Ein kvennanna kærir Cuomo fyrir áreitni Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2021 22:29 Það er heitt undir Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, þessa dagana. AP/Mary Altaffer Kona sem sakar Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, um að hafa þuklað á brjósti sínu hefur lagt fram kæru á hendur honum. Kæran er sú fyrsta sem vitað er til vegna kynferðisáreitni ríkisstjórans. Niðurstöður rannsóknar á vegum dómsmálráðherra New York-ríkis sem birtar voru í vikunni voru að Cuomo hefði áreitt að minnsta kosti ellefu konur. Hann neitar sök og hefur látið áköll flokkssystkina sinna í Demókrataflokknum, þar á meðal Joes Biden forseta, um að hann segi af sér sem vind um eyru þjóta. AP-fréttastofan segir að ein kvennanna hafi lagt fram kæru á hendur Cuomo hjá lögreglustjóranum í Alabany-sýslu í gær. Embættið segist taka allar kærur sem því berist alvarlega. Telji lögreglan að Cuomo hafi gerst sekur um glæp gæti hann verið handtekinn. Það væri þá í höndum saksóknara hvort að ríkisstjórinn yrði ákærður. Konan sem kærði Cuomo er fyrrverandi aðstoðarkona hans. Hún sakar Cuomo um að hafa farið inn á skyrtu hennar og þuklað á brjóti hennar þegar þau voru ein saman á ríkisstjórasetrinu í fyrra. Við annað tækifæri hafi Cuomo nuddað á henni afturendann þegar þau sátu saman fyrir á mynd. Ríkisþing New York hefur nú til umfjöllunar að kæra Cuomo fyrir embættisbrot. Stór hluti þingheims hefur lýst yfir vilja til þess að sakfella ríkisstjórann og svipta hann þannig embætti. Fyrir utan fjölda ásakana kvenna um kynferðislega áreitni hefur Cuomo sætt harðri gagnrýni vegna fjölda dauðsfalla af völdum kórónuveirunnar á hjúkrunarheimilum í ríkinu. Bandaríkin MeToo Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Biden hvetur Cuomo til að segja af sér Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag. 3. ágúst 2021 23:27 Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23 Sakaður um áreitni í garð minnst ellefu kvenna Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, áreitti konur kynferðislega og beitti sér gegn einni þeirra sem sakaði hann opinberlega um áreitni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem Letitia James, ríkissaksóknari New York, opinberaði nú fyrir skömmu. 3. ágúst 2021 15:27 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Niðurstöður rannsóknar á vegum dómsmálráðherra New York-ríkis sem birtar voru í vikunni voru að Cuomo hefði áreitt að minnsta kosti ellefu konur. Hann neitar sök og hefur látið áköll flokkssystkina sinna í Demókrataflokknum, þar á meðal Joes Biden forseta, um að hann segi af sér sem vind um eyru þjóta. AP-fréttastofan segir að ein kvennanna hafi lagt fram kæru á hendur Cuomo hjá lögreglustjóranum í Alabany-sýslu í gær. Embættið segist taka allar kærur sem því berist alvarlega. Telji lögreglan að Cuomo hafi gerst sekur um glæp gæti hann verið handtekinn. Það væri þá í höndum saksóknara hvort að ríkisstjórinn yrði ákærður. Konan sem kærði Cuomo er fyrrverandi aðstoðarkona hans. Hún sakar Cuomo um að hafa farið inn á skyrtu hennar og þuklað á brjóti hennar þegar þau voru ein saman á ríkisstjórasetrinu í fyrra. Við annað tækifæri hafi Cuomo nuddað á henni afturendann þegar þau sátu saman fyrir á mynd. Ríkisþing New York hefur nú til umfjöllunar að kæra Cuomo fyrir embættisbrot. Stór hluti þingheims hefur lýst yfir vilja til þess að sakfella ríkisstjórann og svipta hann þannig embætti. Fyrir utan fjölda ásakana kvenna um kynferðislega áreitni hefur Cuomo sætt harðri gagnrýni vegna fjölda dauðsfalla af völdum kórónuveirunnar á hjúkrunarheimilum í ríkinu.
Bandaríkin MeToo Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Biden hvetur Cuomo til að segja af sér Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag. 3. ágúst 2021 23:27 Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23 Sakaður um áreitni í garð minnst ellefu kvenna Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, áreitti konur kynferðislega og beitti sér gegn einni þeirra sem sakaði hann opinberlega um áreitni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem Letitia James, ríkissaksóknari New York, opinberaði nú fyrir skömmu. 3. ágúst 2021 15:27 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Biden hvetur Cuomo til að segja af sér Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag. 3. ágúst 2021 23:27
Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23
Sakaður um áreitni í garð minnst ellefu kvenna Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, áreitti konur kynferðislega og beitti sér gegn einni þeirra sem sakaði hann opinberlega um áreitni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem Letitia James, ríkissaksóknari New York, opinberaði nú fyrir skömmu. 3. ágúst 2021 15:27