Frumsýningargestir stóðu upp og klöppuðu fyrir Leynilöggu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. ágúst 2021 20:04 Hér má sjá hópinn að baki myndinni sem ferðaðist til Sviss. Rosdiana Ciaravolo/Getty Kvikmyndin Leynilögga, eða Cop Secret eins og hún heitir á ensku, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Locarno International Film Festical í kvöld. Uppselt var á sýninguna og svo virðist sem henni hafi verið vel tekið af áhorfendum, þar sem þeir stóðu upp og klöppuðu að sýningu lokinni. Kvikmyndinni var leikstýrt af Hannesi Þór Halldórssyni, leikstjóra og landsliðsmarkverði í knattspyrnu. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fara þá öll með stór hlutverk í myndinni, sem fjallar um leynilögreglumanninn Bússa, sem á í innri átökum við sjálfan sig á sama tíma og hann berst við harðsvíraða glæpamenn í Reykjavík. Hópurinn sem stendur að baki myndinni er sem stendur staddur í Sviss og var viðstaddur frumsýninguna. Þeir Auðunn og Egill hafa báðir skrásett ferðina á Instagram-reikningum sínum, en hér að neðan má sjá það sem borið hefur hæst á ferðalagi þeirra. Í ferðasögu Auðuns má til að mynda sjá troðfullan, 2.500 manna bíósalinn áður en myndin er frumsýnd. Í lokin má einnig sjá leikstjórann Hannes, glaðan á svip að frumsýningu lokinni. „Ég er bara að jafna mig. Ég er alveg búinn að vera með kökkinn í hálsinum í tvo klukkutíma. Ég er að reyna að halda honum niðri,“ heyrist Hannes segja í lok myndbandsins. Að trailer úr Audda og Sveppa fyrir 10 árum síðan hafi orðið að bíómynd og fengið standing O í Locarno er það sturlaðasta sem ég hef lent í á ferlinum 😅🥰— Auðunn Blöndal (@Auddib) August 10, 2021 „Að fólk hafi staðið upp og klappað er bara það ruglaðasta sem ég veit,“ segir Auðunn þá, en hann fer með hlutverk Bússa í myndinni. Hér að neðan má sjá stiklu fyrir myndina, sem verður frumsýnd hér á landi von bráðar. Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Tengdar fréttir Leynilögga fær lof erlendra blaðamanna „Það er búið að vera mjög mikil dagskrá í dag í kringum myndina og Hannes leikstjóri er búinn að vera mjög upptekinn í viðtölum við blaðamenn.“ Segir Lilja Ósk Snorradóttir í samtali við Vísi. 10. ágúst 2021 17:59 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Kvikmyndinni var leikstýrt af Hannesi Þór Halldórssyni, leikstjóra og landsliðsmarkverði í knattspyrnu. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fara þá öll með stór hlutverk í myndinni, sem fjallar um leynilögreglumanninn Bússa, sem á í innri átökum við sjálfan sig á sama tíma og hann berst við harðsvíraða glæpamenn í Reykjavík. Hópurinn sem stendur að baki myndinni er sem stendur staddur í Sviss og var viðstaddur frumsýninguna. Þeir Auðunn og Egill hafa báðir skrásett ferðina á Instagram-reikningum sínum, en hér að neðan má sjá það sem borið hefur hæst á ferðalagi þeirra. Í ferðasögu Auðuns má til að mynda sjá troðfullan, 2.500 manna bíósalinn áður en myndin er frumsýnd. Í lokin má einnig sjá leikstjórann Hannes, glaðan á svip að frumsýningu lokinni. „Ég er bara að jafna mig. Ég er alveg búinn að vera með kökkinn í hálsinum í tvo klukkutíma. Ég er að reyna að halda honum niðri,“ heyrist Hannes segja í lok myndbandsins. Að trailer úr Audda og Sveppa fyrir 10 árum síðan hafi orðið að bíómynd og fengið standing O í Locarno er það sturlaðasta sem ég hef lent í á ferlinum 😅🥰— Auðunn Blöndal (@Auddib) August 10, 2021 „Að fólk hafi staðið upp og klappað er bara það ruglaðasta sem ég veit,“ segir Auðunn þá, en hann fer með hlutverk Bússa í myndinni. Hér að neðan má sjá stiklu fyrir myndina, sem verður frumsýnd hér á landi von bráðar.
Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Tengdar fréttir Leynilögga fær lof erlendra blaðamanna „Það er búið að vera mjög mikil dagskrá í dag í kringum myndina og Hannes leikstjóri er búinn að vera mjög upptekinn í viðtölum við blaðamenn.“ Segir Lilja Ósk Snorradóttir í samtali við Vísi. 10. ágúst 2021 17:59 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Leynilögga fær lof erlendra blaðamanna „Það er búið að vera mjög mikil dagskrá í dag í kringum myndina og Hannes leikstjóri er búinn að vera mjög upptekinn í viðtölum við blaðamenn.“ Segir Lilja Ósk Snorradóttir í samtali við Vísi. 10. ágúst 2021 17:59