Jóhannes Karl: Við ætlum okkur ekki að falla Sverrir Mar Smárason skrifar 8. ágúst 2021 22:15 Jóhannes Karl Guðjónsson Skagamenn fengu lið HK í heimsókn á Akranes í kvöld. Leikurinn var sannkallaður sex stiga leikur í baráttunni um áframhaldandi sæti í Pepsi-Max deild karla að ári. Skagamenn fengu lið HK í heimsókn á Akranes í kvöld. Leikurinn var sannkallaður sex stiga leikur í baráttunni um áframhaldandi sæti í Pepsi-Max deild karla að ári. Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, kallaði eftir því að leikmenn myndu svara fyrir tapið gegn Stjörnunni. Hann var virkilega ánægður í leikslok. „Frábært framlag hjá strákunum í dag. Geggjað hugarfar. Við töluðum um úrslitaleik hérna í dag fyrir leikinn inn í hópinn og svona á maður að vinna úrslitaleiki,“ sagði Jóhannes Karl strax eftir leik. Skagamenn skoruðu snemma leiks sitt fyrsta mark og þeir vildu svo meina að þeir hafi skorað annað mark þegar Gísli Laxdal átti skot í slá og niður en dómararnir voru ósammála því. Jóhannes Karl fékk að líta rautt spjald fyrir mótmæli. „Við skorum löglegt mark sem einhverra hluta vegna þessi ferna í svörtu treyjunum í dag voru eina fólkið á vellinum sem sá ekki að boltinn væri inni og mér fannst það undarlegt. Ég skildi þetta ekki, ég var alltaf að bíða eftir því að dómarinn myndi lyfta flagginu og dæma markið gilt. Boltinn snerti meira að segja netið og hann er lengst inni í markinu. Dómarinn lyfti ekki flagginu og þá byrjaði ég að labba í áttina að honum og það var ekkert sem togaði í mig að stoppa. Ég var bara að bíða eftir því að hann myndi setja flaggið upp og þá myndi ég snúa við. Eina sem ég segi við hann er að boltinn sé inni, segi ekkert dónalegt og er ekki aggressívur í neinu sem ég er að segja við hann. Þeir vilja meina að það sé rautt spjald af því að ég fór þetta langt út úr boðvanginum. Ég þekki reglurnar ekki betur en það að ég hélt ég myndi fá gult spjald fyrir þetta,“ sagði Jóhannes Karl um skot Gísla og sitt rauða spjald. Skagamenn minnka forskot HK niður í eitt stig en liðin sitja áfram í sömu sætum. ÍA í því neðsta og HK einu sæti ofar. Jóhannes segir Skagamenn eiga mikið inni og margt að sanna. „Það býr helling í þessu liði, ég er oft búinn að tönnlast á því. Við höfum bara ekki sýnt það nógu oft. Þetta var gott tækifæri fyrir okkar í dag til að leiðrétta það sem að illa fór á móti Stjörnunni og viðbrögðin hjá strákunum frábær. Við getum byggt á þessu og þetta sýnir líka að við getum alveg skorað mörk. Við þurfum auðvitað að hafa trú á því að við getum það en það er líka svolítið svekkjandi að dómararnir eru farnir að trúa því að við getum ekki skorað mörk og gefa okkur ekki einusinni lögleg mörk sem við eigum skilið, mér finnst það pínu vandræðalegt,“ sagði Jóhannes Karl. Jóhannes Karl heldur áfram í þá trú að liðið geti haldið sæti sínu í deildinni. Hann segir það verði erfitt en síðustu leikirnir verði spennandi. „Við erum auðvitað neðstir í deildinni og taflan lýgur ekki neitt. Við höfum ekki verið nógu stöðugir í svona frammistöðum. Þessa sex leiki sem eftir eru þurfum við að leggja svona mikið á okkur í hvern einasta leik og þá hef ég trú á því að við getum verið áfram í deild þeirra bestu. Það verður gríðarlega erfitt og krefst þess að við allir sem einn séum tilbúnir að leggja á okkur gríðarlega vinnu. Síðustu þrír leikirnir hjá okkur eru spennandi, það verður að viðurkennast. Við ætlum okkur ekki að falla,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. ÍA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - HK 4-1 | Skagamenn galopnuðu fallbaráttuna með stórsigri Skagamenn rúlluðu yfir HK-inga í uppgjöri botnliðanna í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 8. ágúst 2021 21:13 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Sjá meira
Skagamenn fengu lið HK í heimsókn á Akranes í kvöld. Leikurinn var sannkallaður sex stiga leikur í baráttunni um áframhaldandi sæti í Pepsi-Max deild karla að ári. Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, kallaði eftir því að leikmenn myndu svara fyrir tapið gegn Stjörnunni. Hann var virkilega ánægður í leikslok. „Frábært framlag hjá strákunum í dag. Geggjað hugarfar. Við töluðum um úrslitaleik hérna í dag fyrir leikinn inn í hópinn og svona á maður að vinna úrslitaleiki,“ sagði Jóhannes Karl strax eftir leik. Skagamenn skoruðu snemma leiks sitt fyrsta mark og þeir vildu svo meina að þeir hafi skorað annað mark þegar Gísli Laxdal átti skot í slá og niður en dómararnir voru ósammála því. Jóhannes Karl fékk að líta rautt spjald fyrir mótmæli. „Við skorum löglegt mark sem einhverra hluta vegna þessi ferna í svörtu treyjunum í dag voru eina fólkið á vellinum sem sá ekki að boltinn væri inni og mér fannst það undarlegt. Ég skildi þetta ekki, ég var alltaf að bíða eftir því að dómarinn myndi lyfta flagginu og dæma markið gilt. Boltinn snerti meira að segja netið og hann er lengst inni í markinu. Dómarinn lyfti ekki flagginu og þá byrjaði ég að labba í áttina að honum og það var ekkert sem togaði í mig að stoppa. Ég var bara að bíða eftir því að hann myndi setja flaggið upp og þá myndi ég snúa við. Eina sem ég segi við hann er að boltinn sé inni, segi ekkert dónalegt og er ekki aggressívur í neinu sem ég er að segja við hann. Þeir vilja meina að það sé rautt spjald af því að ég fór þetta langt út úr boðvanginum. Ég þekki reglurnar ekki betur en það að ég hélt ég myndi fá gult spjald fyrir þetta,“ sagði Jóhannes Karl um skot Gísla og sitt rauða spjald. Skagamenn minnka forskot HK niður í eitt stig en liðin sitja áfram í sömu sætum. ÍA í því neðsta og HK einu sæti ofar. Jóhannes segir Skagamenn eiga mikið inni og margt að sanna. „Það býr helling í þessu liði, ég er oft búinn að tönnlast á því. Við höfum bara ekki sýnt það nógu oft. Þetta var gott tækifæri fyrir okkar í dag til að leiðrétta það sem að illa fór á móti Stjörnunni og viðbrögðin hjá strákunum frábær. Við getum byggt á þessu og þetta sýnir líka að við getum alveg skorað mörk. Við þurfum auðvitað að hafa trú á því að við getum það en það er líka svolítið svekkjandi að dómararnir eru farnir að trúa því að við getum ekki skorað mörk og gefa okkur ekki einusinni lögleg mörk sem við eigum skilið, mér finnst það pínu vandræðalegt,“ sagði Jóhannes Karl. Jóhannes Karl heldur áfram í þá trú að liðið geti haldið sæti sínu í deildinni. Hann segir það verði erfitt en síðustu leikirnir verði spennandi. „Við erum auðvitað neðstir í deildinni og taflan lýgur ekki neitt. Við höfum ekki verið nógu stöðugir í svona frammistöðum. Þessa sex leiki sem eftir eru þurfum við að leggja svona mikið á okkur í hvern einasta leik og þá hef ég trú á því að við getum verið áfram í deild þeirra bestu. Það verður gríðarlega erfitt og krefst þess að við allir sem einn séum tilbúnir að leggja á okkur gríðarlega vinnu. Síðustu þrír leikirnir hjá okkur eru spennandi, það verður að viðurkennast. Við ætlum okkur ekki að falla,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.
ÍA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - HK 4-1 | Skagamenn galopnuðu fallbaráttuna með stórsigri Skagamenn rúlluðu yfir HK-inga í uppgjöri botnliðanna í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 8. ágúst 2021 21:13 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Sjá meira
Leik lokið: ÍA - HK 4-1 | Skagamenn galopnuðu fallbaráttuna með stórsigri Skagamenn rúlluðu yfir HK-inga í uppgjöri botnliðanna í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 8. ágúst 2021 21:13
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki