Tveir handteknir fyrir að kveikja vísvitandi elda á Grikklandi Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2021 12:45 Íbúar á eyjunni Eviu fylgjast með gróðureldum. Tugir þorpa hafa verið rýmd á eyjunni. AP/Petros Karadjias Sumrinu á Grikklandi hefur verið líkt og martröð af forsætisráðherra landsins. Gróðureldar hafa leikið landið grátt í einhverri verstu hitabylgju sem gengið hefur yfir Grikkland á síðustu áratugum. Hitastigið hefur náð allt að 45 gráðum og bylgjunni hafa fylgt miklir þurrkar. Tveir hafa verið handteknir fyrir að kveikja elda vísvitandi. Undanfarna daga hafa fjölmargir gróðureldar kviknað á Grikklandi og margir þeirra í grennd við Aþenu, höfuðborg landsins. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín en mikill hiti og vindur hefur gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. Vindurinn og þurrkur hefur einnig leitt til þess að eldar hafa farið hratt yfir og fólk hefur haft lítinn fyrirvara til að flýja þá. Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, líkti þessu sumri við martröð í samtali við slökkviliðsmenn í gær. Hann sagði helsta markmið ríkisstjórnar sinnar vera að bjarga mannslífum. Þá hét hann því að allt skóglendi sem hefði brunnið yrði ræktað á nýjan leik. Her Grikklands hefur verið kallaður út til að takast á við eldana og önnur ríki hafa einnig sent slökkviliðsmenn og búnað. Einn slökkviliðsmaður dó á föstudaginn eftir að rafmagnsstaur féll á hann en þar að auki hafa eldarnir valdið gífurlegu tjóni og mögulega fleiri dauðsföllum. Nokkrir hafa verið handteknir fyrir að kveikja elda og þar á meðal tveir sem taldir eru hafa kveikt elda vísvitandi. Annar þeirra var handtekinn nærri Aþenu í gær og er sakaður um að hafa kveikt elda í tveimur lautum og fjórum ruslagámum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Eitthvað hefur dregið úr eldunum við Aþenu frá því í gær en þúsundir hafa þó þurft að flýja frá eyjunni Eviu en þar hafa eldar einnig logað síðustu daga. Þeir tóku þó kipp í gærkvöldi svo rýma þurfti fjölda þorpa. Íbúar segjast hafa tapað öllu í eldunum. Eldar loga víða um heim þessa dagana. Meðal annars má nefna á Ítalíu, í Bandaríkjunum, Norður-Makedóníu, Tyrklandi, Kanada og Síberíu. Grikkland Gróðureldar í Grikklandi Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Greenville brann til kaldra kola í stærsta eldi ársins Hinn sífellt stærri Dixie-eldur í Kaliforníu brenndi í vikunni smábæinn Greenville til grunna. Eldurinn hefur brunnið í rúmar þrjár vikur og varð rúmlega 360 þúsund ekrur að stærð í gærkvöldi. 6. ágúst 2021 09:54 Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð. 5. ágúst 2021 10:44 Átta hafa farist í gróðureldum í Tyrklandi Átta hafa farist í gróðureldum sem hafa brunnið undanfarna fimm daga í suðurhluta Tyrklands. Tíu eru á sjúkrahúsi vegna eldanna. 2. ágúst 2021 09:54 Eiga yfir höfði sér 20 ára fangelsi fyrir kynjaveislu Bandarískt par sem hélt kynjaveislu í september síðastliðnum og er kennt um að hafa kveikt mannskæða elda sem riðu yfir Kaliforníu eiga yfir sér allt að tuttugu ára fangelsisdóm. 21. júlí 2021 13:22 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Hitastigið hefur náð allt að 45 gráðum og bylgjunni hafa fylgt miklir þurrkar. Tveir hafa verið handteknir fyrir að kveikja elda vísvitandi. Undanfarna daga hafa fjölmargir gróðureldar kviknað á Grikklandi og margir þeirra í grennd við Aþenu, höfuðborg landsins. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín en mikill hiti og vindur hefur gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. Vindurinn og þurrkur hefur einnig leitt til þess að eldar hafa farið hratt yfir og fólk hefur haft lítinn fyrirvara til að flýja þá. Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, líkti þessu sumri við martröð í samtali við slökkviliðsmenn í gær. Hann sagði helsta markmið ríkisstjórnar sinnar vera að bjarga mannslífum. Þá hét hann því að allt skóglendi sem hefði brunnið yrði ræktað á nýjan leik. Her Grikklands hefur verið kallaður út til að takast á við eldana og önnur ríki hafa einnig sent slökkviliðsmenn og búnað. Einn slökkviliðsmaður dó á föstudaginn eftir að rafmagnsstaur féll á hann en þar að auki hafa eldarnir valdið gífurlegu tjóni og mögulega fleiri dauðsföllum. Nokkrir hafa verið handteknir fyrir að kveikja elda og þar á meðal tveir sem taldir eru hafa kveikt elda vísvitandi. Annar þeirra var handtekinn nærri Aþenu í gær og er sakaður um að hafa kveikt elda í tveimur lautum og fjórum ruslagámum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Eitthvað hefur dregið úr eldunum við Aþenu frá því í gær en þúsundir hafa þó þurft að flýja frá eyjunni Eviu en þar hafa eldar einnig logað síðustu daga. Þeir tóku þó kipp í gærkvöldi svo rýma þurfti fjölda þorpa. Íbúar segjast hafa tapað öllu í eldunum. Eldar loga víða um heim þessa dagana. Meðal annars má nefna á Ítalíu, í Bandaríkjunum, Norður-Makedóníu, Tyrklandi, Kanada og Síberíu.
Grikkland Gróðureldar í Grikklandi Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Greenville brann til kaldra kola í stærsta eldi ársins Hinn sífellt stærri Dixie-eldur í Kaliforníu brenndi í vikunni smábæinn Greenville til grunna. Eldurinn hefur brunnið í rúmar þrjár vikur og varð rúmlega 360 þúsund ekrur að stærð í gærkvöldi. 6. ágúst 2021 09:54 Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð. 5. ágúst 2021 10:44 Átta hafa farist í gróðureldum í Tyrklandi Átta hafa farist í gróðureldum sem hafa brunnið undanfarna fimm daga í suðurhluta Tyrklands. Tíu eru á sjúkrahúsi vegna eldanna. 2. ágúst 2021 09:54 Eiga yfir höfði sér 20 ára fangelsi fyrir kynjaveislu Bandarískt par sem hélt kynjaveislu í september síðastliðnum og er kennt um að hafa kveikt mannskæða elda sem riðu yfir Kaliforníu eiga yfir sér allt að tuttugu ára fangelsisdóm. 21. júlí 2021 13:22 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Greenville brann til kaldra kola í stærsta eldi ársins Hinn sífellt stærri Dixie-eldur í Kaliforníu brenndi í vikunni smábæinn Greenville til grunna. Eldurinn hefur brunnið í rúmar þrjár vikur og varð rúmlega 360 þúsund ekrur að stærð í gærkvöldi. 6. ágúst 2021 09:54
Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð. 5. ágúst 2021 10:44
Átta hafa farist í gróðureldum í Tyrklandi Átta hafa farist í gróðureldum sem hafa brunnið undanfarna fimm daga í suðurhluta Tyrklands. Tíu eru á sjúkrahúsi vegna eldanna. 2. ágúst 2021 09:54
Eiga yfir höfði sér 20 ára fangelsi fyrir kynjaveislu Bandarískt par sem hélt kynjaveislu í september síðastliðnum og er kennt um að hafa kveikt mannskæða elda sem riðu yfir Kaliforníu eiga yfir sér allt að tuttugu ára fangelsisdóm. 21. júlí 2021 13:22