Taka þurfi mark á ábendingum varðandi spítalann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. ágúst 2021 18:54 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skipta miklu máli að tekið sé mark á þeirri vinnu sem unnin hefur verið í tengslum við stöðuna á Landspítalanum og afköst innan stofnunarinnar. Að loknum blaðamannafundi þar sem ríkisstjórnin kynnti áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir innanlands var hún spurði út í gagnrýni Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á stjórnendur spítalans. Fyrr í dag sagði hann til að mynda ótækt að „stíflur í kerfinu“ yllu því að grípa þurfi til sóttvarnaaðgerða, með það fyrir augum að verja spítalann. „Ef við værum hérna með Sinfóníuhljómsveitina þá dugar ekki fyrir fiðluleikarana alla að standa sig eins vel og þeir geta mögulega gert. Ef stjórnunin á hljómsveitinni er ekki í lagi þá heyrist ekki tónlistin sem fólki líkar,“ sagði Bjarni. Í samtali við fréttastofu að loknum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar síðdegis í dag benti Katrín á að spítalinn væri stór stofnun með miklar fjárveitingar, en fjármálaráðherra hefur sagst telja að „stór tékki,“ það er að segja aukið fjármagn til spítalans, væri ekki lausn allra vandamála. Spyrja þurfi hvers vegna framleiðni er ekki meiri í heilbrigðiskerfinu, þrátt fyrir aukið fjármagn og mönnun. „Algjör undirstöðustofnun“ „Það er mitt mat að þetta er auðvitað algjör undirstöðustofnun í íslensku heilbrigðiskerfi og þar hefur álagið verið mjög mikið. Við erum búin að vera að funda með fulltrúum starfsfólks á spítalanum, hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða,“ sagði Katrín og bætti við að mikið álag hafi verið á þessum stéttum frá upphafi faraldursins og því beri að hlusta á þeirra raddir. „Það breytir því ekki að Landspítalinn er stór og mikil stofnun með miklar fjárveitingar og það skiptir auðvitað máli að það sé tekið mark á því sem hefur verið unnið á undanförnum árum,“ sagði Katrín og nefndi sérstaklega skýrslu sem unnin var um stöðuna á bráðamóttöku spítalans. Hún segir mikilvægt að til þess að fjármunir sem veitt er til spítalans nýtist sem best sé unnið úr slíkum ábendingum. Þannig sé hægt að draga úr álagi og spítalinn geti um leið staðið sem best undir hlutverki sínu. Þarf einhverju að breyta? Hrista upp í stjórnun eða rekstri? „Ég held að verkefnið sjáist best á því sem heilbrigðisráðherra er að gera núna, sem er að koma fram með aðgerðir til þess að draga úr álagi á spítalann, með því að færa verkefni til. Þannig að það sé ekki til að mynda hlutverk spítalans að sinna fólki sem á rétt á því að fara á hjúkrunarheimili en er ekki komið með rými,“ segir Katrín. Hún segir umræðuna um spítalann vera þekkta í stjórnmálaumræðu síðustu ára og eitthvað sem þurfi að vera stöðugt í skoðun. „Þannig að þetta, til að mynda, sé ekki að valda óþarfa álagi á spítalann. Þetta er bara eitt dæmi um það sem heilbrigðisráðherra er að gera núna og ég held að það skipti miklu máli. Það er hluti af okkar aðgerðum til þess að sporna við því að faraldurinn valdi of miklu álagi á heilbrigðiskerfið, að koma til móts við spítalann að þessu leyti.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Sjá meira
Að loknum blaðamannafundi þar sem ríkisstjórnin kynnti áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir innanlands var hún spurði út í gagnrýni Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á stjórnendur spítalans. Fyrr í dag sagði hann til að mynda ótækt að „stíflur í kerfinu“ yllu því að grípa þurfi til sóttvarnaaðgerða, með það fyrir augum að verja spítalann. „Ef við værum hérna með Sinfóníuhljómsveitina þá dugar ekki fyrir fiðluleikarana alla að standa sig eins vel og þeir geta mögulega gert. Ef stjórnunin á hljómsveitinni er ekki í lagi þá heyrist ekki tónlistin sem fólki líkar,“ sagði Bjarni. Í samtali við fréttastofu að loknum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar síðdegis í dag benti Katrín á að spítalinn væri stór stofnun með miklar fjárveitingar, en fjármálaráðherra hefur sagst telja að „stór tékki,“ það er að segja aukið fjármagn til spítalans, væri ekki lausn allra vandamála. Spyrja þurfi hvers vegna framleiðni er ekki meiri í heilbrigðiskerfinu, þrátt fyrir aukið fjármagn og mönnun. „Algjör undirstöðustofnun“ „Það er mitt mat að þetta er auðvitað algjör undirstöðustofnun í íslensku heilbrigðiskerfi og þar hefur álagið verið mjög mikið. Við erum búin að vera að funda með fulltrúum starfsfólks á spítalanum, hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða,“ sagði Katrín og bætti við að mikið álag hafi verið á þessum stéttum frá upphafi faraldursins og því beri að hlusta á þeirra raddir. „Það breytir því ekki að Landspítalinn er stór og mikil stofnun með miklar fjárveitingar og það skiptir auðvitað máli að það sé tekið mark á því sem hefur verið unnið á undanförnum árum,“ sagði Katrín og nefndi sérstaklega skýrslu sem unnin var um stöðuna á bráðamóttöku spítalans. Hún segir mikilvægt að til þess að fjármunir sem veitt er til spítalans nýtist sem best sé unnið úr slíkum ábendingum. Þannig sé hægt að draga úr álagi og spítalinn geti um leið staðið sem best undir hlutverki sínu. Þarf einhverju að breyta? Hrista upp í stjórnun eða rekstri? „Ég held að verkefnið sjáist best á því sem heilbrigðisráðherra er að gera núna, sem er að koma fram með aðgerðir til þess að draga úr álagi á spítalann, með því að færa verkefni til. Þannig að það sé ekki til að mynda hlutverk spítalans að sinna fólki sem á rétt á því að fara á hjúkrunarheimili en er ekki komið með rými,“ segir Katrín. Hún segir umræðuna um spítalann vera þekkta í stjórnmálaumræðu síðustu ára og eitthvað sem þurfi að vera stöðugt í skoðun. „Þannig að þetta, til að mynda, sé ekki að valda óþarfa álagi á spítalann. Þetta er bara eitt dæmi um það sem heilbrigðisráðherra er að gera núna og ég held að það skipti miklu máli. Það er hluti af okkar aðgerðum til þess að sporna við því að faraldurinn valdi of miklu álagi á heilbrigðiskerfið, að koma til móts við spítalann að þessu leyti.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Sjá meira