Fiðluleikararnir megi sín lítils ef stjórnandinn er ekki með á nótunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. ágúst 2021 10:56 Fjármála- og efnahagsráðherra segist vænta þess að allir sem vinna að heilbrigðismálum vilji að öll sín mikla vinna skili sér í sem mestri framleiðni. Vísir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skýtur föstum skotum að stjórnendum Landspítalans og segir ótækt að „stíflur í kerfinu“ séu að valda því að grípa þurfi til almennra sóttvarnaaðgerða til að standa vörð um spítalann. „Ef við værum hérna með Sinfóníuhljómsveitina þá dugar ekki fyrir fiðluleikarana alla að standa sig eins vel og þeir geta mögulega gert. Ef stjórnunin á hljómsveitinni er ekki í lagi þá heyrist ekki tónlistin sem fólki líkar.“ Þetta sagði Bjarni í samtali við fréttastofu fyrir ríkisstjórnarfundinn sem nú stendur yfir í Grindavík. Bjarni var meðal annars spurður að því hvort honum þætti sanngjarnt að kalla eftir aukinni framleiðni í heilbrigðiskerfinu þegar álagið hefði aldrei verið meira. „Starfsfólkið í heilbrigðiskerfinu hefur verið að standa sig frábærlega; allir sem eru að starfa á sviði heilbrigðismála á Íslandi eru undir miklu álagi,“ svaraði Bjarni. „Þess vegna þurfum við að ganga úr skugga um að leiðirnar sem við erum að fara, samspil einstakra eininga, sé að ganga þannig fram að flæði sjúklinga sé eðlilegt. Að við séum að ná hámarksafköstum fyrir alla þá hörðu vinnu sem fólk er að inna af hendi. Það er um þetta sem þetta snýst. Og ég er alveg sannfærður um það að allir þeir sem eru að vinna í kerfinu vilja ná hámarksafköstum fyrir sitt mikla framlag.“ Bjarni sagði ekki ásættanlegt að þurfa að leggja byrðar á herðar almennings, það er almennar sóttvarnaaðgerðir, vegna vandamála á Landspítalanum. „Skýrslur um skort á framleiðni á sjúkrahúsum á Íslandi liggja fyrir og við þeim þarf líka að bregðast; við leysum ekki allt með fjárframlögunum einum og sér,“ sagði hann. „Það er enginn að segja að stíflan sé öll á Landspítalanum. Ég er að tala um heilbrigðiskerfið í heild; hvernig samspilið er á milli flæðis sjúklinga frá dýrustu stofnununum, eins og Landspítalanum sjálfum, yfir á hjúkrunarheimilin og ýmis úrræði þar á milli... heimahjúkrunin kemur líka hérna við sögu. Við þurfum að bregðast við þegar við sjáum að Landspítalinn er að tala um það, svo árum skiptir, að sjúklingar liggi þar að óþörfu inni vegna þess að önnur úrræði eru ekki til staðar. Þetta er stóralvarlegt mál og er að valda því að það myndast álag á spítalanum sem við þurfum svo að fara að taka tillit til í sóttvarnaaðgerðum. Þetta er algjörlega óviðunandi ástand.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast Sjá meira
„Ef við værum hérna með Sinfóníuhljómsveitina þá dugar ekki fyrir fiðluleikarana alla að standa sig eins vel og þeir geta mögulega gert. Ef stjórnunin á hljómsveitinni er ekki í lagi þá heyrist ekki tónlistin sem fólki líkar.“ Þetta sagði Bjarni í samtali við fréttastofu fyrir ríkisstjórnarfundinn sem nú stendur yfir í Grindavík. Bjarni var meðal annars spurður að því hvort honum þætti sanngjarnt að kalla eftir aukinni framleiðni í heilbrigðiskerfinu þegar álagið hefði aldrei verið meira. „Starfsfólkið í heilbrigðiskerfinu hefur verið að standa sig frábærlega; allir sem eru að starfa á sviði heilbrigðismála á Íslandi eru undir miklu álagi,“ svaraði Bjarni. „Þess vegna þurfum við að ganga úr skugga um að leiðirnar sem við erum að fara, samspil einstakra eininga, sé að ganga þannig fram að flæði sjúklinga sé eðlilegt. Að við séum að ná hámarksafköstum fyrir alla þá hörðu vinnu sem fólk er að inna af hendi. Það er um þetta sem þetta snýst. Og ég er alveg sannfærður um það að allir þeir sem eru að vinna í kerfinu vilja ná hámarksafköstum fyrir sitt mikla framlag.“ Bjarni sagði ekki ásættanlegt að þurfa að leggja byrðar á herðar almennings, það er almennar sóttvarnaaðgerðir, vegna vandamála á Landspítalanum. „Skýrslur um skort á framleiðni á sjúkrahúsum á Íslandi liggja fyrir og við þeim þarf líka að bregðast; við leysum ekki allt með fjárframlögunum einum og sér,“ sagði hann. „Það er enginn að segja að stíflan sé öll á Landspítalanum. Ég er að tala um heilbrigðiskerfið í heild; hvernig samspilið er á milli flæðis sjúklinga frá dýrustu stofnununum, eins og Landspítalanum sjálfum, yfir á hjúkrunarheimilin og ýmis úrræði þar á milli... heimahjúkrunin kemur líka hérna við sögu. Við þurfum að bregðast við þegar við sjáum að Landspítalinn er að tala um það, svo árum skiptir, að sjúklingar liggi þar að óþörfu inni vegna þess að önnur úrræði eru ekki til staðar. Þetta er stóralvarlegt mál og er að valda því að það myndast álag á spítalanum sem við þurfum svo að fara að taka tillit til í sóttvarnaaðgerðum. Þetta er algjörlega óviðunandi ástand.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast Sjá meira