Að minnsta kosti 97 greindust smitaðir af veirunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. ágúst 2021 10:51 Sýnataka vegna Covid hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins Vísir/Vilhelm Að minnsta kosti 97 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum. Samkvæmt tölum á covid.is í morgun greindust minnst 57 smitaðir af veirunni í gær. Fréttastofu barst póstur frá upplýsingafulltrúa Almannavarna um klukkan ellefu þar sem tilgreint var að vegna bilunar hafi ekki náðst að færa inn réttar tölur á covid.is í morgun. Tölur gærdagsins verða uppfærðar á covid.is klukkan 11 á morgun en samkvæmt tilkynningunni munu rúmlega 40 bætast við þá tölu sem var sett inn á covid.is í morgun. Það gerir að minnsta kosti 97 manns. Einn greindist við landamærin í gær. Af þeim sem greindust í gær, samkvæmt covid.is, greindust 34 við einkennasýnatöku og 22 í sóttkvíar- og handahófsskimun. Þá voru 26 í sóttkví við greiningu og 31 utan sóttkvíar af þessum fyrstu 57. Alls eru nú 1.367 í einangrun, 2.101 í sóttkví og 976 í skimunarsóttkví. Einn til viðbótar lagður inn á gjörgæslu Einn til viðbótar var lagður inn á gjörgæslu í gær. Í gær voru tveir inniliggjandi á gjörgæslu, báðir í öndunarvél. Alls eru nú 24 á sjúkrahúsi með Covid-19 samkvæmt covid.is og virðist sem þrír hafi verið lagðir inn í gær en nokkuð misræmi hefur þó verið á milli upplýsinga frá Landspítalanum um innlagnir og upplýsinga á covid.is undanfarið. Meirihluti þeirra sem greindust um helgina voru bólusettir Greint var frá því í gær að 106 hafi greinst smitaðir af veirunni á sunnudag en af þeim voru 67 bólusettir og 35 óbólusettir. Inn í þann útreikning vantar fjóra upp í 106 en svo virðist sem bólusetningar-staða þeirra sé óþekkt miðað við tölur á covid.is. Upplýsingar um hlutfall bólusettra af þeim sem greindust smitaðir eru uppfærðar fyrir klukkan 16 á virkum dögum og lágu þessar upplýsingar því ekki fyrir í gær þegar greint var frá tölum. Sama staða var uppi um smit sem greindust á föstudag og laugardag en upplýsingar um hlutfall bólusettra voru uppfærðar á covid.is í gær. Af þeim 57 sem greindust smitaðir á laugardag voru 29 bólusettir og 26 óbólusettir. Þá greindust 119 smitaðir á föstudag en af þeim eru 69 bólusettir, 48 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. Fréttin var uppfærð klukkan 11:13. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Samkvæmt tölum á covid.is í morgun greindust minnst 57 smitaðir af veirunni í gær. Fréttastofu barst póstur frá upplýsingafulltrúa Almannavarna um klukkan ellefu þar sem tilgreint var að vegna bilunar hafi ekki náðst að færa inn réttar tölur á covid.is í morgun. Tölur gærdagsins verða uppfærðar á covid.is klukkan 11 á morgun en samkvæmt tilkynningunni munu rúmlega 40 bætast við þá tölu sem var sett inn á covid.is í morgun. Það gerir að minnsta kosti 97 manns. Einn greindist við landamærin í gær. Af þeim sem greindust í gær, samkvæmt covid.is, greindust 34 við einkennasýnatöku og 22 í sóttkvíar- og handahófsskimun. Þá voru 26 í sóttkví við greiningu og 31 utan sóttkvíar af þessum fyrstu 57. Alls eru nú 1.367 í einangrun, 2.101 í sóttkví og 976 í skimunarsóttkví. Einn til viðbótar lagður inn á gjörgæslu Einn til viðbótar var lagður inn á gjörgæslu í gær. Í gær voru tveir inniliggjandi á gjörgæslu, báðir í öndunarvél. Alls eru nú 24 á sjúkrahúsi með Covid-19 samkvæmt covid.is og virðist sem þrír hafi verið lagðir inn í gær en nokkuð misræmi hefur þó verið á milli upplýsinga frá Landspítalanum um innlagnir og upplýsinga á covid.is undanfarið. Meirihluti þeirra sem greindust um helgina voru bólusettir Greint var frá því í gær að 106 hafi greinst smitaðir af veirunni á sunnudag en af þeim voru 67 bólusettir og 35 óbólusettir. Inn í þann útreikning vantar fjóra upp í 106 en svo virðist sem bólusetningar-staða þeirra sé óþekkt miðað við tölur á covid.is. Upplýsingar um hlutfall bólusettra af þeim sem greindust smitaðir eru uppfærðar fyrir klukkan 16 á virkum dögum og lágu þessar upplýsingar því ekki fyrir í gær þegar greint var frá tölum. Sama staða var uppi um smit sem greindust á föstudag og laugardag en upplýsingar um hlutfall bólusettra voru uppfærðar á covid.is í gær. Af þeim 57 sem greindust smitaðir á laugardag voru 29 bólusettir og 26 óbólusettir. Þá greindust 119 smitaðir á föstudag en af þeim eru 69 bólusettir, 48 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. Fréttin var uppfærð klukkan 11:13.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira