Arnar Hallsson: Sjáum til eftir næstu umferð en þá getum við kannski farið að hugsa um Wembley eða eitthvað stærra Árni Jóhannsson skrifar 10. ágúst 2021 21:04 Arnar Hallsson hafði svo sannarlega ástæðu til að brosa eftir leikinn í kvöld. Afturelding Reynir Haraldsson reyndist hetja ÍR-inga í kvöld þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í Grafarvoginum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 2-3 ÍR í vil en öll mörk ÍR komu á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks þar sem Reynir skoraði þau öll. Fjölnir var með forystu í hálfleik en detta út því leikmenn liðsins slökktu á sér á þessum kafla. Þjáflari ÍR, Arnar Hallson var að vonum í skýjunum með leik liðsins og úrslitin. „Þetta var bara stálvilji og við höfðum trú á því í hálfleik að leið okkar inn í leikinn væri ekki löng“, sagði kampakátur þjálfari ÍR þegar hann var spurður að því hvað væri hægt að segja eftir svona leik. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera vel spilaður af okkur og við óþarflega langt undir. Við fengum tvö hálffæri í hálfleiknum og ef við hefðum nýtt annað þeirra þá hefðum við verið inn í leiknum en það er auðvitað ef og hefði. Við töluðum um það í hálfleiknum að við ætluðum að setja eitt og sjá hvort við gætum ekki sett smá óöryggi í þá. Svo bara datt vinstrir bakvörðurinn okkar á „run“ og setti þrjú.“ Arnar var þá spurður út í hetju leiksins, Reyni Haraldsson, en Arnar hefur væntanlega ekki átt von á svona frammistöðu frá vinstri bakverðinum sínum. „Hann er náttúrlega búinn að vera að skora og leggja upp í allt sumar þannig að ég svo sem datt ekkert úr stólnum en þetta var vel í lagt“, sagði Arnar hlæjandi. Þegar lið komast áfram í bikarnum þá er klisjan að spyrja út í hvort ÍR ætti sér óskamótherja í næstu umferð. „Svarið við þessari spurningu er bara copy-paste af svari mínu eftir seinasta leik. Bara eitthvað gott Lengjudeildarlið til þess að máta okkur. Þetta er levelið sem við viljum vera á og stefndum að. Það er að segja að vera í efri hluta deildarinnar en við erum hlægilega neðarlega miðað við spilamennsku finnst mér. Nú eigum við smá eftir í því móti og mig langar að færa þessa frammistöðu, þessa stemmningu og þennan vilja inn í þá leiki vegna þess að munurinn á milli þessara leikja er að það var örlítið meiri neisti og örlítið meiri ákefð. Það munaði þessu.“ Að lokum var þjálfarinn spurður að því hvort það væru einhverjir Evrópudraumar að myndast í Breiðholtinu en stysta leið inn í Evrópukeppni er í gegnum bikarinn. „Þeir verða kannski ekki í nótt en við sjáum til eftir næstu umferð en þá getum við kannski farið að hugsa um Wmbley eða eitthvað stærra.“ Mjólkurbikarinn ÍR Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - ÍR 2-3 | Trylltur fimm mínútna kafli kláraði leikinn fyrir ÍR Reynir Haraldsson var hetja ÍR-inga þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla fyrr í kvöld. Hann gerði öll mörkin á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks en Fjölnir leiddi 2-0 í hálfleik. 10. ágúst 2021 21:11 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Sjá meira
„Þetta var bara stálvilji og við höfðum trú á því í hálfleik að leið okkar inn í leikinn væri ekki löng“, sagði kampakátur þjálfari ÍR þegar hann var spurður að því hvað væri hægt að segja eftir svona leik. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera vel spilaður af okkur og við óþarflega langt undir. Við fengum tvö hálffæri í hálfleiknum og ef við hefðum nýtt annað þeirra þá hefðum við verið inn í leiknum en það er auðvitað ef og hefði. Við töluðum um það í hálfleiknum að við ætluðum að setja eitt og sjá hvort við gætum ekki sett smá óöryggi í þá. Svo bara datt vinstrir bakvörðurinn okkar á „run“ og setti þrjú.“ Arnar var þá spurður út í hetju leiksins, Reyni Haraldsson, en Arnar hefur væntanlega ekki átt von á svona frammistöðu frá vinstri bakverðinum sínum. „Hann er náttúrlega búinn að vera að skora og leggja upp í allt sumar þannig að ég svo sem datt ekkert úr stólnum en þetta var vel í lagt“, sagði Arnar hlæjandi. Þegar lið komast áfram í bikarnum þá er klisjan að spyrja út í hvort ÍR ætti sér óskamótherja í næstu umferð. „Svarið við þessari spurningu er bara copy-paste af svari mínu eftir seinasta leik. Bara eitthvað gott Lengjudeildarlið til þess að máta okkur. Þetta er levelið sem við viljum vera á og stefndum að. Það er að segja að vera í efri hluta deildarinnar en við erum hlægilega neðarlega miðað við spilamennsku finnst mér. Nú eigum við smá eftir í því móti og mig langar að færa þessa frammistöðu, þessa stemmningu og þennan vilja inn í þá leiki vegna þess að munurinn á milli þessara leikja er að það var örlítið meiri neisti og örlítið meiri ákefð. Það munaði þessu.“ Að lokum var þjálfarinn spurður að því hvort það væru einhverjir Evrópudraumar að myndast í Breiðholtinu en stysta leið inn í Evrópukeppni er í gegnum bikarinn. „Þeir verða kannski ekki í nótt en við sjáum til eftir næstu umferð en þá getum við kannski farið að hugsa um Wmbley eða eitthvað stærra.“
Mjólkurbikarinn ÍR Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - ÍR 2-3 | Trylltur fimm mínútna kafli kláraði leikinn fyrir ÍR Reynir Haraldsson var hetja ÍR-inga þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla fyrr í kvöld. Hann gerði öll mörkin á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks en Fjölnir leiddi 2-0 í hálfleik. 10. ágúst 2021 21:11 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Sjá meira
Leik lokið: Fjölnir - ÍR 2-3 | Trylltur fimm mínútna kafli kláraði leikinn fyrir ÍR Reynir Haraldsson var hetja ÍR-inga þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla fyrr í kvöld. Hann gerði öll mörkin á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks en Fjölnir leiddi 2-0 í hálfleik. 10. ágúst 2021 21:11