Ekki forsvaranlegt að leyfa veirunni að ganga yfir að svo stöddu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 19:36 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir. Ekki verður hægt að meta hvort forsvaranlegt sé að leyfa kórónuveirunni að ganga yfir samfélagið fyrr en bólusetningum verður lokið eftir nokkra mánuði, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Þá þurfa viðkvæmir hópar mögulega að ganga lengra en aðrir í persónulegum sóttvörnum næstu misseri. Hundrað og sex hið minnsta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru sextíu og tveir utan sóttkvíar. Staðgengill sóttvarnalæknis segir að nú sé helsta markmiðið að vernda viðkvæmustu hópa samfélagsins með bólusetningum. Að þeim loknum verði hægt að meta næstu skref; hvort veiran eigi yfir að ganga eða hvort grípa þurfi til annars konar ráðstafana. „Við erum að safna saman gögnunum sem eru að koma inn núna útaf þessari bylgju bæði hvað varðar áhættumatið hjá covid-göngudeildinni fyrir einstaklinginn og hver var reyndin. Við búumst frekar við því bólusetningin muni sannreynast áfram því það hafa önnur lönd séð Delta ganga yfir og séð góð áhrif af bólusetningunni gegn mjög alvarlegum veikindum og dauðsföllum og vonum að það sama eigi við hér,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis. Kamilla segir að hér sé til mikið magn af bóluefni, og því ættu bólusetningar að ganga hratt fyrir sig. „Það sem breytist kannski helst er að þá þurfa þeir sem eru í þessari stöðu kannski ekki að vera alveg jafn áhyggjufullir yfir því ef smit berst inn á hjúkrunarheimili. Þá er í raun búið að fullnýta þau bóluefni sem við eigum til varnar þeim einstaklingum.“ Á meðan þurfi að beina sjónum að viðkvæmum hópum. „Hvort það kemur utan frá með boðum og bönnum eða hvort það kemur innan frá hjá einstaklingnum, hjúkrunarheimilinu, sambýlinu eða þess háttar. Ef fólk er ekki í sjálfstæðri búsetu þá þarf það að koma í ljós en við erum að gera áhættumat á hverjum degi og getum alltaf lent í þeirri aðstöðu að það verði að leggja til harðari aðgerðir,“ segir Kamilla. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira
Hundrað og sex hið minnsta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru sextíu og tveir utan sóttkvíar. Staðgengill sóttvarnalæknis segir að nú sé helsta markmiðið að vernda viðkvæmustu hópa samfélagsins með bólusetningum. Að þeim loknum verði hægt að meta næstu skref; hvort veiran eigi yfir að ganga eða hvort grípa þurfi til annars konar ráðstafana. „Við erum að safna saman gögnunum sem eru að koma inn núna útaf þessari bylgju bæði hvað varðar áhættumatið hjá covid-göngudeildinni fyrir einstaklinginn og hver var reyndin. Við búumst frekar við því bólusetningin muni sannreynast áfram því það hafa önnur lönd séð Delta ganga yfir og séð góð áhrif af bólusetningunni gegn mjög alvarlegum veikindum og dauðsföllum og vonum að það sama eigi við hér,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis. Kamilla segir að hér sé til mikið magn af bóluefni, og því ættu bólusetningar að ganga hratt fyrir sig. „Það sem breytist kannski helst er að þá þurfa þeir sem eru í þessari stöðu kannski ekki að vera alveg jafn áhyggjufullir yfir því ef smit berst inn á hjúkrunarheimili. Þá er í raun búið að fullnýta þau bóluefni sem við eigum til varnar þeim einstaklingum.“ Á meðan þurfi að beina sjónum að viðkvæmum hópum. „Hvort það kemur utan frá með boðum og bönnum eða hvort það kemur innan frá hjá einstaklingnum, hjúkrunarheimilinu, sambýlinu eða þess háttar. Ef fólk er ekki í sjálfstæðri búsetu þá þarf það að koma í ljós en við erum að gera áhættumat á hverjum degi og getum alltaf lent í þeirri aðstöðu að það verði að leggja til harðari aðgerðir,“ segir Kamilla.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira