Talibanar taka tvær borgir til viðbótar Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2021 08:09 Stjórnarherr Afganistans virðist eiga erfitt með að halda aftur af Talibönum sem gera linnulausar árásir víðsvegar um landið. EPA/JALIL REZAYEE Vígamenn Talibana segjast hafa náð tökum á borginni Kunduz, höfuðborg Kunduz-héraðs. Það er eftir harða bardaga í borginni en fregnir hafa einnig borist af falli borgarinnar Sar-e-Pul, sem er einnig höfuðborg héraðs með sama nafn. Það þýðir að Talibanar hafa lagt undir fjórar héraðshöfuðborgir Afganistans á einungis þremur dögum. Þingmaður segir í samtali við AFP fréttaveituna að Talibanar hafi umkringt heila herdeild stjórnarhersins í útjaðri Sar-e-Pul. Vígamenn stjórni borginni. #Kunduz Police HQ captured by #Taliban pic.twitter.com/AwIIcR2PH8— C4H10FO2P (@markito0171) August 8, 2021 Fyrir Kunduz og Sar-e-Pul höfðu Talibanar einnig hernumið borgirnar Sheberghan og Zaranji. Þá eru bardagar sagðir eiga sérstað í borgunum Lashkar Gah og Kandahar í suðurhluta landsins. Stjórnarher Afganistans og aðrar sveitir sem styðja ríkisstjórn landsins eiga í hörðum bardögum við Talibana víða um landið. Herinn er undir miklu álagi og hefur þurft að hörfa víða. Talibanar hafa lagt undir sig stóran hluta landsins samhliða því að Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið flytja hermenn sína á brott. Talibanar hafa haft yfirhöndina í dreifðri byggðum Afganistans og hefur stjórnarherinn að mestu haldið sig við það að verja héraðshöfuðborgirnar. Ríkisstjórn Afganistans hefur ekki tjáð sig um fall borganna enn, að öðru leyti en að segja að Talibanar verði brátt reknir á brott. Sókn Talibana hefur þó dregið verulegan mátt úr stjórnarhernum og sveitum hliðhollum ríksstjórninni. Nú um helgina hafa Bandaríkjamenn gert þó nokkrar loftárásir gegn Talibönum um helgina. Enn stendur þó til að ljúka alfarið brottflutningi bandarískra hersveita frá Afganistan í þessum mánuði. Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Talibanar taka fyrstu borgina án þess að hleypa af skoti Vígamenn Talibana hafa náð tökum á fyrstu héraðshöfuðborg landsins. Borgin Zaranj í Nimruz-héraði féll í hendur þeirra án þess að skoti væri hleypt af. Zaranj er nærri landamærum Afganistans og Írans. 6. ágúst 2021 11:57 Reyndu að myrða varnarmálaráðherrann og heita fleiri árásum á leiðtoga Talibanar gerðu í gær bíræfna tilraun til að ráða varnarmálaráðherra Afganistans af dögum og heita frekari árásum á leiðtoga ríkisstjórnar landsins. Bismillah Khan Mohammadi, ráðherrann, var ekki heima og verðir fluttu fjölskyldu hans á brott. 4. ágúst 2021 11:01 Forseti Afganistan kennir brottför Bandaríkjahers um versnandi ofbeldi Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hefur kennt skyndilegri og snöggri brottför Bandaríkjahers um versnandi ofbeldi í landinu. Her Afganistan á nú í erfiðum átökum við herskáa Talíbana. 2. ágúst 2021 21:13 Hafa áhyggjur af auknum árásum á almenna borgara Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa miklar áhyggjur af fregnum af auknum árásum á almenna borgara í Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar segja þær árásir hafa náð nýjum hæðum að undanförnu samhliða stórri sókn Talibana, sem hafa lagt undir sig stóran hluta landsins síðustu mánuði. 28. júlí 2021 22:31 Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða Talibanar munu ekki semja um frið fyrr en Ashraf Ghani, núverandi forseti, fer frá völdum og ný ríkisstjórn verði mynduð. Þeir segjast ekki vilja stjórna einir þar sem engum hafi tekist það til lengri tíma. 24. júlí 2021 09:02 Talibanar skutu 22 hermenn sem gáfust upp Vígamenn Talibana tóku minnst 22 afganskra sérsveitarmenn af lífi eftir að þeir gáfust upp. Þetta var í bænum Dawlat Abad í síðasta mánuði en myndbönd af aftökunni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. 13. júlí 2021 16:49 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Það þýðir að Talibanar hafa lagt undir fjórar héraðshöfuðborgir Afganistans á einungis þremur dögum. Þingmaður segir í samtali við AFP fréttaveituna að Talibanar hafi umkringt heila herdeild stjórnarhersins í útjaðri Sar-e-Pul. Vígamenn stjórni borginni. #Kunduz Police HQ captured by #Taliban pic.twitter.com/AwIIcR2PH8— C4H10FO2P (@markito0171) August 8, 2021 Fyrir Kunduz og Sar-e-Pul höfðu Talibanar einnig hernumið borgirnar Sheberghan og Zaranji. Þá eru bardagar sagðir eiga sérstað í borgunum Lashkar Gah og Kandahar í suðurhluta landsins. Stjórnarher Afganistans og aðrar sveitir sem styðja ríkisstjórn landsins eiga í hörðum bardögum við Talibana víða um landið. Herinn er undir miklu álagi og hefur þurft að hörfa víða. Talibanar hafa lagt undir sig stóran hluta landsins samhliða því að Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið flytja hermenn sína á brott. Talibanar hafa haft yfirhöndina í dreifðri byggðum Afganistans og hefur stjórnarherinn að mestu haldið sig við það að verja héraðshöfuðborgirnar. Ríkisstjórn Afganistans hefur ekki tjáð sig um fall borganna enn, að öðru leyti en að segja að Talibanar verði brátt reknir á brott. Sókn Talibana hefur þó dregið verulegan mátt úr stjórnarhernum og sveitum hliðhollum ríksstjórninni. Nú um helgina hafa Bandaríkjamenn gert þó nokkrar loftárásir gegn Talibönum um helgina. Enn stendur þó til að ljúka alfarið brottflutningi bandarískra hersveita frá Afganistan í þessum mánuði.
Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Talibanar taka fyrstu borgina án þess að hleypa af skoti Vígamenn Talibana hafa náð tökum á fyrstu héraðshöfuðborg landsins. Borgin Zaranj í Nimruz-héraði féll í hendur þeirra án þess að skoti væri hleypt af. Zaranj er nærri landamærum Afganistans og Írans. 6. ágúst 2021 11:57 Reyndu að myrða varnarmálaráðherrann og heita fleiri árásum á leiðtoga Talibanar gerðu í gær bíræfna tilraun til að ráða varnarmálaráðherra Afganistans af dögum og heita frekari árásum á leiðtoga ríkisstjórnar landsins. Bismillah Khan Mohammadi, ráðherrann, var ekki heima og verðir fluttu fjölskyldu hans á brott. 4. ágúst 2021 11:01 Forseti Afganistan kennir brottför Bandaríkjahers um versnandi ofbeldi Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hefur kennt skyndilegri og snöggri brottför Bandaríkjahers um versnandi ofbeldi í landinu. Her Afganistan á nú í erfiðum átökum við herskáa Talíbana. 2. ágúst 2021 21:13 Hafa áhyggjur af auknum árásum á almenna borgara Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa miklar áhyggjur af fregnum af auknum árásum á almenna borgara í Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar segja þær árásir hafa náð nýjum hæðum að undanförnu samhliða stórri sókn Talibana, sem hafa lagt undir sig stóran hluta landsins síðustu mánuði. 28. júlí 2021 22:31 Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða Talibanar munu ekki semja um frið fyrr en Ashraf Ghani, núverandi forseti, fer frá völdum og ný ríkisstjórn verði mynduð. Þeir segjast ekki vilja stjórna einir þar sem engum hafi tekist það til lengri tíma. 24. júlí 2021 09:02 Talibanar skutu 22 hermenn sem gáfust upp Vígamenn Talibana tóku minnst 22 afganskra sérsveitarmenn af lífi eftir að þeir gáfust upp. Þetta var í bænum Dawlat Abad í síðasta mánuði en myndbönd af aftökunni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. 13. júlí 2021 16:49 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Talibanar taka fyrstu borgina án þess að hleypa af skoti Vígamenn Talibana hafa náð tökum á fyrstu héraðshöfuðborg landsins. Borgin Zaranj í Nimruz-héraði féll í hendur þeirra án þess að skoti væri hleypt af. Zaranj er nærri landamærum Afganistans og Írans. 6. ágúst 2021 11:57
Reyndu að myrða varnarmálaráðherrann og heita fleiri árásum á leiðtoga Talibanar gerðu í gær bíræfna tilraun til að ráða varnarmálaráðherra Afganistans af dögum og heita frekari árásum á leiðtoga ríkisstjórnar landsins. Bismillah Khan Mohammadi, ráðherrann, var ekki heima og verðir fluttu fjölskyldu hans á brott. 4. ágúst 2021 11:01
Forseti Afganistan kennir brottför Bandaríkjahers um versnandi ofbeldi Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hefur kennt skyndilegri og snöggri brottför Bandaríkjahers um versnandi ofbeldi í landinu. Her Afganistan á nú í erfiðum átökum við herskáa Talíbana. 2. ágúst 2021 21:13
Hafa áhyggjur af auknum árásum á almenna borgara Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa miklar áhyggjur af fregnum af auknum árásum á almenna borgara í Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar segja þær árásir hafa náð nýjum hæðum að undanförnu samhliða stórri sókn Talibana, sem hafa lagt undir sig stóran hluta landsins síðustu mánuði. 28. júlí 2021 22:31
Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða Talibanar munu ekki semja um frið fyrr en Ashraf Ghani, núverandi forseti, fer frá völdum og ný ríkisstjórn verði mynduð. Þeir segjast ekki vilja stjórna einir þar sem engum hafi tekist það til lengri tíma. 24. júlí 2021 09:02
Talibanar skutu 22 hermenn sem gáfust upp Vígamenn Talibana tóku minnst 22 afganskra sérsveitarmenn af lífi eftir að þeir gáfust upp. Þetta var í bænum Dawlat Abad í síðasta mánuði en myndbönd af aftökunni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. 13. júlí 2021 16:49