Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Þróttur R. 2-2 | Þróttur náði í stig í lokin Andri Gíslason skrifar 9. ágúst 2021 22:05 Úr fyrri leik liðanna í sumar. Vísir/Hulda Margrét Selfoss og Þróttur gerðu 2-2 jafntefli þegar liðin mættust á JÁVERK-vellinum á Selfossi fyrr í kvöld. Leikurinn byrjaði fjörlega og eftir einungis 12 mínútna leik voru Selfyssingar komnir í 1-0. Susanna Joy Frierichs átti þá flotta sendingu inn fyrir vörn Þróttara á Brenna Lovera. Brenna hristi af sér varnarmann Þróttara og fór auðveldlega framhjá Írisi Dögg í marki Þróttar áður en hún lagði boltann í tómt markið. Eftir markið voru heimastúlkur líklegar til að bæta við og fékk Brenna gott færi einungis 3 mínútum eftir markið en skot hennar yfir. Í lok fyrri hálfleiks fengu Þróttarar hornspyrnu. Upp úr henni dettur boltinn út á Shea Moyer sem sendir boltann yfir vörn Selfyssinga þar sem Katherine Amanda Cousins mætir og nær að setja tánna í boltann og framhjá Benedicte í marki Selfoss. Seinni hálfleikur byrjaði líkt og sá fyrri og eftir einungis 5 mínútur var Brenna Lovera búin að koma Selfoss yfir á ný. Hún fékk þá boltann við miðjuna og keyrði upp völlinn áður en hún sneiddi boltann fallega í hornið framhjá Írisi Dögg í marki Þróttar. Eftir þetta róaðist leikurinn ansi mikið en Þróttarar komu sér inn í leikinn og voru meira með boltann. Á 83.mínútu slapp Dani Rhodes ein í gegn á móti Benedicte í marki Selfoss og setti boltann snyrtilega framhjá henni í bláhornið og staðan orðin 2-2. Síðustu mínútur leiksins voru ansi fjörugar og voru Þróttarar mun hættulegri að stela sigrinum. Alveg undir lokin slapp Dani Rhodes ein í gegn en varnarmaður Selfoss togar duglega í treyjuna hjá henni og vill að sjálfsögðu fá brot en ágætur dómari leiksins sá ekki tilgang til að flauta í flautu sína í þetta skiptið. Niðurstaðan 2-2 jafntefli í blíðskaparveðri á Selfossi. Af hverju var jafntefli? Það er svo sem hægt að segja það að þetta hafi verið sanngjörn úrslit, bæði lið fengu sín færi til að klára þetta en þegar öllu er á botninn hvolft, þá var þetta sanngjarnt. Hverjar stóðu upp úr? Brenna Lovera var frábær í liði Selfoss, skoraði 2 mörk og skapaði mikinn usla við og í vítateig Þróttara. Eva Núra var einnig dugleg á miðjunni og vann vel fyrir liðið Andrea Rut og Dani Rhodes voru bestu leikmenn Þróttara í dag. Þær voru báðar að hlaupa upp og niður kantinn ásamt því að skapa vandræði í vítateig Selfyssinga. Hvað gekk illa? Það gekk ekkert illa þannig lagað, það hefðu mátt vera aðeins meiri gæði í sendingum á milli ásamt ákvarðanatöku á síðasta þriðjung vallarins. Hvað gerist næst? Selfoss mætir Fylki í Árbænum en Þróttarar fá Stjörnuna í heimsókn. Alfreð: Hún er hérna til að skora Alfreð Elías var ósáttur við að missa niður sigurstöðu.vísir/hulda Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss var svekktur með úrslitin á móti Þrótti en þó ánægður með frammistöðuna. „Það er svekkjandi að fá jafntefli en við vorum bara ótrúlega góðar í þessum leik. Ég var ánægður með svörunina sem ég fékk frá leikmönnum. Ég er pínu svekktur en maður verður bara að virða stigið á móti mjög góðu liði Þróttar.“ Selfyssingar komust yfir en fengu á sig jöfnunarmark rétt fyrir hálfleik. „Það var klaufalegt að fá á okkur mark úr föstu leikatriði en það er bara eins og það er. Við héldum okkur við sama plan og mér fannst það bara ganga nokkuð vel upp. Þótt við höfum verið ferskari í fyrri hálfleik þá datt aðeins botninn úr þessu í þeim síðari en ég get ekki kvartað yfir leikmönnunum í dag.“ Brenna Lovera var frábær í liði Selfoss í dag og skoraði bæði mörk heimastúlkna. „Brenna var mjög góð og skoraði góð mörk en aftur á móti erum við að gera henni auðvelt fyrir með því að vinna góða vinnu fyrir hana. Hún gerði þetta mjög vel en hún er hérna til þess að skora.“ Selfoss mætir Fylki í næstu umferð og á Alfreð von á hörkuleik. „Nú fáum við að anda aðeins, það fór mikil orka í þennan leik. Það eru einhverjir 8 dagar í næsta leik en við mætum Fylki sem er á góðri siglingu þannig við eigum von á hörkuleik þar.“ Nik: Ég kvarta ekki nema ég sé 100% viss Nik Chamberlain var sáttur við að ná í stig.vísir/hulda margrét Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar var sáttur að hafa náð stigi á móti Selfoss fyrr í kvöld. „Þetta var ekki okkar besta frammistaða. Fyrstu 60 mínúturnar vorum við ekki alveg með en Selfoss kom inn í þennan leik með miklum ákafa og pressuðu okkur vel og fá þær kredit fyrir það. Við áttum ekki okkar besta leik en við fengum stig og það hlýtur að boða gott.“ Þróttarar voru ekki sannfærandi í fyrri hálfleik en náðu að jafna metin rétt áður en flautað var til leikhlés. „Það var nauðsynlegt, ég var ekki að sjá að við myndum skora þannig það var mjög gott. Það sem við gerum vel er að verjast og við gerðum það vel í fyrri hálfleik þrátt fyrir að þær komust nokkrum sinnum í góð færi. En við vörðumst vel og að ná þessu marki fyrir hálfleik hjálpaði okkur klárlega að ná í þetta stig í kvöld.“ Á 92.mínútu sleppur Dani Rhodes ein í gegn en haldið er í treyju hennar svo hún komist ekki áfram og dómari leiksins ákvað að dæma ekki neitt. „Það er bara togað í treyjuna hjá henni. Ég kvarta ekki nema sé 100% viss en ég er það í þetta skiptið. Sem pirrar mig hvað mest er að dómarinn var búinn að dæma á nákvæmlega sama nokkrum mínútum en sleppir þessu. Hann sér þetta vel og þótt Dani lætur sig ekki detta þá er klárlega haldið í hana og var ég virkilega vonsvikinn með þá ákvörðun og leikinn í heild sinni. Það var lítið samræmi í ákvörðunum dómarans. Í fyrri hálfleik var mikið um baráttu og tæklingar og fékk leikurinn að fljóta vel en í seinni hálfleik var lítið samræmi í dómunum og að mínu mati áttum við að fá vítaspyrnu í lokin.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Þróttur Reykjavík
Selfoss og Þróttur gerðu 2-2 jafntefli þegar liðin mættust á JÁVERK-vellinum á Selfossi fyrr í kvöld. Leikurinn byrjaði fjörlega og eftir einungis 12 mínútna leik voru Selfyssingar komnir í 1-0. Susanna Joy Frierichs átti þá flotta sendingu inn fyrir vörn Þróttara á Brenna Lovera. Brenna hristi af sér varnarmann Þróttara og fór auðveldlega framhjá Írisi Dögg í marki Þróttar áður en hún lagði boltann í tómt markið. Eftir markið voru heimastúlkur líklegar til að bæta við og fékk Brenna gott færi einungis 3 mínútum eftir markið en skot hennar yfir. Í lok fyrri hálfleiks fengu Þróttarar hornspyrnu. Upp úr henni dettur boltinn út á Shea Moyer sem sendir boltann yfir vörn Selfyssinga þar sem Katherine Amanda Cousins mætir og nær að setja tánna í boltann og framhjá Benedicte í marki Selfoss. Seinni hálfleikur byrjaði líkt og sá fyrri og eftir einungis 5 mínútur var Brenna Lovera búin að koma Selfoss yfir á ný. Hún fékk þá boltann við miðjuna og keyrði upp völlinn áður en hún sneiddi boltann fallega í hornið framhjá Írisi Dögg í marki Þróttar. Eftir þetta róaðist leikurinn ansi mikið en Þróttarar komu sér inn í leikinn og voru meira með boltann. Á 83.mínútu slapp Dani Rhodes ein í gegn á móti Benedicte í marki Selfoss og setti boltann snyrtilega framhjá henni í bláhornið og staðan orðin 2-2. Síðustu mínútur leiksins voru ansi fjörugar og voru Þróttarar mun hættulegri að stela sigrinum. Alveg undir lokin slapp Dani Rhodes ein í gegn en varnarmaður Selfoss togar duglega í treyjuna hjá henni og vill að sjálfsögðu fá brot en ágætur dómari leiksins sá ekki tilgang til að flauta í flautu sína í þetta skiptið. Niðurstaðan 2-2 jafntefli í blíðskaparveðri á Selfossi. Af hverju var jafntefli? Það er svo sem hægt að segja það að þetta hafi verið sanngjörn úrslit, bæði lið fengu sín færi til að klára þetta en þegar öllu er á botninn hvolft, þá var þetta sanngjarnt. Hverjar stóðu upp úr? Brenna Lovera var frábær í liði Selfoss, skoraði 2 mörk og skapaði mikinn usla við og í vítateig Þróttara. Eva Núra var einnig dugleg á miðjunni og vann vel fyrir liðið Andrea Rut og Dani Rhodes voru bestu leikmenn Þróttara í dag. Þær voru báðar að hlaupa upp og niður kantinn ásamt því að skapa vandræði í vítateig Selfyssinga. Hvað gekk illa? Það gekk ekkert illa þannig lagað, það hefðu mátt vera aðeins meiri gæði í sendingum á milli ásamt ákvarðanatöku á síðasta þriðjung vallarins. Hvað gerist næst? Selfoss mætir Fylki í Árbænum en Þróttarar fá Stjörnuna í heimsókn. Alfreð: Hún er hérna til að skora Alfreð Elías var ósáttur við að missa niður sigurstöðu.vísir/hulda Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss var svekktur með úrslitin á móti Þrótti en þó ánægður með frammistöðuna. „Það er svekkjandi að fá jafntefli en við vorum bara ótrúlega góðar í þessum leik. Ég var ánægður með svörunina sem ég fékk frá leikmönnum. Ég er pínu svekktur en maður verður bara að virða stigið á móti mjög góðu liði Þróttar.“ Selfyssingar komust yfir en fengu á sig jöfnunarmark rétt fyrir hálfleik. „Það var klaufalegt að fá á okkur mark úr föstu leikatriði en það er bara eins og það er. Við héldum okkur við sama plan og mér fannst það bara ganga nokkuð vel upp. Þótt við höfum verið ferskari í fyrri hálfleik þá datt aðeins botninn úr þessu í þeim síðari en ég get ekki kvartað yfir leikmönnunum í dag.“ Brenna Lovera var frábær í liði Selfoss í dag og skoraði bæði mörk heimastúlkna. „Brenna var mjög góð og skoraði góð mörk en aftur á móti erum við að gera henni auðvelt fyrir með því að vinna góða vinnu fyrir hana. Hún gerði þetta mjög vel en hún er hérna til þess að skora.“ Selfoss mætir Fylki í næstu umferð og á Alfreð von á hörkuleik. „Nú fáum við að anda aðeins, það fór mikil orka í þennan leik. Það eru einhverjir 8 dagar í næsta leik en við mætum Fylki sem er á góðri siglingu þannig við eigum von á hörkuleik þar.“ Nik: Ég kvarta ekki nema ég sé 100% viss Nik Chamberlain var sáttur við að ná í stig.vísir/hulda margrét Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar var sáttur að hafa náð stigi á móti Selfoss fyrr í kvöld. „Þetta var ekki okkar besta frammistaða. Fyrstu 60 mínúturnar vorum við ekki alveg með en Selfoss kom inn í þennan leik með miklum ákafa og pressuðu okkur vel og fá þær kredit fyrir það. Við áttum ekki okkar besta leik en við fengum stig og það hlýtur að boða gott.“ Þróttarar voru ekki sannfærandi í fyrri hálfleik en náðu að jafna metin rétt áður en flautað var til leikhlés. „Það var nauðsynlegt, ég var ekki að sjá að við myndum skora þannig það var mjög gott. Það sem við gerum vel er að verjast og við gerðum það vel í fyrri hálfleik þrátt fyrir að þær komust nokkrum sinnum í góð færi. En við vörðumst vel og að ná þessu marki fyrir hálfleik hjálpaði okkur klárlega að ná í þetta stig í kvöld.“ Á 92.mínútu sleppur Dani Rhodes ein í gegn en haldið er í treyju hennar svo hún komist ekki áfram og dómari leiksins ákvað að dæma ekki neitt. „Það er bara togað í treyjuna hjá henni. Ég kvarta ekki nema sé 100% viss en ég er það í þetta skiptið. Sem pirrar mig hvað mest er að dómarinn var búinn að dæma á nákvæmlega sama nokkrum mínútum en sleppir þessu. Hann sér þetta vel og þótt Dani lætur sig ekki detta þá er klárlega haldið í hana og var ég virkilega vonsvikinn með þá ákvörðun og leikinn í heild sinni. Það var lítið samræmi í ákvörðunum dómarans. Í fyrri hálfleik var mikið um baráttu og tæklingar og fékk leikurinn að fljóta vel en í seinni hálfleik var lítið samræmi í dómunum og að mínu mati áttum við að fá vítaspyrnu í lokin.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti