Segja aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar boða grundvallarbreytingar til hins verra Árni Sæberg skrifar 9. ágúst 2021 18:18 Dvalarheimilið Grund er eitt aðildarfélaga samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Mynd/Grundarheimilin Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV, lýsa stuðningi við markmið stjórnvalda að styðja við Landspítalann í því ástandi sem þar er uppi vegna faraldurs Covid-19. Hins vegar segja samtökin að hluti aðgerðanna feli í sér grundvallarbreytingar til hins verra á getu hjúkrunarheimila landsins til að tryggja öryggi og heilsu íbúa sinna. Í fréttatilkynningu lýsa samtökin yfir andstöðu sinni við breytingu á reglugerð um færni og heilsumat vegna dvalar og hjúkrunarrýma, og kalla eftir því að hún verði dregin til baka. Sú breyting felur í sér að hjúkrunarheimilin hafa ekki lengur tækifæri til að leggja faglegt mat á hvort að hægt sé að tryggja nauðsynlega þjónustu við þá einstaklinga sem fá úthlutað rými á hjúkrunarheimili. Sjúklingum verði „sjálfkrafa úthlutað rými" Eftir breytingu stendur nú í reglugerðinni að hafi sami einstaklingur verið tilnefndur af færni- og heilsumatsnefnd sem annar tveggja í dvalar- eða hjúkrunarrými á stofnun en ekki verið úthlutað rými, skuli viðkomandi sjálfkrafa vera úthlutað rými á þeirri stofnun í þriðja sinn sem hann er tilnefndur. SFV segja að þegar færa eigi einstakling af sjúkrahúsi inn á hjúkrunarheimili sé algerlega nauðsynlegt að mat sé lagt á hvort að mönnun og aðstæður á ákveðnu hjúkrunarheimili séu til þess fallin að mögulegt sé að tryggja fullnægjandi umönnun og þannig öryggi og heilsu þess einstaklings. Með nýrri reglugerð sé slíkt faglegt mat tekið út úr ferlinu. Segja ekki tekið tillit til hjúkrunarheimila Samtökin gera alvarlega athugasemd við að ekkert tillit sé tekið til áhrifa breytinganna á hjúkrunarheimilin, sem eru þegar í sérstaklega viðkvæmri stöðu vegna faraldursins. Eins og vel hefur komið fram í fjölmiðlum ríkir á sumum heimilunum neyðarástand. Við slíkar aðstæður mótmæla samtökin því að auka eigi stórlega álagið á hjúkrunarheimilin, og það án nokkurs samráðs og raun í andstöðu við heimilin. Hjúkrunarheimilin leggja áherslu á að forgangurinn þurfi alltaf að vera á heilsu og öryggi skjólstæðinga kerfisins. Starfsfólk heimilanna standi nú í eldlínunni í baráttunni við Covid-19 og því sé mikilvægt að aðgerðir stjórnvalda, án samtals og samráðs, geri baráttuna ekki erfiðari en þörf er á. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Í fréttatilkynningu lýsa samtökin yfir andstöðu sinni við breytingu á reglugerð um færni og heilsumat vegna dvalar og hjúkrunarrýma, og kalla eftir því að hún verði dregin til baka. Sú breyting felur í sér að hjúkrunarheimilin hafa ekki lengur tækifæri til að leggja faglegt mat á hvort að hægt sé að tryggja nauðsynlega þjónustu við þá einstaklinga sem fá úthlutað rými á hjúkrunarheimili. Sjúklingum verði „sjálfkrafa úthlutað rými" Eftir breytingu stendur nú í reglugerðinni að hafi sami einstaklingur verið tilnefndur af færni- og heilsumatsnefnd sem annar tveggja í dvalar- eða hjúkrunarrými á stofnun en ekki verið úthlutað rými, skuli viðkomandi sjálfkrafa vera úthlutað rými á þeirri stofnun í þriðja sinn sem hann er tilnefndur. SFV segja að þegar færa eigi einstakling af sjúkrahúsi inn á hjúkrunarheimili sé algerlega nauðsynlegt að mat sé lagt á hvort að mönnun og aðstæður á ákveðnu hjúkrunarheimili séu til þess fallin að mögulegt sé að tryggja fullnægjandi umönnun og þannig öryggi og heilsu þess einstaklings. Með nýrri reglugerð sé slíkt faglegt mat tekið út úr ferlinu. Segja ekki tekið tillit til hjúkrunarheimila Samtökin gera alvarlega athugasemd við að ekkert tillit sé tekið til áhrifa breytinganna á hjúkrunarheimilin, sem eru þegar í sérstaklega viðkvæmri stöðu vegna faraldursins. Eins og vel hefur komið fram í fjölmiðlum ríkir á sumum heimilunum neyðarástand. Við slíkar aðstæður mótmæla samtökin því að auka eigi stórlega álagið á hjúkrunarheimilin, og það án nokkurs samráðs og raun í andstöðu við heimilin. Hjúkrunarheimilin leggja áherslu á að forgangurinn þurfi alltaf að vera á heilsu og öryggi skjólstæðinga kerfisins. Starfsfólk heimilanna standi nú í eldlínunni í baráttunni við Covid-19 og því sé mikilvægt að aðgerðir stjórnvalda, án samtals og samráðs, geri baráttuna ekki erfiðari en þörf er á.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira