Úr ellefu í hundrað þúsund daglegra greininga á sex vikum Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2021 09:01 Óbólusettir íbúar Flórída bíða í röð eftir ða verða bólusettir. AP/Marta Lavandier Fleiri en hundrað þúsund manns greinast smitaðir af Covid-19 í Bandaríkjunum á degi hverjum að meðaltali. Nýja kórónuveiran dreifist hratt meðal óbólusettra þar í landi og þá sérstaklega í Suðurríkjunum þar sem heilbrigðisstarfsmenn eru sagðir undir gífurlegu álagi. AP fréttaveitan segir að undir lok júnímánaðar hafi sjö daga meðaltal smitaðra í Bandaríkjunum verið um ellefu þúsund á dag. Nú sé það 107.143. Það tók Bandaríkin níu mánuði frá því faraldurinn hófst þar í landi að fara í hundrað þúsund smitaða á dag. Að þessu sinni tók það einungis sex vikur og það jafnvel þó rúmlega 70 prósent fullorðinna Bandaríkjamanna séu fullbólusettir. Sjö daga meðaltal þeirra sem deyja á dag hefur einnig aukist úr 270 fyrir tveimur vikum í tæplega fimm hundruð í gær. Dauðsföll eru mun færri en þau voru síðast þegar um hundrað þúsund greindust smitaðir á dag og er það rakið til bólusetninga. Innlögnum á sjúkrahús hefur fjölgað verulega og samkvæmt AP er skortur á sjúkrarými víða. Í Houston í Texas hefur þurft að flytja sjúklinga úr borginni og þar á meðal er einn sjúklingur sem var fluttur alla leið til Norður-Dakóta. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída.AP/Wilfredo Lee Hvergi fleiri á sjúkrahúsi en í Flórída Ástandið hefur versnað hratt í Flórída og eru innlagnir hvergi fleiri í Bandaríkjunum. Þar hefur Ron DeSantis, ríkisstjóri, neitað að grípa til hertra sóttvarnaraðgerða. Í gær samþykkti hann ný lög sem ætlað er að stöðva skólayfirvöld í ríkinu í því að koma á grímuskyldum í skólum. DeSantis brást reiður við spurningu blaðamanns í vikunni um grímur og börn og sakaði Joe Biden, forseta, um að bera ábyrgð á fjölgun smitaðra með dylgjum um að ólöglegir innflytjendur frá Suður-Ameríku séu að bera smit inn fyrir landamæri Bandaríkjanna. Auk DeSantis hefur Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, einnig haldið þessu fram. Sérfræðingar segja þá, og aðra íhaldsmenn, hafa rangt fyrir sér. Um sextán prósent þeirra sem komi yfir landamærin greinist með Covid-19 en þeir séu ekki að valda dreifingu veirunnar í Bandaríkjunum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirbúa endurbólusetningu viðkvæmra hópa Bandarísk sóttvarnayfirvöld undirbúa nú endurbólusetningu fólks með skerta ónæmiskerfisstarfsemi eins fljótt og hægt er. Kórónuveirusmitum fjölgar nú ört vestanhafs eins og víða annars staðar. 5. ágúst 2021 21:42 Bólusetning skilyrði fyrir ferðalögum til Bandaríkjanna Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að gera bólusetningu gegn Covid-19 að skilyrði fyrir flesta erlenda ferðalanga sem þangað koma. Ferðalög erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna eru enn verulega takmörkuð vegna faraldursins. 4. ágúst 2021 23:32 WHO hvetur til að beðið verði með endurbólusetningar Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar vill að þjóðir heims fresti því að endurbólusetja þegna sína gegn Covid-19 til þess að tryggja framboð á bóluefni fyrir lönd þar sem fáir hafa fengið fyrsta skammt ennþá. 4. ágúst 2021 17:39 Einni og hálfri milljón manna skipað að halda sig heima vegna nítján smitaðra Íbúum borgarinnar Zhangjiajie í Kína hefur verið meinað að yfirgefa heimili sín vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Um 1,5 milljón manna búa í borginni sem er einni vinsæll ferðamannastaður. 4. ágúst 2021 14:45 Langvarandi Covid-19 fátítt meðal barna Börn og ungmenni virðast sjaldan þjást af langvarandi einkennum í kjölfar Covid-19, samkvæmt niðurstöðum breskrar rannsóknar. Eldri börn eru almennt lengur veik en yngri börn. 4. ágúst 2021 08:14 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
AP fréttaveitan segir að undir lok júnímánaðar hafi sjö daga meðaltal smitaðra í Bandaríkjunum verið um ellefu þúsund á dag. Nú sé það 107.143. Það tók Bandaríkin níu mánuði frá því faraldurinn hófst þar í landi að fara í hundrað þúsund smitaða á dag. Að þessu sinni tók það einungis sex vikur og það jafnvel þó rúmlega 70 prósent fullorðinna Bandaríkjamanna séu fullbólusettir. Sjö daga meðaltal þeirra sem deyja á dag hefur einnig aukist úr 270 fyrir tveimur vikum í tæplega fimm hundruð í gær. Dauðsföll eru mun færri en þau voru síðast þegar um hundrað þúsund greindust smitaðir á dag og er það rakið til bólusetninga. Innlögnum á sjúkrahús hefur fjölgað verulega og samkvæmt AP er skortur á sjúkrarými víða. Í Houston í Texas hefur þurft að flytja sjúklinga úr borginni og þar á meðal er einn sjúklingur sem var fluttur alla leið til Norður-Dakóta. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída.AP/Wilfredo Lee Hvergi fleiri á sjúkrahúsi en í Flórída Ástandið hefur versnað hratt í Flórída og eru innlagnir hvergi fleiri í Bandaríkjunum. Þar hefur Ron DeSantis, ríkisstjóri, neitað að grípa til hertra sóttvarnaraðgerða. Í gær samþykkti hann ný lög sem ætlað er að stöðva skólayfirvöld í ríkinu í því að koma á grímuskyldum í skólum. DeSantis brást reiður við spurningu blaðamanns í vikunni um grímur og börn og sakaði Joe Biden, forseta, um að bera ábyrgð á fjölgun smitaðra með dylgjum um að ólöglegir innflytjendur frá Suður-Ameríku séu að bera smit inn fyrir landamæri Bandaríkjanna. Auk DeSantis hefur Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, einnig haldið þessu fram. Sérfræðingar segja þá, og aðra íhaldsmenn, hafa rangt fyrir sér. Um sextán prósent þeirra sem komi yfir landamærin greinist með Covid-19 en þeir séu ekki að valda dreifingu veirunnar í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirbúa endurbólusetningu viðkvæmra hópa Bandarísk sóttvarnayfirvöld undirbúa nú endurbólusetningu fólks með skerta ónæmiskerfisstarfsemi eins fljótt og hægt er. Kórónuveirusmitum fjölgar nú ört vestanhafs eins og víða annars staðar. 5. ágúst 2021 21:42 Bólusetning skilyrði fyrir ferðalögum til Bandaríkjanna Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að gera bólusetningu gegn Covid-19 að skilyrði fyrir flesta erlenda ferðalanga sem þangað koma. Ferðalög erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna eru enn verulega takmörkuð vegna faraldursins. 4. ágúst 2021 23:32 WHO hvetur til að beðið verði með endurbólusetningar Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar vill að þjóðir heims fresti því að endurbólusetja þegna sína gegn Covid-19 til þess að tryggja framboð á bóluefni fyrir lönd þar sem fáir hafa fengið fyrsta skammt ennþá. 4. ágúst 2021 17:39 Einni og hálfri milljón manna skipað að halda sig heima vegna nítján smitaðra Íbúum borgarinnar Zhangjiajie í Kína hefur verið meinað að yfirgefa heimili sín vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Um 1,5 milljón manna búa í borginni sem er einni vinsæll ferðamannastaður. 4. ágúst 2021 14:45 Langvarandi Covid-19 fátítt meðal barna Börn og ungmenni virðast sjaldan þjást af langvarandi einkennum í kjölfar Covid-19, samkvæmt niðurstöðum breskrar rannsóknar. Eldri börn eru almennt lengur veik en yngri börn. 4. ágúst 2021 08:14 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Undirbúa endurbólusetningu viðkvæmra hópa Bandarísk sóttvarnayfirvöld undirbúa nú endurbólusetningu fólks með skerta ónæmiskerfisstarfsemi eins fljótt og hægt er. Kórónuveirusmitum fjölgar nú ört vestanhafs eins og víða annars staðar. 5. ágúst 2021 21:42
Bólusetning skilyrði fyrir ferðalögum til Bandaríkjanna Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að gera bólusetningu gegn Covid-19 að skilyrði fyrir flesta erlenda ferðalanga sem þangað koma. Ferðalög erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna eru enn verulega takmörkuð vegna faraldursins. 4. ágúst 2021 23:32
WHO hvetur til að beðið verði með endurbólusetningar Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar vill að þjóðir heims fresti því að endurbólusetja þegna sína gegn Covid-19 til þess að tryggja framboð á bóluefni fyrir lönd þar sem fáir hafa fengið fyrsta skammt ennþá. 4. ágúst 2021 17:39
Einni og hálfri milljón manna skipað að halda sig heima vegna nítján smitaðra Íbúum borgarinnar Zhangjiajie í Kína hefur verið meinað að yfirgefa heimili sín vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Um 1,5 milljón manna búa í borginni sem er einni vinsæll ferðamannastaður. 4. ágúst 2021 14:45
Langvarandi Covid-19 fátítt meðal barna Börn og ungmenni virðast sjaldan þjást af langvarandi einkennum í kjölfar Covid-19, samkvæmt niðurstöðum breskrar rannsóknar. Eldri börn eru almennt lengur veik en yngri börn. 4. ágúst 2021 08:14