Ótrúlegur endasprettur skilaði Hassan öðru gulli hennar á leikunum Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2021 14:31 Hassan kemur fyrst í mark í hlaupi dagsins. Patrick Smith/Getty Images Hollenska hlaupakonan Sifan Hassan fagnaði sigri í 10 þúsund metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó í hádeginu. Hún vann þar með til sinna þriðju verðlauna á leikunum. Hassan þótti á meðal þeirra sigurstranglegustu í hlaupinu en hún fagnaði sigri í greininni á HM 2019. Hún hefur þó tekið þátt í tveimur öðrum greinum fyrr á leikunum og var því spurning um hvort þreyta myndi segja til sín á lokadegi frjálsíþróttanna í dag. Hin eþíópíska Letesenbet Gidey leiddi hlaupið lengi vel en var með Hassan andandi ofan í hálsmálið á sér. Í bakinu á þeirri hollensku var hin eþíópíska Kalkidan Gezahegne sem keppir undir fána Barein. Aðrar konur höfðu helst úr lestinni og ljóst að þetta yrði þriggja hesta hlaup. Gidey leiddi þegar komið var á lokahring og jók hraðann. Þegar hringurinn var rúmlega hálfnaður missti hún hins vegar dampinn þegar þær þrjár hringuðu hóp kvenna sem ekki færði sig til hliðar. Gidey var innst á brautinni og þurfti því að hafa meira fyrir því að fara út fyrir hópinn. Hassan nýtti tækifærið og skaust fram úr henni, sem og Gezahegne. Gidey stífnaði þá upp og kom þriðja í mark langt á eftir þeim stöllum. Hassan spretti á svakalegum hraða í mark og gaf þeirri bareinsku aldrei möguleika, þrátt fyrir að hún hafi reynt sitt besta að halda í við þá hollensku. Hassan kom í mark á 29 mínútum og 55,33 sekúndum. Hún keyrði sig út og sást liggjandi lengi vel á brautinni eftir að hafa komið í mark. Hún var gjörsamlega örmagna eftir lokasprettinn í hitanum í Tókýó. Hassan hlaut sitt annað gull á leikunum og þriðju verðlaun í heild. Áður vann hún gull í 5000 metrum og hlaut brons í 1500 metra hlaupi. Hassan steinlá eftir endasprettinn.Cameron Spencer/Getty Images Hlaup Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Fleiri fréttir Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Sjá meira
Hassan þótti á meðal þeirra sigurstranglegustu í hlaupinu en hún fagnaði sigri í greininni á HM 2019. Hún hefur þó tekið þátt í tveimur öðrum greinum fyrr á leikunum og var því spurning um hvort þreyta myndi segja til sín á lokadegi frjálsíþróttanna í dag. Hin eþíópíska Letesenbet Gidey leiddi hlaupið lengi vel en var með Hassan andandi ofan í hálsmálið á sér. Í bakinu á þeirri hollensku var hin eþíópíska Kalkidan Gezahegne sem keppir undir fána Barein. Aðrar konur höfðu helst úr lestinni og ljóst að þetta yrði þriggja hesta hlaup. Gidey leiddi þegar komið var á lokahring og jók hraðann. Þegar hringurinn var rúmlega hálfnaður missti hún hins vegar dampinn þegar þær þrjár hringuðu hóp kvenna sem ekki færði sig til hliðar. Gidey var innst á brautinni og þurfti því að hafa meira fyrir því að fara út fyrir hópinn. Hassan nýtti tækifærið og skaust fram úr henni, sem og Gezahegne. Gidey stífnaði þá upp og kom þriðja í mark langt á eftir þeim stöllum. Hassan spretti á svakalegum hraða í mark og gaf þeirri bareinsku aldrei möguleika, þrátt fyrir að hún hafi reynt sitt besta að halda í við þá hollensku. Hassan kom í mark á 29 mínútum og 55,33 sekúndum. Hún keyrði sig út og sást liggjandi lengi vel á brautinni eftir að hafa komið í mark. Hún var gjörsamlega örmagna eftir lokasprettinn í hitanum í Tókýó. Hassan hlaut sitt annað gull á leikunum og þriðju verðlaun í heild. Áður vann hún gull í 5000 metrum og hlaut brons í 1500 metra hlaupi. Hassan steinlá eftir endasprettinn.Cameron Spencer/Getty Images
Hlaup Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Fleiri fréttir Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Sjá meira