Hjúkrunarfræðingurinn starfaði fyrir Rauða krossinn og er talinn hafa „bólusett“ um 8.600 einstaklinga. Það sem er sérstaklega alvarlegt við atvikið er að flestir þeirra eru aldraðir og því í aukinni áhættu á að veikjast alvarlega af völdum SARS-CoV-2.
Lögregla rannsakar nú málið og byggir það aðallega á vitnisburði. Ekki er vitað hvað hjúkrunarfræðingnum gekk til en að sögn lögreglu hafði hún lýst efasemdum um bóluefnin á samfélagsmiðlum.
Það liggur ekki fyrir hvort búið er að handtaka eða ákæra viðkomandi.