á árinu voru stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi harðlega gagnrýnd eftir að hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevíts og kærastan hans voru handtekin á flugvellinum í Mínsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Þau höfðu verið um borð í flugvél á leið frá Aþenu til Litháen þegar flugvélinni var skyndilega gert að lenda í Hvíta-Rússlandi. Margir telja að hvítrússnesk stjórnvöld hafi látið hana lenda til að geta handtekið Prótasevíts. Zholúdzh segir í samtali við fréttastofu Newshour að hún hafi ekki séð Sjísjov daginn sem hann hvarf. „Ég vaknaði og hann var farinn,“ segir Zholúdzh. „Ég hef enn þá ekki fengið að sjá líkið til að kveðja hann vegna þess að við vorum ekki gift.“
Hvíta-Rússland Úkraína Tengdar fréttir Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6. ágúst 2021 07:25 Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6. ágúst 2021 07:25
Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48
Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02