Fótbolti

Valgeir og Oskar komu við sögu í stórsigri

Valur Páll Eiríksson skrifar
Oskar Sverrisson spilaði tæpar tuttugu mínútur í dag.
Oskar Sverrisson spilaði tæpar tuttugu mínútur í dag. Michael Campanella/Getty Images

Häcken vann 5-0 sigur á Östersunds í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Tveir Íslendingar eru á mála hjá sænska liðinu.

Leo Bengtsson skoraði tvö mörk og þeir Daleho Irandust, Alexander Jeremejeff og Tobias Heintz eitt hver í stórsigri Häcken í dag. Eftir sigurinn er liðið með 19 stig í sjöunda sæti deildarinnar.

Oskar Sverrisson kom inn á sem varamaður á 72. mínútu leiksins en Valgeir Lunddal Friðriksson kom inn á 81. mínútu.

Á sama tíma vann AIK 4-1 útisigur á Djurgården í toppslag deildarinnar. Malmö og Djurgården eru með 30 stig á toppi deildarinnar en AIK er með 27 stig í þriðja sæti. Sebastian Larsson skoraði huggulegt aukaspyrnumark í leiknum sem má sjá að neðan.

Í Danmörku var Kristófer Ingi Kristinsson allan leikinn á bekknum er lið hans SönderjyskE tapaði 1-0 á útivelli fyrir Randers. Randers fór á toppinn með sigrinum en SönderjyskE er með fjögur stig eftir fjóra leiki.

Kristian Hlynsson var þá í byrjunarliði varaliðs Ajax sem tapaði 2-0 fyrir ADO Den Haag í hollensku B-deildinni. Honum var skipt af velli á 70. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×