Áfram slökkt á hleðslustöðvunum: Kærunefnd útboðsmála hafnar endurupptöku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2021 10:52 Kristján segir leiðinlegt að hindranir séu í vegi fyrir rafbílavæðingunni sem enginn græði á. Vísir Kærunefnd útboðsmála hefur hafnað því að fresta áhrifum úrskurðar síns um ólögmæti útboðs Reykjavíkurborgar á götuhleðslum fyrir rafbíla. Þá hefur nefndin hafnað því að taka málið upp að nýju. „Við höfum bara verið að skoða þetta,“ segir Kristján Már Atlason, forstöðumann fyrirtækjamarkaðar hjá ON, um þá stöðu sem upp er komin. Hann segir málið ömurlegt, ekki síst fyrir eigendur rafbíla. Upphaflegur úrskurður nefndarinnar, sem var birtur 11. júní síðastliðinn, hafði þau áhrif að slökkt var á öllum þeim hleðslustöðvum sem Orka náttúrunnar hafði sett upp á grundvelli samnings síns við Reykjavíkurborg. Um er að ræða 156 hleðslustöðvar. Freista þess að „liðka til“ fyrir lausn Það var Ísorka, sem einnig bauð í verkið, sem kærði útboðið til kærunefndarinnar en nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði borið að bjóða verkið út á evrópska efnahagssvæðinu. Nefndin sagði ON ekki heimilt að taka gjald fyrir notkun götuhleðslustöðvanna og brást fyrirtækið við með því að gera hleðsluna gjaldfrjálsa. Reykjavíkurborg fór hins vegar fram á að ON slökkti á stöðvunum í kjölfar þess að lögmaður Ísorku sendi bréf á kærunefndina, þar sem fram kom að forsvarsmenn fyrirtækisins litu svo á að ON væri ekki heimilt að gefa rafmagn á stöðvunum og að nefndin gæti beitt dagsektum. „Við erum að meta stöðuna,“ segir Kristján um framhaldið. „Við viljum sjá hvort það er einhver lausn á málinu.“ Hann segir það ekki undir ON komið að leysa málið upp á sitt einsdæmi en innan fyrirtækisins sé verið að skoða hvort eitthvað sé hægt að gera til að „liðka til“ fyrir lausn. „Við náttúrulega tókum bara þátt í þessu útboði í góðri trú og viljum taka þátt áfram,“ segir Kristján en hleðslustöðvarnar séu frábær leið til að aðstoða Íslendinga við að rafbílavæðast enn frekar og nýta endurnýtanlega orkugjafa landsins. Bílar Reykjavík Orkumál Vistvænir bílar Hleðslustöðvar Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
„Við höfum bara verið að skoða þetta,“ segir Kristján Már Atlason, forstöðumann fyrirtækjamarkaðar hjá ON, um þá stöðu sem upp er komin. Hann segir málið ömurlegt, ekki síst fyrir eigendur rafbíla. Upphaflegur úrskurður nefndarinnar, sem var birtur 11. júní síðastliðinn, hafði þau áhrif að slökkt var á öllum þeim hleðslustöðvum sem Orka náttúrunnar hafði sett upp á grundvelli samnings síns við Reykjavíkurborg. Um er að ræða 156 hleðslustöðvar. Freista þess að „liðka til“ fyrir lausn Það var Ísorka, sem einnig bauð í verkið, sem kærði útboðið til kærunefndarinnar en nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði borið að bjóða verkið út á evrópska efnahagssvæðinu. Nefndin sagði ON ekki heimilt að taka gjald fyrir notkun götuhleðslustöðvanna og brást fyrirtækið við með því að gera hleðsluna gjaldfrjálsa. Reykjavíkurborg fór hins vegar fram á að ON slökkti á stöðvunum í kjölfar þess að lögmaður Ísorku sendi bréf á kærunefndina, þar sem fram kom að forsvarsmenn fyrirtækisins litu svo á að ON væri ekki heimilt að gefa rafmagn á stöðvunum og að nefndin gæti beitt dagsektum. „Við erum að meta stöðuna,“ segir Kristján um framhaldið. „Við viljum sjá hvort það er einhver lausn á málinu.“ Hann segir það ekki undir ON komið að leysa málið upp á sitt einsdæmi en innan fyrirtækisins sé verið að skoða hvort eitthvað sé hægt að gera til að „liðka til“ fyrir lausn. „Við náttúrulega tókum bara þátt í þessu útboði í góðri trú og viljum taka þátt áfram,“ segir Kristján en hleðslustöðvarnar séu frábær leið til að aðstoða Íslendinga við að rafbílavæðast enn frekar og nýta endurnýtanlega orkugjafa landsins.
Bílar Reykjavík Orkumál Vistvænir bílar Hleðslustöðvar Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira