Jóhannes Karl: Við ætlum okkur ekki að falla Sverrir Mar Smárason skrifar 8. ágúst 2021 22:15 Jóhannes Karl Guðjónsson Skagamenn fengu lið HK í heimsókn á Akranes í kvöld. Leikurinn var sannkallaður sex stiga leikur í baráttunni um áframhaldandi sæti í Pepsi-Max deild karla að ári. Skagamenn fengu lið HK í heimsókn á Akranes í kvöld. Leikurinn var sannkallaður sex stiga leikur í baráttunni um áframhaldandi sæti í Pepsi-Max deild karla að ári. Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, kallaði eftir því að leikmenn myndu svara fyrir tapið gegn Stjörnunni. Hann var virkilega ánægður í leikslok. „Frábært framlag hjá strákunum í dag. Geggjað hugarfar. Við töluðum um úrslitaleik hérna í dag fyrir leikinn inn í hópinn og svona á maður að vinna úrslitaleiki,“ sagði Jóhannes Karl strax eftir leik. Skagamenn skoruðu snemma leiks sitt fyrsta mark og þeir vildu svo meina að þeir hafi skorað annað mark þegar Gísli Laxdal átti skot í slá og niður en dómararnir voru ósammála því. Jóhannes Karl fékk að líta rautt spjald fyrir mótmæli. „Við skorum löglegt mark sem einhverra hluta vegna þessi ferna í svörtu treyjunum í dag voru eina fólkið á vellinum sem sá ekki að boltinn væri inni og mér fannst það undarlegt. Ég skildi þetta ekki, ég var alltaf að bíða eftir því að dómarinn myndi lyfta flagginu og dæma markið gilt. Boltinn snerti meira að segja netið og hann er lengst inni í markinu. Dómarinn lyfti ekki flagginu og þá byrjaði ég að labba í áttina að honum og það var ekkert sem togaði í mig að stoppa. Ég var bara að bíða eftir því að hann myndi setja flaggið upp og þá myndi ég snúa við. Eina sem ég segi við hann er að boltinn sé inni, segi ekkert dónalegt og er ekki aggressívur í neinu sem ég er að segja við hann. Þeir vilja meina að það sé rautt spjald af því að ég fór þetta langt út úr boðvanginum. Ég þekki reglurnar ekki betur en það að ég hélt ég myndi fá gult spjald fyrir þetta,“ sagði Jóhannes Karl um skot Gísla og sitt rauða spjald. Skagamenn minnka forskot HK niður í eitt stig en liðin sitja áfram í sömu sætum. ÍA í því neðsta og HK einu sæti ofar. Jóhannes segir Skagamenn eiga mikið inni og margt að sanna. „Það býr helling í þessu liði, ég er oft búinn að tönnlast á því. Við höfum bara ekki sýnt það nógu oft. Þetta var gott tækifæri fyrir okkar í dag til að leiðrétta það sem að illa fór á móti Stjörnunni og viðbrögðin hjá strákunum frábær. Við getum byggt á þessu og þetta sýnir líka að við getum alveg skorað mörk. Við þurfum auðvitað að hafa trú á því að við getum það en það er líka svolítið svekkjandi að dómararnir eru farnir að trúa því að við getum ekki skorað mörk og gefa okkur ekki einusinni lögleg mörk sem við eigum skilið, mér finnst það pínu vandræðalegt,“ sagði Jóhannes Karl. Jóhannes Karl heldur áfram í þá trú að liðið geti haldið sæti sínu í deildinni. Hann segir það verði erfitt en síðustu leikirnir verði spennandi. „Við erum auðvitað neðstir í deildinni og taflan lýgur ekki neitt. Við höfum ekki verið nógu stöðugir í svona frammistöðum. Þessa sex leiki sem eftir eru þurfum við að leggja svona mikið á okkur í hvern einasta leik og þá hef ég trú á því að við getum verið áfram í deild þeirra bestu. Það verður gríðarlega erfitt og krefst þess að við allir sem einn séum tilbúnir að leggja á okkur gríðarlega vinnu. Síðustu þrír leikirnir hjá okkur eru spennandi, það verður að viðurkennast. Við ætlum okkur ekki að falla,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. ÍA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - HK 4-1 | Skagamenn galopnuðu fallbaráttuna með stórsigri Skagamenn rúlluðu yfir HK-inga í uppgjöri botnliðanna í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 8. ágúst 2021 21:13 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Sjá meira
Skagamenn fengu lið HK í heimsókn á Akranes í kvöld. Leikurinn var sannkallaður sex stiga leikur í baráttunni um áframhaldandi sæti í Pepsi-Max deild karla að ári. Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, kallaði eftir því að leikmenn myndu svara fyrir tapið gegn Stjörnunni. Hann var virkilega ánægður í leikslok. „Frábært framlag hjá strákunum í dag. Geggjað hugarfar. Við töluðum um úrslitaleik hérna í dag fyrir leikinn inn í hópinn og svona á maður að vinna úrslitaleiki,“ sagði Jóhannes Karl strax eftir leik. Skagamenn skoruðu snemma leiks sitt fyrsta mark og þeir vildu svo meina að þeir hafi skorað annað mark þegar Gísli Laxdal átti skot í slá og niður en dómararnir voru ósammála því. Jóhannes Karl fékk að líta rautt spjald fyrir mótmæli. „Við skorum löglegt mark sem einhverra hluta vegna þessi ferna í svörtu treyjunum í dag voru eina fólkið á vellinum sem sá ekki að boltinn væri inni og mér fannst það undarlegt. Ég skildi þetta ekki, ég var alltaf að bíða eftir því að dómarinn myndi lyfta flagginu og dæma markið gilt. Boltinn snerti meira að segja netið og hann er lengst inni í markinu. Dómarinn lyfti ekki flagginu og þá byrjaði ég að labba í áttina að honum og það var ekkert sem togaði í mig að stoppa. Ég var bara að bíða eftir því að hann myndi setja flaggið upp og þá myndi ég snúa við. Eina sem ég segi við hann er að boltinn sé inni, segi ekkert dónalegt og er ekki aggressívur í neinu sem ég er að segja við hann. Þeir vilja meina að það sé rautt spjald af því að ég fór þetta langt út úr boðvanginum. Ég þekki reglurnar ekki betur en það að ég hélt ég myndi fá gult spjald fyrir þetta,“ sagði Jóhannes Karl um skot Gísla og sitt rauða spjald. Skagamenn minnka forskot HK niður í eitt stig en liðin sitja áfram í sömu sætum. ÍA í því neðsta og HK einu sæti ofar. Jóhannes segir Skagamenn eiga mikið inni og margt að sanna. „Það býr helling í þessu liði, ég er oft búinn að tönnlast á því. Við höfum bara ekki sýnt það nógu oft. Þetta var gott tækifæri fyrir okkar í dag til að leiðrétta það sem að illa fór á móti Stjörnunni og viðbrögðin hjá strákunum frábær. Við getum byggt á þessu og þetta sýnir líka að við getum alveg skorað mörk. Við þurfum auðvitað að hafa trú á því að við getum það en það er líka svolítið svekkjandi að dómararnir eru farnir að trúa því að við getum ekki skorað mörk og gefa okkur ekki einusinni lögleg mörk sem við eigum skilið, mér finnst það pínu vandræðalegt,“ sagði Jóhannes Karl. Jóhannes Karl heldur áfram í þá trú að liðið geti haldið sæti sínu í deildinni. Hann segir það verði erfitt en síðustu leikirnir verði spennandi. „Við erum auðvitað neðstir í deildinni og taflan lýgur ekki neitt. Við höfum ekki verið nógu stöðugir í svona frammistöðum. Þessa sex leiki sem eftir eru þurfum við að leggja svona mikið á okkur í hvern einasta leik og þá hef ég trú á því að við getum verið áfram í deild þeirra bestu. Það verður gríðarlega erfitt og krefst þess að við allir sem einn séum tilbúnir að leggja á okkur gríðarlega vinnu. Síðustu þrír leikirnir hjá okkur eru spennandi, það verður að viðurkennast. Við ætlum okkur ekki að falla,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.
ÍA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - HK 4-1 | Skagamenn galopnuðu fallbaráttuna með stórsigri Skagamenn rúlluðu yfir HK-inga í uppgjöri botnliðanna í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 8. ágúst 2021 21:13 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Sjá meira
Leik lokið: ÍA - HK 4-1 | Skagamenn galopnuðu fallbaráttuna með stórsigri Skagamenn rúlluðu yfir HK-inga í uppgjöri botnliðanna í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 8. ágúst 2021 21:13