Sakaður um óíþróttamannslega framkomu á Ólympíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2021 10:00 Morhad Amdouni hefur unnið gullverðlaun á EM en það var í 10 þúsund metra hlaupi á EM 2018. EPA-EFE/SRDJAN SUKI Henti öllum vatnsflöskunum í jörðina og tók síðustu flöskuna sjálfur. Óheppni? Ekki að mati netverja sem hafa látið einn Ólympíufara heyra það. Franskur hlaupari hefur fengið á sig mikla gagnrýni fyrir framkomu sína í úrslitum maraþonhlaupsins á Ólympíuleikunum í Tókýó. Maraþonhlaupið var eitt af síðustu greinum leikanna sem lauk í gær. French marathon runner Morhad Amdouni sparks sportsmanship row by knocking over water bottles - then running off with last one | @Tom_Morgs https://t.co/42chkxjmLO #Tokyo2020— Telegraph Sport (@TelegraphSport) August 8, 2021 Það var mikill hiti og raki þegar maraþonhlaupið fór fram og hlaupararnir þurftu því að passa sig að nýta sér drykkjarstöðvarnar. Hinn franski Morhad Amdouni, sem endaði í sautjánda sæti í maraþonhlaupinu, virtist hafa ætlað að búa sér til smá forskot á aðra keppendur með því að gera þeim erfitt fyrir að fá vatn á einni drykkjarstöðinni. Þegar Morhad kom að einni drykkjarstöðinni þá henti hann heilli röð af vatnsflöskunum í jörðina eða öllum nema einni. Hann tók hana sjálfsögðu sjálfur og hélt svo áfram. Ástralski langhlauparinn Ben St Lawrence vakti athygli á þessari óíþróttamannslegu framkomu í færslu á Twitter sem má sjá hér fyrir neðan. Thoughts on Amdouni knocking over an entire row of water before taking the last one? pic.twitter.com/qrPaSzxLBW— Ben St Lawrence (@bennysaint) August 8, 2021 Piers Morgan var líka tilbúinn að afhenda Frakkanum titilinn „mesta fíflið“ á Ólympíuleikunum en aðrir hafa komið Frakkanum til varnar og sagt að þetta hafi verið slys. Það er í það minnsta ljóst að margir keppendur misstu þarna af tækifærinu til að fá vatn og svo fór að 31 af 105 keppendum náði ekki að klára hlaupið. Þarna er hitanum og rakanum um að kenna en ekki „klaufaskap“ Morhad Amdouni. Það var líka önnur drykkjarstöð rétt hjá og það eru ekki til myndir af Amdouni að fella flöskurnar þar. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Franskur hlaupari hefur fengið á sig mikla gagnrýni fyrir framkomu sína í úrslitum maraþonhlaupsins á Ólympíuleikunum í Tókýó. Maraþonhlaupið var eitt af síðustu greinum leikanna sem lauk í gær. French marathon runner Morhad Amdouni sparks sportsmanship row by knocking over water bottles - then running off with last one | @Tom_Morgs https://t.co/42chkxjmLO #Tokyo2020— Telegraph Sport (@TelegraphSport) August 8, 2021 Það var mikill hiti og raki þegar maraþonhlaupið fór fram og hlaupararnir þurftu því að passa sig að nýta sér drykkjarstöðvarnar. Hinn franski Morhad Amdouni, sem endaði í sautjánda sæti í maraþonhlaupinu, virtist hafa ætlað að búa sér til smá forskot á aðra keppendur með því að gera þeim erfitt fyrir að fá vatn á einni drykkjarstöðinni. Þegar Morhad kom að einni drykkjarstöðinni þá henti hann heilli röð af vatnsflöskunum í jörðina eða öllum nema einni. Hann tók hana sjálfsögðu sjálfur og hélt svo áfram. Ástralski langhlauparinn Ben St Lawrence vakti athygli á þessari óíþróttamannslegu framkomu í færslu á Twitter sem má sjá hér fyrir neðan. Thoughts on Amdouni knocking over an entire row of water before taking the last one? pic.twitter.com/qrPaSzxLBW— Ben St Lawrence (@bennysaint) August 8, 2021 Piers Morgan var líka tilbúinn að afhenda Frakkanum titilinn „mesta fíflið“ á Ólympíuleikunum en aðrir hafa komið Frakkanum til varnar og sagt að þetta hafi verið slys. Það er í það minnsta ljóst að margir keppendur misstu þarna af tækifærinu til að fá vatn og svo fór að 31 af 105 keppendum náði ekki að klára hlaupið. Þarna er hitanum og rakanum um að kenna en ekki „klaufaskap“ Morhad Amdouni. Það var líka önnur drykkjarstöð rétt hjá og það eru ekki til myndir af Amdouni að fella flöskurnar þar.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira