Sara búin að finna eitt jákvætt við krossbandsslitið skelfilega Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2021 09:01 Sara Sigmundsdóttir hefur mikla ástríðu fyrir farahönnun og hannar fötin sjálf í Sigmundsdóttir línuna hjá WIT Fitness. Skjámynd/Instagram/morningchalkup Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir missti af öllu CrossFit tímabilinu 2021 vegna hnémeiðsla en Suðurnesjamærin nýtti auka frítíma til að fara út í fatahönnum fyrir WIT íþróttavöruframleiðandann. Það er því mikið í gangi hjá Söru þótt hún geti ekki keppt í íþróttinni sinni eftir að hafa slitið krossband nánast kvöldið áður en keppnistímabilið hófst. Það kemur ekki mikið á óvart þeim sem þekkja Söru að hún er auðvitað búin að finna eitthvað jákvætt við það að meiðast svona illa. Sara fór í viðtal á Morning Chalk Up þegar hún var stödd á heimsleikunum í Madison og ræddi þar á meðal nýju ástríðu sína sem er að hanna vörur fyrir nýju Sigmundsdóttur línuna. „Það er klikkun að hugsa út í það að fyrir aðeins ári hefði ég aldrei séð það fyrir mér að ég væri búin að hanna mína eigin vörulínu og taka svona mikinn þátt í fatahönnun. Ég hef alltaf verið mjög skapandi en hélt alltaf að það fengi bara að njóta sín eftir CrossFit ferlinn,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í viðali við Justin LoFranco hjá Morning Chalk Up. „Það er áætæða fyrir að allt gerist og þessi meiðsli komu kannski á besta tíma því ég gat því einbeitt mér að fatahönnunni. Það þýðir líka að þegar ég byrja aftur að keppa þá get ég ýtt þessu til hliðar,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það er mikil spenna í loftinu hjá Söru því fyrstu vörurnar verða kynntar opinberlega í ágúst 2019 og öll vörulínan fer síðan í sölu í janúar 2022. „Það eru þúsundir hluta í gangi í hausnum á mér. Ég er kannski að læra og þá fæ ég allt í einu hugmynd íþróttabrjóstahaldara og hugsa: Ég þarf að teikna þetta upp. Ég var því alltaf með blöð hjá mér í vinnunni til að teikna upp hugmyndirnar mínar,“ sagði Sara. „Ég sendi þetta síðan til hönnunardeildarinnar og sagði að þetta væri hugmyndin mín í dag. Þeir komu kannski til baka með: Þetta er frábær hugmynd en við þurfum að gera þetta svona. Við höfum unnið svo vel saman að búa þetta allt til,“ sagði Sara og hún er enginn áhorfandi í framleiðslunni. „Ég tek mikinn þátt í öllu. Fólk segir kannski við mig: Ó þú ert að fá þína vörulínu. Ertu þá bara að velja litina? Nei fjandinn hafi það ég er hanna allt saman sjálf. Ég hef fengið svo margar hugmyndir í svo langan tíma. Núna loksins get ég leyft þeim að verða að veruleika,“ sagði Sara. CrossFit Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Það er því mikið í gangi hjá Söru þótt hún geti ekki keppt í íþróttinni sinni eftir að hafa slitið krossband nánast kvöldið áður en keppnistímabilið hófst. Það kemur ekki mikið á óvart þeim sem þekkja Söru að hún er auðvitað búin að finna eitthvað jákvætt við það að meiðast svona illa. Sara fór í viðtal á Morning Chalk Up þegar hún var stödd á heimsleikunum í Madison og ræddi þar á meðal nýju ástríðu sína sem er að hanna vörur fyrir nýju Sigmundsdóttur línuna. „Það er klikkun að hugsa út í það að fyrir aðeins ári hefði ég aldrei séð það fyrir mér að ég væri búin að hanna mína eigin vörulínu og taka svona mikinn þátt í fatahönnun. Ég hef alltaf verið mjög skapandi en hélt alltaf að það fengi bara að njóta sín eftir CrossFit ferlinn,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í viðali við Justin LoFranco hjá Morning Chalk Up. „Það er áætæða fyrir að allt gerist og þessi meiðsli komu kannski á besta tíma því ég gat því einbeitt mér að fatahönnunni. Það þýðir líka að þegar ég byrja aftur að keppa þá get ég ýtt þessu til hliðar,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það er mikil spenna í loftinu hjá Söru því fyrstu vörurnar verða kynntar opinberlega í ágúst 2019 og öll vörulínan fer síðan í sölu í janúar 2022. „Það eru þúsundir hluta í gangi í hausnum á mér. Ég er kannski að læra og þá fæ ég allt í einu hugmynd íþróttabrjóstahaldara og hugsa: Ég þarf að teikna þetta upp. Ég var því alltaf með blöð hjá mér í vinnunni til að teikna upp hugmyndirnar mínar,“ sagði Sara. „Ég sendi þetta síðan til hönnunardeildarinnar og sagði að þetta væri hugmyndin mín í dag. Þeir komu kannski til baka með: Þetta er frábær hugmynd en við þurfum að gera þetta svona. Við höfum unnið svo vel saman að búa þetta allt til,“ sagði Sara og hún er enginn áhorfandi í framleiðslunni. „Ég tek mikinn þátt í öllu. Fólk segir kannski við mig: Ó þú ert að fá þína vörulínu. Ertu þá bara að velja litina? Nei fjandinn hafi það ég er hanna allt saman sjálf. Ég hef fengið svo margar hugmyndir í svo langan tíma. Núna loksins get ég leyft þeim að verða að veruleika,“ sagði Sara.
CrossFit Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira